Réttur


Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 55

Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 55
Kalda stríðið, sem Bandaríkin hófu, er sett í algleyming. Inngangan í Atlantshafsbanda- lagið er knúin fram undir fölsku yfirskyni, til þess að Bandaríkin fái hér herstöðvar tveim árum síðar. Lygaáróðrinum til að festa þær hefur ekki linnt síðan. ☆ o ☆ Hætmlegra öllu hernámi lands og efna- hagslegri yfirdrottnun varð sú kerfisbundna forheimskvun og afmönnun þjóðar, er fjöl- miðlar afturhaldsins síðan hafa rekið hátt í þrjá áratugi. Valdaklíka blóðidrifinna herfor- ingja og samviskulausra auðhringa Banda- ríkjanna er fegruð í voldugustu fjölmiðlum lands sem bjargvættur frelsis og fyrirmynd lýðræðis. Þegar þessi valdaklíka heimtar, jafnvel hótar, fremja íslenskir valdamenn lögbrot og stjórnarskrárbrot til að þóknast henni og svínbeygja síðan þægt lið sitt á Al- þingi til að leggja blessun sína yfir drýgðan ósómann. Fleiri og fleiri fylgjendur aftur- haldsins forherðast og blindast. Vietnam- morð og Watergateglæpir hætta að hrína á þeim. Hver glæpur, sem amerískt auðvald drýgir verður góðverk í augum þessa fólks. Ef valdaklíku herforingja og auðmanna hent- aði að koma á fasisma á morgun, myndi Morgunblaðið og blindaðir fylgjendur þess fagna honum sem nasisma Hitlers forðum og jafnvel kalla hann , ,sigur lýðræðisins" sem í Chile. Þannig er stefnt að því og unnið öllum árum af voldugustu fjölmiðlum að umhverfa íslenskri þjóð, að gera smátt og smátt hina stoltu, þrjósku þjóð vora að þægum, auð- sveipum umskiptingi. Þetta ferli er samsvar- andi því, sem Halldór Laxnes dró upp mynd af — þjóðinni til aðvörunar, í „Silfurtungl- inu," þegar Lóa, söngvari vögguvísunnar, ímynd fjallkonunnar, umhverfist í „Konuna með stóra samninginn, konuna, sem liggur með drottni apanna." Með öllu þessu er verið að framkvæma þá langtíma-áætlun bandarísku herstjórnarinnar að leggja þjóðina hægt og bítandi undir bandarísk áhrif, til að geta svo síðar meir, er á reyndi, látið hana afhenda land sitt sem her- stöðvar fyrir Bandaríkin og — ef til stríðs kæmi — fórna sjálfri sér sem augnablikshlífi- skildi fyrir þau. Það þurfti að deyfa hana hægt og hægt, eyða hjá þorra hennar öllu þjóðarstolti, tilfinningunni fyrir sjálfstæði, blinda menn svo að lokum að þeir bæðu sjálfir herstjórn Bandaríkjanna um að setja á þjóðina helgrímu herstöðvanna í nafni sjálfstæðis og frelsis. Lýðræðið og vernd þess var notað sem yfirvarp til þess að villa hugi fólksins, eins og iúterskan forðum var yfirvarpið til þess að klófesta kirkjujarðir Islands handa konungi Dana. Herseta Bandaríkjanna á íslandi stóð aldrei né stendur í neinu sambandi við vörn Islands eða vöm lýðrœðis, hún var og er einvörðungu hernaðarleg ráðstöfun bandaríska herráðsins, út frá hagsmunum og hugmyndum Banda- ríkjastjórnar um aðstöðu og áhrif hennar í heiminum, án tillits til þess hvort þar er lýðrœðisleg stjórn eða einrceði, hvort til er Nato eða ekki. I tasp 30 ár hefur stór hluti íslensku þjóð- arinnar, eins og miljónir annara manna, verið blekktur og hafður að ginningarfífli með ó- svífnasta áróðri, er þekkst hefur, orðið að bráð þeirri blekkingarherferð, er bandarískir auðhringir hrundu af stað til þess að tryggja sér ofsagróða hergagnaframleiðslunnar og drottnun yfir sem mestu af auðlindum heims og bandarískir herforingjar hertu á eftir mcetti, til þess að tryggja sér völd og met- orð. Og með þessari geigvænlegustu og gróðamestu blekkingu veraldarsögunnar hef- 127
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.