Réttur


Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 8

Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 8
taka á eftirminnilegan hátt 1942, það býr nú í Alþýðubandalaginu. Þetta afl Alþýðubandalagsins byggist á tengslum þess við verkalýðssamtökin og vib róttæka menntamenn. Styrkur Sósíalista- flokksins og Alþýðubandalagsins lá og liggur í þeirri staðreynd, að þessir flokkar áttu og eiga sér enga aðra hagsmuni en hagsmuni hins vinnandi fjölda í landinu, alþýðu Is- lands. Stefnumið Alþýðubandalagsins eins og Sósíalistaflokksins, eru sósíalskir búskap- arhættir við íslenskar aðstœður og baráttu- aðferðir flokksins miðast við að samhœfa faglega baráttu verklýðsfélaganna hinni póli- tísku baráttu sinni með heildarhagsmunina, bæði í lengd og bráð fyrir augum. Af því að Alþýðubandalagið er trútt þessum stefnu- miðum sinum nýtur það stuðnings hugsandi manna, sem gera það að því pólitíska afli sem að framan er lýst. Sótt hefur verið að þessu baráttutæki úr öllum áttum og innan vébanda þess hafa ó- róaseggir brýnt kutana. Þjóðvarnarflokkur, I listinn, Samtök frjálslyndra og vinstri mann, Fylkingin og Kommúnistasamtökin, allir þessir aðilar og nokkrir ónefndir hafa viljað splundra Sósíalistaflokknum og Al- þýðubandalaginu og eyða þvi pólitíska afli, sem íslenskir sósíalistar hafa skapað síðustu áratugina. Hverri atlögu hefur verið hrundið og árásaraðilarnir eru tvístraðir út um holt og móa á hinum pólitíska víðavangi. Nú stend- ur Alþýðubandalagið í sinni sterkustu stöðu, bæði hvað innviði og kjörfylgi snertir, og því eru nú engin aukahlutverk œtluð í ís- lenskum stjórnmálum. III. Hvað verður nú um stjórnarmyndun, þeg- ar kosningaúrslitin liggja fyrir? Vitað er, að 80 ekki lesa allir eins úr kosningatölum en fram hjá því skilyrði verður ekki farið, að sú stjórn, sem ætti að takast á við vandamál ís- lensks þjóðlífs nú, verður að hafa fullkomið vald á báðum þingdeildum. Hugsanlegt er, að mynduð verði minnihluta stjórn eða utan- þings stjórn eða jafnvel efnt til þriðju kosn- inganna á þessu ári, en þó er mjög ósenni- legt að til þess komi, og alls ekki fyrr en eftir árangurslausar en alvarlegar tilraunir til myndunar meirihlutastjórnar í hvora áttina sem hún verður. Ekki er hægt í tímaritsgrein að ræða um hvernig til muni takast, þó vil ég að lokum bera hér nokkrar hugmyndir fram, sem mér finnst skipta höfuðmáli. Sjálfstæðisflokkurinn, þótt hann hafi rúm 42% atkvæða, getur ekki myndað aftur- haldsstjórn nema hann nái til hægri afla Framsóknarflokksins, sem beygi þann flokk inn í helmingaskiptastjórn þessara flokka, þar sem allt snýr aftur sem í vinstri stjórninni snéri fram. Þetta á Sjálfstæðisflokknum ekki að takast, þar sem það í fyrsta lagi færi að mínu viti þvert á niðurstöður kosninganna og í öðru lagi gert í blóra við meginþorra fylgj- enda Framsóknarflokksins. Eg þarf ekki að lýsa því, hvert yrði meginmarkmið slíkrar ríkisstjórnar, svo augljóst sem það er. En menn skulu vita það, að þetta getur gerst enda þótt það þyki ólíklegt á fyrstu vikunum eftir kosningar. Það er allt komið undir þeim, sem pólitískan vörð eiga að standa um hagsmuni vinnandi fólks í land- inu og þá á ég fyrst og fremst við Alþýðu- bandalagið, vinstri menn í Alþýðuflokknum og vinstri menn í Framsóknarflokknum. Slíkri ríkisstjórn verða þeir að forða, og geta. Mönnum hættir til að lesa úr kosningaúr- slitunum aðeins tölurnar 30 : 30 og ímynda sér að þær fylkingar sem að baki þessum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.