Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 63
RITSJA
Qreve fra Martin Andersen Nexö.
I udvalg og med kommentar af
Börge Houmann. I—III. Gyldendal
1969—1972.
Þa8 er mikið stórvirki sem
Börge Houmann hefur unnið með
útgáfu þessa mikla bréfasafns og
með öllum þeim skýringum, sem
þeim fylgja. Hafnarháskóli heiðraði
Börge Houmann alveg sérstaklega
fyrir þetta mikla verk með því að
gera hann að heiðursborgara sin-
um — og var þessi mikli leiðtogi
danskrar frelsisbaráttu gegn fas-
ismanum og ágæti fræðimaður
vissulega vel að þeim heiðri kom-
inn.
Þetta eru þrjú bindi í mjög stóru
broti, alls um 1400 síður. Tala
bréfanna er 757 og eru það að-
eins bréf frá Martin Andersen
Nexö, allt frá 1890 og þar til hann
deyr 1954. En það er ekki nóg með
að Houmann hafi safnað öllum
þessum bréfum. Nexö var mjög
nákvæmur í sínum bréfaskriftum
og átti afrit af flestum bréfum sín-
um þó ýms hafi orðið að útvega
annarsstaðar, hjá móttakendum
eða afkomendum þeirra. Börge
Houmann hefur þar að auki sjálf-
ur haft samband við móttakendur
flestra bréfanna eða á annan hátt
grenslast eftir atburðum, þannig
að hverju bréfi fylgja mjög ná-
kvæmar skýringar, hvað móttak-
andinn hafi skrifað, — stundum
upplýsingar úr bréfasafni Nexös,
— og hvernig allar kringumstæður
séu, þannig að maður fær þarna
fróðleik um alveg ótrúlega margt,
— raunar vart skiljanlegt hvernig
Houmann hefur getað náð öllum
þessum upplýsingum, þar sem
he'lsu hans og vinnuþreki hefur
verið mjög ábótavant. En hann
virðist eftir þessu mikla verki að
dæma hafa boðið öllu sliku byrg-
inn.
Þá eru með vissu millibili ýtar-
legar skýringar á umhverfi öllu,
einkum á miklum tímamótum, og
mikið og vel unnið yfirlit um alla
þá, sem I bréfaviðskiptunum stóðu.
Sem dæmi um nákvæmnina skal
minnst á að Jónas Guðlaugsson
skáld kemur þarna nokkuð við
sögu. Nexö hefur staðið í nokkr-
um bréfaskriftum við hann, Jónas
verið að biðja hann um ráð við-
víkjandi blaðaútgáfu um Island í
Danmörku. Var það árið 1910.
Síðar skrifar Nexö Jakob Appel
til þess að vekja eftirtekt hans á
Jónasi og fá eitthvað fyrir hann
gert. Nexö hafð> kynnst Jónasi á
ferð sinni til íslands í júli 1909,
er hann var leiðsögumaður fyrir
ferðamannahóp og blaðamaður
fyrir „Politiken". — Miklu síðar,
árið 1946 er svo Nexö að þakka
vini sínum, Harry Soiberg fyrir er-
indi hans um Jónas i danska út-
varpinu. Var sú ræða flutt á 60
ára afmæli Jónasar 29. apríl 1946
(Jónas dó 1916, aðeins þritugur).
Houmann getur þess í skýringum
sínum við þetta bréf að Soiberg
hafi rifjað I erindi sínu upp ýmsar
endurminningar sinar um Jónas og
að ennfremur hafi Anna Borg lesið
upp Ijóð eftir skáldið.
Þannig er fullt af hverskonar
upplýsingum, sem bera vott um
ótrúlega elju og samviskusemi.
Fleiri Islendingar koma þarna
við sögu: Bréf til Halldórs Laxness
frá 1937, svar við bréfi sem Hall-
dór hefur skrifað rétt eftir alþing-
iskosningarnar það sumar, — bréf
til Björns Franssonar árið 1949,
þegar Björn er að þýða fjögur
bindi „Endurminninganna". Björn
hefur spurt Nexö um hina réttu
merkingu nokkurra óvenjulegra
danskra orðatiltækja. Samvisku-
semi hans og nákvæmni var svo
mikil að hann vildi hvergi láta
finna lýti á þýðingu sinni og leysti
Nexö vel úr spurningum hans. Þeir
höfðu hittst áður: á rithöfunda-
þingi á Spáni árið 1937. — Þá er
og bréf til mín frá 1926 — og í
skýringum Houmanns sagt frá
þeim bréfum, er ég hafði skrifað
Nexö, frá „Rétti" er ég hafði sent
honum með þýðingu Finns Jóns-
sonar á inngangnum að „Auðu
sætin" og „Syni guðs og óska-
barni andskotans". — Fleiri Is-
lendingar koma þarna við sögu
hjá Houmann, t.d. segir hann frá
því i sambandi við bréf Nexös til
Henriks Pontoppidan 1932 að
með þessum tveim öndvegisskáld-
um Dana hafi þá verið i nefnd, er
vinna skyldi gegn striði, Gunnar
Gunnarsson, ennfremur Karin
Michaelis, Otto Jespersen prófess-
or o. fl. — Allt gefur þetta dálitla
hugmynd um hvílíkt feikna starf
liggur að baki þessarar útgáfu og
hve dæmafá vandvirkni þar er
viðhöfð.
Þá eru bréfin og skýringarnar
heil gullnáma af fróðleik um starf-
semi kommúnista á alþjóðavett-
vangi. Aðeins örfá nöfn þeirra
kommúnista, er Nexö ýmist hefur
staðið í bréfaskriftum við eða unn-
ið með, skulu hér nefnd (auk
þeirra dönsku) svo þeir, sem til
þekkja I þeirri hreyfingu, geti séð
hve viðfeðma samskiptin eru:
Allan Wallenius, Willy Múnzen-
135