Réttur


Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 18

Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 18
knúið fram mikið af slíkum endurbótum, allt frá lögskipan hvíldartíma á togurum til 40 stunda vinnuviku, allt frá róttækri löggjöf um húsbyggingar verkamönnum til handa og til allfullkominna al- mannatrygginga. Allar slikar umbætur eru sigrar hugsjóna og stefnumarka verklýðshreyfingarinnar á dýrslegum meginreglum kapitalismans, sem fengu að birtast í allri sinni „dýrð“ í Englandi í upphafi 19. aldar og enn í dag í „þriðja heiminum". Verkalýðurinn má því ekki láta innlima sig andlega eða pólitískt i kerfi auðvaldsskipulagsins, þó honum takist með fórnfrekri baráttu sinni að skera af þvi vissa van- kanta eða skapa sér um ske ð nokkra velgengni, jafnvel útrýma að mestu atvinnuleysi. Eitt sinn varð verkamaðurinn að berjast gegn því að láta „baslið smækka sig“ — og honum tókst það. Nu þarf hann að verjast því að láta velgengnina smækka sig, láta bílinn sinn, ibúðina og sjónvarpið gera sig að einangruðum, samheldni firrtum einstæðing, sem gleymir heildinni, samtökunum pólitisku og faglegu, sem fengið hafa honum þessi gæði í hend- ur. Og framar öllu þarf hann að varast að láta slíka stundarvelgengni gera sig að „feitum þjóni“, sem slökt hefur frelsiseldinn, sem bjó honum i brjósti sem „börðum þræl". Verkalýðurinn hefur orðið vald innan auðvalds- skipulagsins í krafti samheldni sinnar, skilnings síns á þjóðfélaginu og þróun þess, uppreisnarafls síns, og ef hann gleymir þessu, glatar þessum eiginleikum sínum, verður hann aftur sundurlaus hópur einstaklinga, sem borgarastéttin getur leikið með og leik ð á, m.a. með tilbúnum „þörfum", með „hefðartáknum" („statussymbolum"), með „brauði og leikjum", svo notuð séu gamalkunn orð. Og verkalýðurinn þarf ekki aðeins að varðveita þessa eiginleika sina i fullum mæli gagnvart borgarastétt- inni innan auðvaldssk'pulagsins. Þegar hann fyrir sósíalistíska reisn stéttarinnar hefur eitt sinn öðlast þá, verður honum alltaf að vera Ijóst hve dýrmætir þeir eru: Samheldni hins lifandi félagsskapar hans — það er valdið; þekkingin, tökin á marxisman- um sem vísindum verkalýðsins, — það er þroskinn, undirstaða forustuhæfileika hans; — og höfð- ingjadirfskan, uppreisnareðlið, meðvitundin um manngildi sitt, er lét hann rétta úr bognu bak- inu og bjóða máttarvöldum himins og jarðar byrg- inn, — það er tryggingin fyrir þvi að hann bogni aldrei aftur, heldur varðveiti ætíð vissuna um vald -og yf.rburði hins vinnandi manns, hvort sem er gagnvart yfirstétt hins borgaralega þjóðfélags eða eftir valdatöku verkalýðsins gagnvart eigin embætt- ismönnum. Það verður sá verkalýður að muna, er völdin tekur af auðmannastétt og tekur að byggja upp þjóðfélag sitt og sósialismans að það er ekki minni vandi að gæta fengins valds en afla þess, gæta þess út á við og inn á við. En því má alþýðan aldrei gleyma að hver umbót, sem flokkur hennar kreistir fram úr krepptum hnefa auðvaldsins, verður af henni tek n, strax og hið sama auðvald þorir og getur eða kreppa sjálfs auðvaldssk'pulagsins knýr það til árása. Þvi þarf alþýðan ætíð að vera jafnt reiðubúin til varnar sem til sóknar, svo sem íslensk verklýðshreyfing fékk á að kenna 1947 til 1971 sérstaklega. 3. Hlutverk verklýðsflokks á efnahagssviðinu er það, sem öll launastéttin eðlilega á auðveldast með að skilja, fyrst og fremst baráttuna fyrir bættu kaupi. En það þarf verkalýðurinn að gera sér Ijóst að ef slík barátta er háð einvörðungu sem kaup- hækkunarbarátta, — eingöngu „fagleg", — þá er hún unnin fyrir gig: Burgeisastéttin hefur þá ýmsar aðferðir til að eyðileggja ávexti hennar, t.d. verð- bólgu, kaupránslög o. fl. Pólitíska baráttan verður að vera samhliða, ef árangur á að nást. Allt þvarg um að verklýðssamtök geti verið „ópólitisk" er blekking ein, annaðhvort eru þau í stefnu sinni borgaraleg eða sósíalistísk, en hinsvegar eiga þau ekki að gefa neinum flokki lagalega einokun — eins og kratar gerðu við Alþýðusamband ð 1930 —42, — slíkt spillir samheldni stéttarinnar. Samhliða kaupgjaldsbaráttunni er það hinsvegar hið eðlilega hlutverk sósíalistísks verklýðsflokks að afnema eða hindra atvinnuleysi, — eigi aðeins af þvi hver hagsbót full atvinna er verkalýð, held- ur og af hinni ástæðunni: að full atvinna kippir grundvellinum undan einræði atvinnurekenda í efnahagslifinu, ef verkalýðurinn hefur það góða forustu að hann kunni að notfæra sér slíkar að- stæður út í æsar. Það gerði íslenskur verkalýður undir forustu Sósíalistaflokksins 1942 og sýndi þar með í reynd hve dýrmæt marxistisk skilgrein ng og þekking á auðvaldsskipulaginu er verkalýðnum. Með þeirri lífskjarabyltingu var í svipinn grund- vellinum kippt undan faglegu og pólitisku kúgun- arvaldi atvinnurekenda á launasviðinu, siðan lagð- ur grundvöllur að fullkomnara atvinnulifi, tæknilega .90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.