Réttur


Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 17

Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 17
fyr'.r þvi að verndai ákveðið ásigkomulag auðvalds- skipulagsins gegn öðru margfalt verra og hættu- legra. Sósialistar verða að muna að þeir eru alltaf sjálfir að breyta auðvaldsskipulaginu með baráttu sinni, sókn og sigrum. Barátta sósíalistísks verka- lýðs á hinum ýmsu sviðum er hér að verki, á stjórnmálasviðinu, í efnahagsbaráttunni, fyrir um- bótum hverskonar og ekki hvað síst á sviði þjóð- frelsis og sjálfstæðis. Og enginn sósíalisti skyldi vanmeta ne nn þátt þeirrar baráttu, hvort sem hann er þingræðislegur, „faglegur", eða menningarlegur eða háður á enn öðrum vettvangi. Það er vert að muna að Marx sagði svo snemma sem um miðbik 19. aldar, er 10 tima vinnudagur í verksmiðjum var lögfestur fyrir börn undir 10 ára aldri, að þá hefði „hagfræði verkalýðsins unnið sigur yfir hagfræði auðvaldsins/') En vissulega mega sósíalistar heldur ekki missa sjónar á þvi eða vanmeta hina gifurlegu aðlögunarhæfileika borgarastéttarinnar eða áróðurskyngi hennar, t.d. hve fim hún er i að tileinka sér eftir á þær umbæt- ur, sem hún barðist á móti meðan hún mátti en varð að lokum að láta undan alþýðu með. Við skulu lita á nokkur svið þessarar baráttu, bæði til þess að rifja upp að hverjum verkefnum sósíalistískur verkalýður hefur unnið og eins til þess að gera sér Ijóst að ekki dugar að sofna á lárberjunum. 1. Á pólitíska sviðinu hefur verkalýður Islands með aðstoð framsækinna afla, — sem sist voru alltaf þau sömu, — orðið að knýja fram það lýð- ræði, sem burgeisastéttin i orði kveðnu þykist elska svo mjög og vill helst samsama auðvalds- skipulag nu í hugum fólks. Kosningaréttur alþýðu manna, kjördæmaskipan, er veitti jafnrétti, mann- réttindi þeim til handa, er styrkjar nutu af opinberri hálfu fyrir fátæktar sakir: Allt voru þetta baráttu- mál verkalýðs, sem náðust fram i áföngum 1933— 34, 1942 og 1959. — Jafnvel enn eru þessi mann- réttindi í hættu. Það er ekki lengra síðan en i kalda striðinu kringum 1950 að Ihald og Framsókn voru að reyna að semja um það í fullri alvöru að skipta öllu landinu i einmenningskjördæmi (17— 21 einmenningskjördæmi í Reykjavik), til þess að útiloka verklýðsflokkana frá áhrifum á Alþingi. Og til slíkra örþrifaráða gætu slikir flokkar enn gripið, ef þeir væru farnir að óttast um völd sín fyrir alvöru. Þegar hættan af fas smanum vofði yfir hér sem annarsstaðar eftir sigur nasista í Þýskalandi 1933, sýndi það sig best, hver lífsnauðsyn það var sósi- alistískum verkalýð að vernda borgaralegt lýðræði gegn fasisma auðvaldsins. Og það ástand getur vissulega komið upp á ný undir öðru form!, svo sem ástandið i Bandarikjunum (,,lög og regla o. s. frv.) best sannar, svo maður ekki tali um ameríska fasismann i Chile. Og það má verklýðshreyfingin muna að láti hún einu sinn: i andvaraleysi fasisma auðvaldsins sigra, þá veit enginn nær honum verð- ur aftur hnekkt. Langlifi fasisma Francos á Spáni sannar það best. Og heimsstyrjöld verður vart háð á ný 11 þess að hnekkja honum sem forðum. Þess- vegna má verkalýðurinn og allir raunverulegir lýð- ræðissinnar aldrei gleyma lærdómnum af barátt- unni gegn fasismanum og hinni víðfeðma samfylk- ingu gegn honum. Auðvald hræsnar alltaf fyr.'r lýð- ræðinu, en styður og styrkir fasisma, hvenær sem það má og þorir. Það sýnir breska og bandaríska stjórnin best með stuðningi sínum við Spán og Grikkland, Suður-Afríku og Brasilíu, og skýrasta dæmið er nýlegt valdarán fasistanna í Chile, fram- kvæmt að undirlagi Bandarikjanna. Það er verkalýðsins að berjast fyrir lýðræði, jafnt i stjórnmála- sem atvinnulifi, og fullkomna það lýðræði í sinu sósialistíska þjóðfélagi, þegar hann kemst til valda. Lenin reit um það hlutverk þessi orð 1916: „Það væri mikil villa að halda að baráttan fyrir lýðræði gæti beint verkalýðnum burtu frá sósialistisku byltingunni og sett byltinguna til hliðar, falið hana eða þviumlikt. Þvert á móti: svo sem sá sigursæli sósialismi, sem ekki framkvæmir fullkomið lýðræði, er ómögulegur, eins getur sá verkalýður, sem ekki heyr i öllu tilliti afdráttarlausa byltingarsinnaða baráttu fyrir lýðræðinu, ekki búið sig undir sigur yfir burgeisastéttinni." 2. Það er hlutverk verkalýðsflokks að berjast innan auðvaldsskipulagsins fyrir almennum umbótum verkalýðnum til handa eigi siður en beinum mann- réttindum. Flokkar verkalýðsins á Islandi, allt frá gamla Alþýðuflokknum til Alþýðubandalagsins, — og alveg sérstaklega Sósialistaflokkurinn, — hafa 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.