Réttur


Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 58

Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 58
INNLEND ■gas VfÐSJÁ Fyrri hluta maímánaðar urðu miklar svipt- ingar í íslenskum stjórnmálum og leiddu þær að síðusm til þingrofs. Enginn kostur er á því að rekja nákvæmlega hvernig þessir atburðir gerðust, enda er það fyrst og fremst tilgangur þessa þáttar í Rétti að draga fram aðalatriðin í atburðum hvers tímabils. Meginundirrót þeirra átaka sem áttu sér stað í vor var annars vegar sá verðbólgu- vandi sem fyrirsjáanlegur var að ykist að miklum mun 1. júní sl. og hins vegar sú upplausn sem í vaxandi mæli varð vart í minnsta stjórnarflokknum, Samtökum frjáls- lyndra og vinstri manna, sem að síðustu klofnáði í fimm staði. Til þess að grípa á þeim vanda sem við var að etja í efnahagsmálum lagði ríkisstjórn- in fram á alþingi frumvarp til laga um við- nám gegn verðbólgu og fól frumvarp þetta í sér víðtækar aðgerðir. Meginatriði frum- varpsins voru: — Alger verðstöðvun næstu sex mánuði og ríkisstjórninni veitt heimild til að lækka verðlag í vissum tiifellum. — Ríkisstjórninni verði heimilað að lækka útgjöld fjárlaga um 1500 milj. kr og verja því fé er þannig sparaðist til dýrtíðar- ráðstafana. — Kaupgjaldsvísitalan frá 1. mars yrði í gildi til 1. des. Þó var gert ráð fyrir föstum dýrtíðaruppbótum á lágmarkslaun. — Takmörkuð verði útlán peningastofn- ana, þmt. sparisjóða og lífeyrissjóða. Þessi voru meginatriði frumvarpsins. Það var lagt fram við 1. umræðu í neðri deild og mælti forsætisráðherra fyrir því. Frum- varpið komst þó aldrei iengra en til 1. um- ræðu vegna þess að stjórnarandstaðan neit- aði að hjálpa til við að koma málinu í nefnd. En þegar hér var komið sögu hafði einn þingmanna Samtaka frjálslyndra, Bjarni Guðnason, klofið sig frá Samtökun- um og stóð hann í flestum tilfellum með stjórnarandstöðunni. Hafði stjórnin því ekki meirihluta í neðri deiid — þar var staðan 20 gegn 20. Þó var talið líklegt að Bjarni Guðnason mundi vilja leggja liðsinni til þess að hleypa frumvarpinu í nefnd og til 2. um- ræðu, en þá varð kjarnasprenging í þeim hluta samtakanna sem eftir var. Björn Jóns- son félagsmálaráðherra var andvígur frum- varpinu að hann sagði en vitað var að hann hafði frá upphafi setið á svikráðum við stjórnina og sá nú smugu til þess að sleppa út. Hann sagði af sér ráðherradómi með stuðningi Hannibals Valdimarssonar og Karvels Pálmasonar. En fimmti þingmaður samtakanna, Magnús Torfi Olafsson stóð með ríkisstjórninni. Þar með var meirihluti brostinn á Alþingi — fyrir tilverknað Hanni- mals og Björns — og forsætisráðherra rauf þing og ákvað að efna til almennra þing- kosninga 30. júní. Þingrofsboðskap sinn las forsætisráðherra aðfaranótt 10. maí og svo vildi til að einmitt sömu nóttina leystist prentaraverkfallið sem þá hafði staðið í sjö vikur. Hófst nú sjö vikna kosningalota — fyrst vegna borgarstjórnarkosninganna 26. maí og jafnhiiða vegna alþingiskosninganna. Um leið og þing var rofið hófust hinar 130
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.