Réttur


Réttur - 01.04.1974, Side 19

Réttur - 01.04.1974, Side 19
séð, með nýsköpuninni — og með þessum tveim aðgerðum undir forustu sósialistísks verkalýðs sköpuð þau bættu lifskjör, sem islenskur verka- lýður síðan hefur búið við — en vissulega orðið að berjast hart til að halda þeim og láta ekki hrinda sér niður í fornu fátæktina á ný. Vissulega vofir sú hætta yfir, meðan auðvalds- skipulagið stendur, að verkalýðurinn sé sviptur árangri þessara sigra eða hindraður í að vinna nýja. Þó er þessi hætta litil, ef verkalýðsstéttin öll, — daglaunamenn, iðnaðarmenn, langskóla- gengnir verkamenn, — heldur sinu andlega sjálf- stæði, — m. ö. orðum: gerir sér Ijóst að tiltölulega góð lifskjör hennar — í samanburði við það, sem forðum var, — stafa af baráttu hennar sjálfrar, en eru ekki nein gjöf frá atvinnurekendum, ekki sjálfsagður fylgifiskur borgaralegs lýðræðisskipu- lags. Og til þess að öllum verkalýðnum sé þetta Ijóst, þarf einmitt verklýðshreyfingin, pólitisk og fagleg, að vera svo sterk á sviði upplýsinganna, þ.e. í blaða- og bókaútgáfu að hún brjóti þar ein- okun fjármálavalds borgarastéttarinnar, svo sem fyrr var að vikið. En auðvitað leiðir það af forustuskyldu flokksins um aukningu kaupmáttar og tryggingu fullrar at- vinnu að hann lætur ekkert tækifæri ónotað til að knýja slikar aðgerðir fram, — t.d. með þátttöku i ríkisstjórn, — en stjórnar á sama hátt hiklaust baráttunni gegn öllum aðgerðum afturhaldsins i öfuga átt. Sósíalistískir flokkar íslensks verkalýðs hafa gefið gott fordæmi um baráttuna á þessu sviði. Kommúnistaflokkur Islands háði harða og hetju- lega baráttu gegn atvinnuleysi og kaupkúgun krepputímanna (hápunktar: 7. júli og 9. nóv. 1932, Novubardaginn 1933, Dettifossslagurinn 1934), sem að lokum varð til að sameina meiri- hluta islenskra sósialista i einn flokk. Sósial- istaflokkurinn gerði hvorttveggja í senn að stjórna skæruhernaðinum 1942, er braut kúg- unarlög'n á bak aftur, og leggja grundvöll að fullri atvinnu með nýsköpun atvinnulífsins 1944 —47, er dugði uns ameriskt fjármálavald með aðstoð íslenskra leppa skipulagði atvinnuleysi 1950 með lagaboði því, er bannaði islendingum frelsi til ibúðahúsabygg'nga. Alþýðubandalagið sannaði 1956—58, m.a. með stórkaupum fiski- skipa, að hægt var að afnema það landlæga at- vinnuleysi, sem „helmingaskiptastjórnin" undir amerískri leiðsögn hafði komið á I þrem lands- fjórðungum. Og ekki þarf um það blöðum að fletta af hverju nú er full atvinna á islandi undir alþýðustjórn, en ekki landflótti og atvinnuleysi sem á timum „viðreisnarstjórnarinnar." Það hlýtur þvi ætið að verða eitt veigamesta verkefni verklýðsflokks og verklýðshreyfingarinnar allrar, að móta þær aðstæður, sem verkalýðurinn verður að lifa og berjast við, en láta ekki auð- valdið geta leikið sér að þvi i illum tilgangi eða af heimsku tómri og skorti á framsýni að leiða at- vinnuleysi og hverskyns erfiðar aðstæður yfir al- þýðu alla — og nota sér þær siðan til hverskyns kúgunar. 4. En allra veigamest og örlagaríkust verður þó forusta verklýðsflokks og forræði verkalýðs á sviði þjóðfrelsis og sjálfstæðis þjóðar og lands, þvi und- ir því hvernig þar fer er m.a. komið hvort þjóð vor getur sjálf og e:n, við þær aðstæður, sem nú eru i heiminum, komið á hjá sér sósíalisma og mótað hann i samræmi við sögu sina, erfð og þarfir. Borgarastétt vor og sterk öfl i flokkum hennar hafa tíðum verið kærulaus og glámskygn í sjálf- stæðismálum þjóðarinnar. Tengslin við danskt auð- vald forðum („danski Moggi"), undlrgefnin undir enska bankavaldið siðar, hrifning voldugra aðila af nasismanum með „hreinu hugsanirnar", þjón- ustan við ameriska auðvaldið með veitingu her- stöðva og innhmun i Nato, — allt sýndi þetta að borgarastétt lands vors var ekki á þvi, — nema bestu menn hennar á bestu augnablikum lifs þeirra, — að tryggja raunverulegt sjálfstæði landsins. Þvi hefur það orðið — og þarf að vera í fram- tiðinni — eitt aðalverkefni höfuðflokks íslensku verklýðsstéttarinnar að berjast fyrir raunverulegu sjálfstæði landsins. Þessvegna var Kommúnistaflokkurinn vel á verði gegn drottnunaraðstöðu ensks fjármála- valds á kreppuárunum sem og ásælni hins þýska nasistaauðvalds. Og Sósíalistaflokkurinn afhjúpaði tilraunir Hitlers til að fá flugvéla- lendmgaraðstöðu á Islandi, stóð fast gegn á- gengni bresks innrásarhers, barðist alla tíð ein- dregið gegn hernaðarlegri og fjárhagslegri yfir- drottnun amerísks valds á Islandi, átti megin- þátt i að hindra það 1945 að Bandarikin fengju hér herstöðvar til 99 ára, — hefur haft for- 91

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.