Réttur


Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 42

Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 42
þá var Churchill að reyna að milda með yfir- lýsingunni um að breski herinn yrði kyrr og að hann hefði ekkert getað ráðið við íslensku ríkisstjórninaf!) Churchill þekkir sína." Verslun engilsaxnesku stórveldanna með skiptimyntina Island var lokið. Eyjan hvíta var afhent úr bresku yfirráðasvæði inn á bandarískt í samræmi við breytt valdahlut- föll. Eftir var aðeins að ummynda þjóðina í bræðslupotti hnappasmiðsins,"' láta hana af- klæðast persónuleika sínum, glata þjóðlegri sjálfstæðistilfinningu og metnaði, jafnvel snúa faðirvori frelsisbaráttunnar upp á sjálf- an fjandann, er klófesti hana, — bræða hana svo í áróðurspotti auðvaldsþjóna, að hún færi að hugsa sjálf sem skiptimynt — m. ö. o. ekkert: léti framleiða hugsanir fyrir sig í hugsanaverksmiðju auðvaldsins — eða með öðrum „andlegri" orðum: eftir var að brjóta niður það, sem til var af reisn í íslenskum borgaraflokkum og setja lágkúru undirgefn- innar undir erlent vald í staðinn. íslensk þjóð skyldi vanin á að una amerískum herstöðvum í landi sínu næstu 99 á.r svo sem hinum bresku nýlendum í Vesturheimi hafði verið áskapað árinu áður. Það gat þó þvælst fyrir að fulkomna þetta verk. Lundúnablaðið „Times" reit þessa dag- ana í ritstjórnargrein, man ég, að ef til vill fengju Bandaríkin sig fullsödd á því að fást við þessa íslendinga, þeir hefðu svo furðu- legar hugmyndir um frelsi sitt og væru f jand- anum þrjóskari. ☆ o ☆ Þá var eftir lokaþáttur „viðskiptanna" heima á íslandi, — á Alþingi 9- júlí. Sósíalistaflokkurinn stóð einn á móti hinu nýja hernámi og Brynjólfur Bjarnason, sem talaði fyrir hans hönd, benti m.a. á að það væri ólöglegt þing og ólögleg ríkisstjórn, sem gerði þennan samning, sem því væri líka ólöglegur. (Umboð þingmanna var til fjögra ára frá 20. júní 1937 og rann því út 20. júní 1941). Formenn stærstu flokkanna, þeir Hermann Jónasson og Olafur Thors, undirstrikuðu báðir, að þessi samningur breytti engu um hlutleysisstefnu íslands. Það er rétt, ekki síst með tilliti til þess hvernig Sjálfstæðisflokkurinn síðan hefur þróast að vitna hér í kafla úr ræðu Olafs Thors. Er hann hefur rætt um það að ríkis- stjórnin hafi mótmælt hernámi Breta en nú fallist á „hervernd" Bandaríkjanna, segir hann orðrétt — og það dylst ekki athugulum lesanda hvað að baki orðanna liggur: nauð- ungin, sem beitt var —: (Leturbr. mínar). „Eg viðnrkenni að hér er um veigamikinn mun að rceða, en ég neita því að með þessu hafi lsland hrotið í bág við yfirlýsta stefnu sína um ævarandi hlutleysi."íu) „Hv. alþm. spyrja hver nauður hafi rekið ríkisstjórnina til þessara aðgerða? Eg bið menn að gæta þess, að sú ríkis- stjórn, sem þessa ákvörðun tók, var ríkisstjórn hins hemtimda lslands." . . . „Það liggur ótvírætt og Ijóst fyrir í þessu máli: 1) að ríkisstjórn Stóra Bretlands lagði hina ríkustu áherslu á það, að íslendingar fullnægðu þeim skilyrðum, sem forseti Bandaríkjanna setti fyrir því að taka að sér hervarnir íslands; 2) að forseti Bandaríkjanna var eigi að- eins reiðubúinn að taka að sér þessar varnir, heldur og æskti hann þess eindregið, ef það gat orðið með frjálsu samkomulagi við ís- lendinga, 3) að Island var á áhrifasvæði þessara tveggja heimsvelda, er ein geta tryggt Islandi sölumarkað íslenskrar útflutningsvöru og út- vegun lifsnauðsynja þjóðarinnar til fæðis, klæðis og skæða, og sem nú vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar í þessu máli hafa skuld- 114
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.