Réttur


Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 35

Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 35
og þingflokks þess í 20 ár. Finnar höfðu strax 1907 veitt konum kosningarétt og framkvæmt jafnrétti kynjanna í ríkum mæli, t.d. miklu bemr en við Islendingar. Og jafnt vinir sem andstæðingar mám mannkosti Hertm og forusmhæfileika hennar, svo þeir fengu að koma finnsku sósíalistísku hreyfing- unni og þingi Finnlands að miklu gagni. II. Við höfðum ýmsir félaganna á Islandi kynnst Herttu í tíð Kommúnistaflokksins, en fleiri Islendingar, einkum þingmenn, kynntust henni í starfi Norðurlandaráðs. A þingmannafundi NorðurFanda í Stokk- hólmi 1951 hafði verið ákveðið að stofna Norðurlandaráð. Sósíalistaflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn stóðu h.eilsteyptir að þeirri stofnun, en einhverjar vomur voru á nokkr- um afturhaldssömustu þingmönnum Ihalds og Framsóknar, er sám hjá við endanlega ákvörðun á Alþingi. Hinsvegar tóku komm- únistaflokkar Norðurlanda neikvæða af- stöðu til Norðurlandaráðs og allir finnsku flokkarnir héldu sér frá þátttöku í því til að byrja með. Sovétstjórnin var andvíg ráð- inu, áleit það hugsað cem andkommúnistískt bandalag og íslensku afmrhaldsflokkarnir gáfu henni undir fótinn með það. Þeir úti- lokuðu Sósíalistaflokkinn frá þátttöku í ráð- inu með því að beita vélabrögðum og brjóta á móti reglum ráðsins um kosningatilhögun. Arið 1956 varð hér gerbreyting á. Finnar hófu þátttöku í ráðinu og fundur Jiess var haldinn það ár í Helsinki við mikinn fögnuð. Við Hertta vorum þar þá bæði sem fulltrúar þeirra flokka, sem afturhaldið taldi komm- únistíska og var það þing um margt sögu- legt. Ýmsir þingmenn héðan að heiman kynnmst þá Herttu fyrst og fleiri síðan. Hún var mjög mikið með okkur Islendingunum og vann áreiðanlega hylli flestra þeirra. Tvisvar eða þrisvar heimsótti hún Island og var mjög hrifin af. Síðustu ár ævinnar, eftir að hún hætti þingmennsku var hún formaður Alþjóða- sambands lýðræðissinnaðra kvenna og vann þeirri hreyfingu mikið og gott starf, svo sem hennar var von og vísa. III. Hertta Kuusinen var mikill ræðusnillingur og oft sérstök unun að heyra hljóm sænsk- unnar hennar í ræðum á fjöldafundum. Hún var raunsær flokksforingi og afkastamikil. Hertta var af þeirri manngerð byltingar- kynslóðar, sem alin var upp í þeirri skyldu- tilfinningu að vera reiðubúin af fórna öllu í baráttunni fyrir hugsjón sósíalismans. Og Hertta færði þær fórnir í mjög ríkum mæli í einkalífi sínu. Því fannst mér oft sem hið vinalega og samúðarfulla viðmót hennar væri tregablandið. Þessi fagra og glæsilega kona mun hafa farið á mis við mikið af þeirri mannlegu gæfu, sem flestir aðrir njóta í einkalífi sínu. Allt líf hennar og starf var helgað þeirri hugsjón að útrýma með sigri sósíalismans á jörðunni öllu því örbirgðarböli, sem enn þjáir meirihluta alls mannkynsins. I þjónustu þess málstaðar beitti hún öllum sínum miklu hæfileikum alla tíð. Því mun hennar ætíð minnst sem góðs félaga og mikils barátm- manns. E.O. 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.