Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 6
— 1971 11.020 — 10,5 —
— 1974 10.345 — 9,1 —
Þetta er mjög ískyggileg þróun hjá Al-
þýðuflokknum, en hann er nú kominn niður
í það kjörfylgi, sem Samtök frjálslyndra og
vinstri manna komust upp í árið 1971, þegar
þau fyrst buðu fram.
I alþingiskosningunum 1956 nutu Alþýðu-
flokkurinn og Alþýðubandalagið svipaðs
fylgis . Alþýðuflokkurinn fékk þá 15.152
atkvæði og Alþýðubandalagið fékk 15.859
atkvæði. Nú hefur Alþýðuflokurinn tapað
5000 atkvæðum síðan þá en Alþýðubanda-
lagið unnið 5000 atkvæði.
Kosningaúrslitin nú urðu reiðarslag fyrir
Samtök frjálslyndra og vinstri manna þrátt
fyrir stuðning M.öðruvallahreyfingarinnar. I
kosningunum 1971 náðu Samtökin 8,9%
kjörfylgi og 5 þingmenn út á 9-395 atkvæði.
Þá var Bjarni Guðnason meðferðis og Sam-
tökunum ætlað að sameina alla vinstri menn.
I kosningunum nú misstu Samtökin helming
þessa atkvæðamagns og fengu aðeins 5.245
atkvæði eða 4,6% greiddra atkvæða. Þetta
er svipaður ferill og hjá Þjóðvarnarflokknum
á árunum 1956 og 1959-
Astæðurnar liggja í augum uppi. Þennan
flokk stofnuðu þeir utan um sig, þeir Hanni-
bal Valdimarsson og Björn Jónsson, sem báð-
ir höfðu yfirgefið Alþýðubandalagið í kosn-
ingum 1967 með I-lista framboðum sínum.
Þessir forustumenn reyndu að hasla flokkn-
um völl hægra megin við Alþýðubandalagið
og vinstra megin við Alþýðuflokkinn en í
því hengiflugi eru fótsyllur fáar, svo sem
dæmin sanna. Eins og þessir forustumenn
báðir fóru í víking gegn eigin flokki, Al-
þýðubandalaginu 1967, fóru þeir báðir í
víking gegn Samtökunum 1974 á framboðs-
lista Alþýðuflokksins og til baráttu fyrir
hann með hrapallegum árangri. Með þessu
afli verða vinstri menn ekki sameinaðir á
Islandi.
Framsóknarflokkurinn má vel una kosn-
ingaúrslitunum 1974. Kjörfylgi flokksins er
um fjórðungur atkvæðisbærra manna og hef-
ur hann mjög svipaða stöðu og hann fékk
1971. Atkvæðaaukning hans vegur þó ekki
upp fjölgun kjósenda, svo að hlutfall flokks-
ins lækkar lítið eitt svo sem hér segir:
Árið 1971 26.645 atkv. 25,3%
— 1974 28.381 — 24,9 —
Yfirleitt var Framsóknarflokknum spáð
tapi en hann hélt 17 þingmönnum sínum
(sem að vísu eru 28,3% af þingmönnum
öllum) og enginn þeirra virtist vera í teljandi
hætm. Möðruvellingar höfðu um langan
tíma verið með uppsteit og vinstri framsókn-
armenn af yngri kynslóðinni lém ófriðlega.
Fyrir þá sem utan Framsóknarflokksins
standa voru þessar ýfingar með mönnum þar
teikn og sannindamerki um óánægju flokks-
manna með hægri tilhneigingar hjá flokks-
forusmnni og undanslátt forustunnar fyrir
svæsnum hægri öflum innan flokksins. En
oddamenn þessarar óánægju innan Fram-
sóknarflokksins reiknuðu skakkt, eða vom
of bráðlátir, er þeir á seinusm smndu, fyrir
kosningar sögðu sig úr lögum við Fram-
sókn og skrifuðu upp á víxil Samtakanna,
því að fáir framsóknarmenn fylgdu þeim á
þá feigðarslóð. Vinstri menn í Framsókn-
flokknum, sem ekki sögðu skilið við hann
í þessum kosningum, lém hins vegar fram-
bjóðendur flokksins vita það skýrt og af-
dráttarlaust, að illa fari fyrir Framsóknar-
flokknum, ef hann nú að loknum þessum
kosningum gengi á mála hjá Sjálfstæðis-
flokknum.
Elcki verður annað sagt en að Olafi Jó-
hannessyni, hafi tekist að koma flokki sín-
um heilum að Iandi, þótt kjörfylgið 1971
78