Réttur


Réttur - 01.04.1974, Síða 22

Réttur - 01.04.1974, Síða 22
kommúnistaleiðtoginn Gramsci kallaði það, — er forsenda fyrir valdatöku flokksins og alþýðunnar. Verkalýðurinn verður raunverulega að vera orðinn, — i krafti góðrar forustu flokks síns, — hin leið- andi stétt þjóðarinnar sökum pólitísks og efnahags- legs valds síns og menningarlegra yfirburða, vera búinn að skapa sér órofa samheldni í ósigrandi stéttarsamtökum sínum, hafa öðlast það stolt, sem sterk v tund um vald sitt og hlutverk veitir honum, — og þá er hann búinn undir byltinguna, þá valda- töku, sem í krafti meirihluta hans og bandamanna hans á Alþingi og fylgis hans hjá meirihluta þjóðar- innar, forustu hans i flestum fjöldasamtökum lands- ins, gerir honum mögulegt, að hefja framkvæmd sósíalsmans. Það verður þannig fyrir endanlega valdatöku verkalýðsins nokkurskonar tvíveldi í þjóðfélaginu, jafnvægi hvað vald snertir milli launastétta annarc- vegar og burgeisastéttar hinsvegar, — þótt svo hin síðarnefnda í krafti e gnarvalds síns á atvinnu- tækjum og drottnunar i ríkisvaldinu sé enn yfir- stéttln. Hið raunverulega vald er hinsvegar verka- lýðsstéttarinnar, launafólksins, hvenær sem alþýðan hefur pólitiskan þroska til að beita því, Hér kem- ur ekki síst tll hve ríkisvald yfirstéttar er veikara á islandi en annarsstaðar, af því það hefur aldrei „öðlast" þá „fullkomnun" kúgunarvaldsins sem yfirstéttarher eða vopnuð lögregla til beitingar i verkföllum er. Allt þetta gerir hina endanlegu, frið- oamlegu, þingræðislegu valdatöku alþýðu á Is- land; svo miklu auðveldari en í öðrum löndum, ekki síst eftir langt og giftusamlegt forræði henn- or í þjóðfélaginu. Stéttabarátta verkalýðsins hefur löngum öðrum þræði verið barátta um að draga úr valdi eða hindra valdaukningu burgeisastéttar nnar og efla sitt eigið. Islenskri alþýðu tókst að hindra atvinnu- rekendastéttina í því að koma sér upp stéttarher, eins og hún reyndi 1923—25, og aftur 1933—34 undir nafn nu ríkislögregla, er skærist í vinnudeil- ur. Og íslensk verklýðsstétt hefur með baráttu sinni knúið fram hefð og lög, er banna verkfalls- brot, efla þannig og styrkja vald verklýðssamtak- anna i þjóðfélaginu. Hinsvegar hefur á það skort þegar verklýðshreyfingin á ýmsum stöðum landsins knúði fram myndun bæjar- eða félags-útgerða, er „einkaframtak ð“ gafst upp, að tryggð væri virk þátttaka verkalýðs á sjó og landi í slíkum fyrir- tækjum. Og þau „rekstursráð" er eitt sinn voru sett í ýmis fyrirtæki voru hégóminn einn. En bar- áttan fyrir „lýðræði á vinnustöðvunum", sem nú er hafin, getur orðið verkalýðnum vald, ef rétt er á haldið. En forsendur fyrir þvi að réttur, hefð eða að- stæður, er verkalýðsstéttin knýr fram, nýtist alþýðu, er pólitisk þekking verkalýðsins, er geri honum kleift að neyta slikrar aðstöðu, og virk þátttaka hans í valdinu. Það er lika forsenda þess að þjóð- félag sósialismans verði verkalýðnum það, sem vonir hans stóðu til og brautryðjendurna dreymdi um. III. Valdataka verkalýðsins og völd hans áfram reyna meir á þolrif flokksins, á trúmennsku hans, visku og alla góða eiginleika, en allar árásir og ofsóknir áður. Hlutverk flokksins er þá að afmá smátt og smátt kapítalismann með öllum hans fylgjum, að vinna, eftir marga sigra yfir kapitalistum, endanlega sig- urinn yfir sjálfum kapítalismanum. Og hversvegna þarf þá að afnema kapitalism- ann, þrátt fyrir það að verkalýðurinn hefur með baráttu sinni fyrir umbótum gert auðvaldsþjóðfé- lagið að svonefndu „velferðar"- eða „neyslu"- þjóðfélagi? Til þess að tryggja það allt, er áunnist hefur þsrf að afnema auðvaldssk'.uplagið sjálft, því með- en það stendur er alltaf hægt að kippa grundvell- inum undan öllu sem áunnist hefur: með kreppu eða villtri verðbólgu, með fasisma eða með hern- aðarihlutun. Alþýða manna er aldrei örugg með ávinninga sína og umbætur, meðan kapítalisminn sjálfur ríkir i landinu, meðan innlent og erlent auðvald hefur undirtökin í atvinnulífinu sjálfu og allur hugsunarháttur og gildismat mótast af lítil- sigldri gróðahyggju. Það þarf að skapa lýðræði í atvinnulífinu, í stað þess einræðis að atvinnurekandi geti svift verka- menn atvinnu, þegar honum þóknast. Slikt lýðræði verður að byggjast á samstjórn og samábyrgð verkamanna og starfsfólks alls á fyrirtækjunum, sem sóu á einn eða annan máta sameign fólksins: sveitarfélags, samvinnufélags, ríkis eða annara opinberra aðila, — minnsta kosti hvað öll hin stærri fyrirtæki snertir, enda sé reksturinn sam- hæfður og skipulagður i samræmi við heildaráætl- un þjóðfélagsins, er tryggi í senn fulla atvinnu og sölu allrar framleiðslunnar. 94

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.