Réttur


Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 44

Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 44
Auðhringarnir amerísku stórgræddu á stríðinu og græðgi þeirra óx við hvern bita, er þeir gleypm. Nú hafði Roosevelt og bestu ráðherrar hans bjargað amerísku auðvaldi úr heimskreppunni og skapað því stórfeng- lega valdaaðstöðu í heiminum. Nú var tími til kominn að losna við áhrif Roosevelts og „New Deal"-stefnu hans og setja bein verk- færi stórlaxa auðsins í staðinn. Á flokksþingi demokrata í Chicago í júlí 1944 vildi Roosevelt fá hinn róttæka Henry Wallace fyrir varaforseta — og þar með for- seta eftir sig, því heilsu Roosevelts var þá farið að hnigna. En auðmannaklíkan í Wall- street knúði það fram að hennar maður, Truman, var setmr varaforseti. — I nóvem- ber er hinn heiðarlegi utanríkisráðherra Cordell Hull látinn hætta og Edward Stett- inius, forseti stálhrings Morgans (United States Steel Corporation) látinn taka við. I sept. 1944 hafði Knox flotamálaráðherra dáið — og Wallstreet-maður, Forrestal, komið í staðinn, tengdur Dillon, Read & Co., fjármálafyrirtæki því, sem útvegað hafði milljónir dollara til endurhervæðingar Þýska- lands. Stimson, hermálaráðherra Roosevelts, hætti í sept. 1945 og þá tók fyrst R. P. Patterson við, maður Trumans, en 1947 tók svo Forrestal við því embætti. Og þannig var haldið áfram. Auðmannaklíkan ameríska ætlaði ekki að eiga neitt á hætm að frjáls- lyndir menn með einhverjar hugsjónir sæm í valdastólum, er sigurinn nálgaðist. Nú skyldi kné fylgja kviði og veröldin verða undirorpin amerísku auðvaldi og 20. öldin verða „öld Ameríku". Og Roosevelt deyr 13. apríl 1945 á réttum tíma fyrir auðhringi Ameríku til þess að þeir gæm byrjað fyrir alvöru á að reyna að beygja gervalt mann- kyn undir yfirdrottnun Bandaríkjanna: Truman, forseti af náð Wall Street, frem- ur eitt af svívirðilegusm hryðjuverkum sög- unnar með því að láta varpa atomsprengj- unni á Hiroshima og Nagasaki í ágústbyrjun 1945, til þess að ógna með þeim skjótvirku múgmorðsvopnum öðmm þjóðum — og segja þeim að þeim sé best að beygja sig í duftið fyrir því valdi ,sem eitt saman eigi kjarnorkuvopn. „Foreign Affairs", tilkynnir í árslok 1945: „Bandaríkin eiga að reyna að ná herstöðvum, sem geri þeim fœrt að hafa tök á („control") gamla heiminum". Og í sama blaði segir: „Herstöðvar fyrir Bandaríkin á Grænlandi og Islandi eru mikilvægari en bandalög við Bretland og Sovétríkin." Það höfðu verið settar upp 434 banda- rískar herstöðvar víða um heim meðan á stríðinu stóð. Samkvæmt Atlantshafsyfirlýs- ingunni og ákvörðun ráðstefnunnar í Moskvu 1943 átti að sleppa þeim að stríði loknu. En 9. ágúst 1945 tilkynnti Truman að þeim yrði öllum haldið og nýjum bætt við — og auðvitað átti það í orði kveðnu allt að vera til varnar amerískum hagsmunum! A árinu 1946 verja Bandaríkin 70% af útgjöldum sínum til hersins, — á friðarári! Það er m. ö. orðum allt sett í gang til að tryggja Bandaríkjunum heimsyfirráð. Banda- menn þeirra, fyrst og fremst Sovétríkin, komu flakandi í sárum út úr stríðinu, og öll efna- hagslega rúin, — en auðvald Bandaríkjanna hafði grætt á styrjöldinni sem aldrei fyrr og hugði nú gott til glóðarinnar að sölsa undir sig herstöðvar, lönd og gróðalindir um víða veröld. Víkjum nú sögunni heim til Islands. ☆ o ☆ Heima á Fróni hefja nú öfl þau aðgerðir sínar, sem vinna að innlimun Islands í ameríska heimsveldið á einn eða annan hátt: koma Islandi undir efnahagslega yfirdrottn- 116
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.