Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 38
Roosevelt verður því 1940—1941 að taka
mikið tillit til þessarar afstöðu amerísku auð-
mannastéttarinnar, þar sem einangrunar-
stefnan óð uppi, og láta þetta auðvald sjá
hve rækilega hann noti tækifærin til að stór-
efla völd og áhrif Bandaríkjanna — og þar
með gróðamöguleika hringanna —, en beita
samtímis allri kænsku sinni til að hjálpa
Bretum — og láta þá borga þá hjálp dýrt
— og vinna með því gegn Þýskalandi nas-
ismans og færa þannig Bandaríkin nær þátt-
töku í stríðinu.
Það, sem gerðist 1940/41 er að breska
auðvaldið glatar forustunni í heimsvaldapóli-
tík til Bandaríkjanna. Churchill vill eðlilega
heldur gefast upp fyrir Roosevelt en Hitler.
2. september 1940 afsalar Bretland í hendur
Bandaríkjunum til 99 ára öllum herstöðvum
sínum í Vesturheimi: í Nýfundnalandi, Ber-
muda-eyjum, Bahama-eyjum, Jamaica, Santa
Lucia, Trinidad, Antigua og á strönd bresku
Guyana. Ennfremur afhenda Bretar þeim
hráefni og vísindalegar uppfinningar viðvíkj-
andi kjarnorkusprengju o. fl. — I staðinn fá
Bretar 50 gamla tundurspilla, en tæma alla
gjaldeyrissjóði sína við greiðslur til USA.
Auðvitað gat ameríska auðvaldið ekki
annað en dáðst að þessu sem harla góðum
„business"
Nú var röðin komin að Islandi.
☆ o ☆
Sú hætta vofði nú yfir íslenskri þjóð,
hvernig sem menn svo vildu líta á sjálft
stríðsástandið, að hún yrði, — þegar hún
loksins losnaði við leyfar danska valdsins og
undan hrammi gamla, hrörlega breska ljóns-
ins — framseld með húð og hári í klær
ameríska arnarins, í helgreipar hins sam-
tvinnaða bandaríska her- og auðvalds, og
það til frambúðar, máski svo yfir lyki.
Arnas Arnæus segir svo í „Islandsklukk-
unni": „Ef varnarlans smáþjóð hefur mitt í
ógœfu sinni horið gcefu til að eignast mátu-
lega sterkan óvin mun tíminn ganga í lið
með henni eins og því dýri sem ég tók dcemi
af. Ef hún í neyð sinni játast undir tröllsvernd
mun hún verða gleyþt í einum munnbita
Nú var svo komið að eitt minnsta og varn-
arlausasta smáríki heims stóð andspænis vél-
væddasta auðtrölli veraldar, er með hverjum
mánuðinum færði sig nær.
Sósíalistaflokkurinn var hinsvegar á verði
hvað framtíðarhættuna snerti. I blaði hans,
Þjóðviljanum, er 20. september 1940 fjög-
urra dálka fyrirsögn á forsíðu:
„Er verið að innlima Island í hervarna-
kerfi Bandaríkjanna og Kanada?"
110