Réttur


Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 13

Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 13
þjóðleg hreyfing sósíalismans oft gert hrapalegar skissur. Hér er því ekki um tilraun til almennrar kenningar á þessu sviði að ræða, heldur aðeins um nokkurt framlag til glöggvunar á stjórnlist sósial- istísks verkalýðs á Islandi, bundið við stað og tíma og þróunarskeið það, er við lifum á. Ekki verður rætt um uppbyggingu sósíalistísks flokks, skipulag lians né einstök stefnumál eða bardagaaðferð, svo nauðsynleg umræðumál sem þau öll eru, heldur aðeins höfuðhlutverk eða stjórnlist hans. I. Fyrsta verkefni sósialistisks flokks er að vekja verkalýð nn og allar vinnandi stéttir til meðvitundar um mátt sinn, um vald sitt í þjóðfélaginu og þar með um hlutverk sitt og hugsjón sína. Það er verk- efni sósíalista að flytja vinnandi stéttunum boð- skapinn um samheldni þeirra og samhjálp, hvernig þær skuli standa saman i lífsbaráttunni: einn fyrir alla, allir fyrir einn, — og breyta verkalýðn- um þannig úr sundurlausum og sundruðum hópi e nstaklinga i sterka, samheldna stétt. Með þessu vakningar- og einingarstarfi fyrst og fremst vinna sósíalistar og flokkur þeirra traust verkalýðsins svo og með því að sýna i sjálfri stéttabaráttunni trúmennsku við hag h;ns vinnandi fólks og hugsjón- ir þess og góða raunhæfa forustu í reynd við hinar ólíkustu aðstæður. Þróun þessarar samhjálpar stuðlar um leið að þvi að viðhalda og efla manngildismatið sem siðferði- legan grundvöll verklýðshreyfingarinnar, vernda það manngildi, sem var og verður lífsskilyrði allrar reisnar mannlegs samfélags. En auðvaldsskipulagið grefur undan þessu manngildi með þvi að gagnsýra menn'.na mati peningagildisins og er þannig að leysa upp mannlegt samfélag og litillækka það — og getur tortímt því, ef völdin verða ei tekin af auðvaldinu í tíma. Manngildismat verklýðshreyfing- arinnar er þvi um leið skilyrðið fyrir siðferðilegum yfirburðum hennar yfir auðvaldsskipulagið.1 Sósíalistar þurfa að leggja rika áherslu á að þróa samtimis samheldn nni sjálfstæðistilfinningu hvers verkamanns, helst að fá hvern einstakling stéttarinnar, eða a.m.k. sem flesta til að finna sig ábyrga fyrr stéttinni, geta verið í forsvari fyrir hana m. a. á vinnustöðvum. finna til sín sem hins sterkara gagnvart atvinnurekendum, — hins sterk- ara i krafti þess að það er verkamaðurinn, sem skapar auðinn, og að það er verkalýðurinn, sem er meirihlutinn. Slik sjálfstæðis- og yfirburða-tilfinning er verkamanninum lífsnauðsyn, eigi aðeins í viður- eigninni við atvinnurekendur auðvaldssk'pulagsins og embættismenn þess, heldur og siðar meir, er verkalýðshreyfingin hefur sigrað og byrjar á þvi langa og erfiða verki að byggja upp sósíalistískt þjóðfélag og þarf þá að hafa í fullu tré við sína eigin embættismenn og geta óhikað sagt þeim til syndanna. Það eru margar sögurnar úr baráttu verkalýðs- hreyfingarinnar, er hún var að slíta barnsskónum, um samheldni og sjálfstæði einstakra verkamanna. Það var t.d. eitt sinn í verkfalli við Gefjun á Akureyri forðum daga, að forstjórinn kallaði fyrir sig verkamann einn er Freysteinn hét og átti fyrir stórri fjölskyldu að sjá, og sagði við hann á þessa le'ð: „Hefur þú efni á því, Frey- steinn, að verða atvinnulaus með þin fimm börn?" Freysteinn skildi fyrr en skall í tönnum og svaraði að vörmu spori hinni duldu hótun: ,,Þú hagar þér eins og þú ert maður til, ég stend með minum félögum". Forstjórinn sagði honum ekki upp vinnunni. — Viðbrögð beggja minna óneitanlega á Ingjald í Hergilsey og Börk, svo nánar eru Islendingasögur og siðgæðis- kennd þeirra oss enn. Samheldni og samábyrgð eru v ssulega undir- staða alls valds og allra sigurmöguleika verkalýðs- hreyfingarinnar. En það má aldrei gleymast að sjálfstæðismeðvitund verkamannsins, þróun per- sónuleika hans, er skilyrði fyrir raunverulegri fram- kvæmd sósíalismans. Það lögðu þeir lærifeður vor- ir, Marx og Engels, áherslu á, er þe'r mótuðu hin ágætu orð Kommúnistaávarpsins um framtiðarþjóð- félag sósíalismans þar sem segir: „Frjáls þróun einstaklingsins er skilyrðið fyrir frjálsri þróun heild- ar nnar." En til þoss að geta öðlast þetta sjálfstæði er verkamannlnum nauðsynlegt að afla sér þekkingar, svo mikillar þekkingar á þjóðfélaginu og lögmálum þess að hann finni til þess i umræðum v'ð and- stæðinga að hann hafi í krafti stefnu sinnar og þekkingar i tengslum við hana andlega yfirburði gagnvart þeim borgaralega hugsandi manni, sem oft er fullur hleypidóma og þó einkum tómur hið innra sökum þekkingarleysis. Ég minnist ánægjulegs dæmis um verkamann með slika þekkingu. Það var um mánaðamótin janúar—febrúar 1923. Við vorum nokkrir félagar 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.