Réttur


Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 25

Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 25
sósíalismans, sem nú hlýtur að fara fram, og upp- reisn háskólaæskunnar ekki síst kallar á. Sumir munu segja að hér sé aðeins um „hug- sjón" að ræða, „draumaríki", sem engan rétt eigi á sér á raunhyggjutímum sem vorum. Sú stétt, sú þjóð, sem ekki á sér „draum", er dauðadæmd, ef ekki til líkamlegs, þá andlegs dauða. Það er einmitt hugsjón sósíalismans, draumurinn um framtiðarrikið „þar sannleiki rikir og jöfnuður býr", sem skapar alþýðunni þá reisn og veitir henni þann kjark, sem hún þarf til að rísa upp og sigra. Það er þessi hugsjón — þá í formi rúss- nesku byltingarinnar — sem St. G. býður vel- komna til að vinna vist hlutverk: „múginn vorn að máttkva stækka". Það er og þessi hugsjón, sem gefur bestu leiðtogum alþýðu kraftinn til að stand- ast erfiðustu raunirnar, stækkar þá upp yfir með- almennskuna. Án draumsins voru Marx, Engels og Lenín heldur ekki það sem þeir voru. Og þessi draumur slíkra manna er um leið besta tryggingin gegn því að þeir spillist af völdunum, þá sigurinn er unninn og sköpun hins sósíalistíska mannfélags hefst. Ef verkalýðurinn er ekki sjálfur gagnsýrður af þessari hugsjón og þar af leiðandi gæddur því stolti, sigurvissu og kjarki, sem hún áskapar hon- um, þá er meira að segja hægt að nota hana á móti honum, hræða hann á valdatöku hans sjálfs, eins og Lloyd George, sá slóttugi stjórnmálamað- ur, gerði eitt sinn við breska ve-.'klýðsleiðtoga.5) Það er ofur eðlilegt að sú auðmannastétt, sem ekki getur lengur svelt verkalýðinn og neyðist til að láta undan kaupkröfum hans í verkföllum, óski þess að fá sér einskonar andlegan alikálf, sem aldrei hugsi hærra, — m. ö. o. feitan þjón fyrst þrællinn ei unir því að vera barinn, en um fram allt ekki hinn hugumstóra, sjálfstæða, sósíalistíska verkamann. Kapitalismi heimsins kallar i æ ríkara mæli á lausnina úr hinum ýmsu kreppum sinum, sem að- eins hugsjónarik, sósíalistísk verklýðshreyfing ræð- ur við. Sósialisminn á Islandi mun að því leyti e:ga hægara með lausn ýmissa vandamála af þvi tagi sem auðvaldsþróunin hefur vonandi hvorki náð að spilla náttúrunni né mönnunum hér he'ma eins mikið og víða annarsstaðar, er valdataka verka- lýðsins fer fram. En það verður ekki verkefni okkar af eldri kynslóðinni, sem einbeitt hefur kröftunum að lausn nni á böli fátæktarinnar, sem auðvaldsskipulagið olli, að leggja á ráðin um lausn þessara og fleiri slikra vandamála. En einu er rétt og nauðsynlegt að vara við: Þegar verkalýðurinn og flokkur hans er orðinn fastur í sessi sem forusta í þjóðfélaginu og sósíal- isminn hin rikjandi stefna, munu flykkjast til hans fjöldi af duglegum og hæfum já-mönnum og klifur- dýrum (karrieristum), sem einskis láta ófreistað til að ná sem mestum frama, — og þá móta fórnir og erfið barátta ekki lengur hið eðlilega mannval flokksins. Slík kffurdýr munu jafnvel birtast i gervi hinna „róttækustu", ofstæki og einangrunarstefna í sósialisma mun oft eiga þar sína forsvara. Slika þarf að varast og ekki bara þá sem gera slikt af framahvötum einum. Þvi miður geta heittrúaðir of- stækismenn, þótt hugsjónamenn og siðferðilega hreinhjartaðir séu, oft unnið flokknum og verk- lýðshreyfingunni meira tjón en launaðir erindrekar auðvalds, ef engar hömlur eru lagðar á heift þeirra. En þessi hætta má ekki blinda sósíalista fyrir þvi hver nauðsyn er að gera það ríkisvald, sem alþýðan byggir upp: sterkt, fært og trútt hugsjónum og hagsmunum alþýðu. Ætla má að all maðk- smogið verði hið gamla rikisvald borgarastéttar- innar orðið, er að umskiptunum kemur. Alþýðan þarf þvi margs að gæta, m.a. þess að láta ekki myndast fasta embættismannastétt, aðskilda frá alþýðu og upphafna yfir hana, heldur tengja sjálfa starfsemi alþýðusamtakanna við það, sem nú eru kölluð „embættis“-verk, svo sem frekast má verða. Framar öllu þarf að koma í veg fyrir að flokkur- inn, þótt hann hafi forustuna um rikisvaldið og beit- ingu þess, verði sjálfur metorða- og valda-stiginn i kerfinu í stað þess að vera áfram fyrst og fremst leiðtogi fólksins til betra og fegurra, — ekki að- eins réttlátara og öruggara — lifs, — og verði ætíð vörður alþýðu gagnvart rikisvaldi hennar sjálfrar og hugsanlegri misbeitingu þess. ☆ O ☆ Þau meginverkefni þrjú, sem hér eru rædd — vissulega af vanefnum og handahófi, en góðum vilja, þarf öll að sjá i einu. Það þarf að vinna án þess að missa sjónar á nokkru þeirra. Ef við missum sjónar á höfuðverkefninu, sjálfri myndun hns sósialistíska þjóðfélags, mótað af okkar aðstæðum og erfðum, þá getur allt hitt verið unnið fyrir gíg. Það er aðeins sósialisminn, sem tryggir endanlega allar þær umbætur og réttindi, 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.