Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 15
sem hún lærir slikt í og æfist á að breyta rétt
gagnvart hinum ýmsu aðilum innan sinna vébanda
og kenna þeim að taka rétt tillit hvor til annars.
Þegar þessi samstaða þarf svo lika að ná til vinn-
andi stétta, sem ekki eru beinir launþegar, en v nn-
andi menn, sem verkalýðurinn þarf að ná banda-
lagi við til þess að sigra, — svo sem vinnandi
bænda og annarra vinnandi sjálfseignarmanna, —
þá reynir til þrautar á sósíalistiskan flokk verka-
lýðsins og verklýðsstéttina alla um hvort hann er
hæfur til að fylkja saman hinum vinnandi stéttum.
Dæmin um ,,sex-manna-nefndar"-samkomulagið
1943 var gott dæmi um rétta bardagaaðferð i þeim
efnum.
En höfuðatriðið og aðaltilgangurinn með því að
skapa og þroska þessa samheldni, sjálfstæði,
þekkingu og sjálfstjórn hjá verkalýðnum, er og
hlýtur að vera að sósialistískur flokkur — eða
flokkar — verkalýðsins nái eigi aðeins forustu
verkalýðsins heldur og forustunni i sjálfu þjóð-
félaginu, — að innan hins borgaralega þjóðfélags
öðllst sósíalistískur flokkur slikt vald, slika yfirburði
á hinum ýmsu sviðum að forræði borgarastéttar-
innar sé bókstaflega hnekkt. Ég segi ,,eða flokk-
ar", því vissulega er það vel hugsanlegt að fleiri
en einn sósíalistískur flokkur vrnni slikt hlutverk,
en skilyrði til þess er auðvitað að um aðalatrið n
sé samkomulag og samstarf á milli flokkanna, þó
þá svo greini á um önnur mál. (Hér verður orðið
„flokkur" notað, en hafa skal þetta i huga).
Forsendurnar og möguleikarn'r fyrir slíku forræði
og forustu verkalýðsins og verklýðsheyfingarinnar,
pólitískrar og faglegrar, eru vissulega miklir eins
og nú er komið i þjóðfélagi voru fyrir baráttu og
sigra á undanförnum áratugum, ef pólitískur þroski
og vilji verkalýðshreyfingarinnar vex í sama hlut-
falli og vald hennar og auður.
Verkalýðshreyfingin er nógu sterk til þess að
sigra atvinnurekendastéttina í verkföllum, — verk-
lýðssamtökin eru orðin ósigrandi afl, — en hún
verður að geta sigrað borgaraflokkana jafn ger-
samlega í kosningum til þess að þeir geti ekki beitt
brögðum verðbólgu og dýrtíðar til að snúa á hana
að verkfallssigri loknum (sbr. 1961-).
Verklýðsstéttin verður að ráða sjálf hinum miklu
eignum sínum: atvinnuleysistryggingasjóðum, sem
nú eru orðnir 2500 miljónir króna, — lifeyris-
sjóðum, sem nú eru 4000 milj. kr. og giskað er á
að verði i lok þessa áratugs 8000 miljónir króna.
Þetta er mesta lausa fjármagnið, sem til er í land-
inu.:l) Með því að ráða þvi og stjórna þvi ein, fær
verkalýðshreyfingin óhemju vald, — annarsvegar til
þess að beita því til hagsbóta fyrir sjálfa sig (hús-
næðislán, bygging orlofsheimila, verklýðs- og menn-
ingarhúsa o. s. frv.) og hinsvegar til að hafa úr-
slitaáhrif á uppbyggingu atvinnulifs undir eigin
áhrifum. En þá verður verkalýðurinn um leið að
setja sér að ná svo sterkum áhrifum í þjóðfélag-
inu að hann geti nokkurnveginn varðveitt gildi
þessara miklu sjóða, en hindri að þeim sé kastað
i braskara, sem afskrifa þá síðan með verðbólgu-
aðferð sinni, svo sem borgaraflokkarnir hafa gert
með lán atvinnurekenda á undanförnum þrem ára-
tugum og munu gera enn hraðar nú, ef verka-
lýðshreyfingin ekki tekur í taumana.
Sá verkalýður, sem orðinn er svona vald hvað
verkföll og fjársjóði snertir, á ekki að sætta sig
við að vera andleg hornreka i þjóðfélaginu, hvað
menningaráhrif snertir. Verklýðshreyfingin, fagleg
og pólitísk, á að verða voldugasti aðili landsins um
blaða- og bókaútgáfu og hverskonar menningar-
starfsemi.
En t:i þess að geta orðið aflið í menningar-
sókn, þarf verklýðshreyfingin að vita hvað hún vill:
eiga sér hugsjón, stefna út fyrir litilsigld gróða-
sjónarmið braskþjóðfélagsins. Slíka hugsjón —
sósíalismann — átti verkalýðurinn í baráttunni fyrir
afnámi fátæktarinnar. Hugsjónaþáttur þeirrar frels-
isbaráttu dróg til sín fremstu skáld og menningar-
frömuði þjóðarnnar. Og þeir juku enn reisn hennar
í krafti listar sinnar og snilli. Jóhannes úr Kötlum,
mesti maðurinn í þessari róttæku skáldakynslóð,
orðaði svo köllun alþjóðar þá:
— ,,Að slá skjaldborg um réttlætið maður við mann,
það er menningin íslenska þjóðl"
Og hann lýsti þvi hverjum hann treysti með
þessum orðum:
.... Þú rauða lið, sem hófst á hæsta stig
hið helga frelsiskall — ég treysti á þig!"
Sósialisminn sem hugsjón framtíðarþjóðfélags
frelsis og jafnréttis þarf að verða sameign verka-
lýðsins.
Þeir þættir i þróuninni þangað, sem nú þarf að
knýja fram, eru m.a.:
1. Vaxandi samstjórn verkalýðs á atvinnulifinu
i skjóli vaxandi pólitiskra valda hans.
87