Réttur


Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 24

Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 24
ington njóta stuðnings einvaldsríkjanna Frakklands og Spánar i uppreisn sinni og frelsisstríði gegn Englendingum. Og jafnvel Bjarni Benediktsson var ósmeykur að treysta á aðstoð Sovétríkjanna í við- skiptastríði við England 1953). En borgaralegir þjóðfrelsissinnar eru nú ekki til sem fjöldafyrir- brigði á íslandi. Því verða það sósíalistar, sem hafa í senn forustu í þjóðfrelsisbaráttunni gegn er- lendu auð- og her-valdi og fyrir sigri alþýðu og sósíalisma heima fyrir. Hið sósíalistíska valdakerfi í heiminum, — Sov- étríkin, Kína, alþýðulýðveldin — er það eina, sem sósíalistísk smáríki geta treyst á og verða að treysta á í baráttunni við stórveldi imperíalismans, — það sannaði Vietnam best. Og það er hægt að treysta þeim. Og af hverju, þrátt fyrir ágalla, sem eðlilega er mikið gert úr af fjölmiðlum auðvaldsins? Það er hægt að treysta þeim, vegna þess að undirstaða þjóðfélaganna er sósíalistísk, þó mörgu sé ábótavant í yfirbyggingunni. Fólk þeirra og for- ingjar eru alin upp í marxisma og sósíalistískri alþjóðahyggju. Arfleifð þeirra öll er þrungin hug- sjón sósíalismans og fyrir sósialismann hafa þau fært ægilegar fórnir og unnið framúrskarandi hetju- verk. Hugmyndakerfi sósialismans er runnið þorra þessara þjóða í merg og bein. Og — það, sem er stærsta atriðið í þvi sem hér er um að ræða: Þótt sósíalismi þessara þjóða sé ófullkominn á ýmsum sviðum, sem við vegna okkar arfleifðar leggjum afarmikla áherslu á, en þær vegna þeirra arfleifða og aðstæðna meta minna, — þá er hann vald, ósigrandi vald — og vald er það eina, sem auðmannastéttir heims virða, meta mikils og taka fullt tillit til. Ef það hefði verið fullkominn sósíalismi t.d. í Sovétríkjunum, — með öllu því frelsi og lýðræði, sem vér myndum óska, — en þau væru ekki það mikla vald, sem þau eru, — þá væri ameríska auðvaldið og Nato þess löngu búin að slá hann niður með hernaðarinnrás, því fordæmi hans hefði þá verið miklu hættulegra valdi auðmanna í öðr- um löndum en nokkurt hervald Sovétrikjanna gæti verið. Vald sósíalistísku rikjanna er það, sem setur hömlur á ella skefjalausan yfirgang imperíal st- anna. I skjóli þess valds lifir Kúba. En hve tæpt það er fyrir aiþýðustjórn að fá samt að þróast i friði sýnir Chile. Sósíalistisk alþýða íslands verður því að geta horft raunsætt á þessi ríki sem hugsanlegan bak- hjall í frelsisbaráttu s.nni, ef í nauðir ræki, þrátt fyrir innbyrðis sundrung þeirra, þrátt fyrir misnotk- un valds (málaferlin illu og innrásin i Tékkósló- vakíu 1968), þrátt fyrir alla þá sorgleiki, sem sósí- alism nn hefur orðið að þola á sigurbraut sinni af sigurvegurunum sjálfum. Sósíalistísk alþjóðahyggja er, — þrátt fyrir aila þá misnotkun, sem hún hefur orðið fyrir í orði og verki, — það afl, sem alþýða allra landa, Islands lika, verður að treysta á, ef auðvaldsriki reyna að brjóta hana á bak aftur með viðskiptastríði. ★ En sósialisminn er meira en vald verkalýðsins i þjóðfélaginu og frelsi hans til að ráða efnahags- legum örlögum sínum sjálfur. Það þjóðfélag, sem útrýmt hefur fátækt, leyst öll „efnahagsmál", tryggt hverri fjölskyldu sína öruggu ibúð og aðra slika aðstöðu, getur — svo himinhátt sem það stendur yfir fátækt og böli alþýðunnar i auðvalds- skipulaginu, — verið andlega ömurlega fátækt, ef ekki kemur 11 nýr „andlegur" kraftur: róttækt endurmat allra þeirra gilda, sem stéttaþjóðfélagið ól á. Sú unga kynslóð, sem upp vex nú, mestmegnis án áhyggju af forna fátæktarbaslinu, sýnir þegar á sinn máta viðleitni til nýs gildismats m.a. hafa „finheitin" öll, sem áður þóttu svo eftirsóknarverð, orðið að víkja, — að vísu stundum fyrir tötrum, sem auðvaldið einnig hefur lag á að græða á! En almennt er uppre.sn gegn öllum borgaralegum viðhorfum einkennið á æsku nútímans. Sósíalismi Vesturlanda á bara eftir að sýna sig færan um að marka þeirri uppreisn hinn rétta og breiða far- veg. Án þess að fara frekar út í þá sálma hér, þá er hinsvegar greinilegt að nú ryður sér til rúms: nýtt mat á umhverfinu, lika í sambandi við mengunina, — ný afstaða til mannanna innbyrðis, firringin fer að víkja fyrir mannlegri samúð, — nýtt mat á af- stöðu karls og konu, fyrst og fremst um frelsi og jafnrétti konunnar, m.a. þannig að hún sé ei frekar eign hins aðilans en karlmaðurinn — og þannig mætti lengi telja fyrirbrigði, sem í eðli sinu eru uppreisn gegn gróðaviðmiðun kapítalismans, sem gert hefur stórborgir jarðar að ófreskjum, stóriðj- una á vissum sviðum að eiturbyrlun o. s. frv. Allt þetta verða viðfangsefni i þeirri nýsköpun 96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.