Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 50
rœðisleg borgarastjórn eða harðvítug aftur-
haldsstjórn eða jafnvel einrœðisstjórn her-
foringjaklíku, er hrifsað hefði til sín völdin
í samráði við auðhringaveldið og komið á
fasisma með amerísku sniði, — og hvert
sem Vestur-Evrópa vceri Bandaríkjunum und-
irgefin eða vœri að brjótast undan áhrifum
þeirra og ef til vill að koma á lýðræðislegum
sósíalisma í hverju landinu af öðru , — þá
verður þetta stefnurnark bandarískrar her-
stjórnar, sem mun á hinum jmsu skeiðum
beita jmiskonar mismunandi aðferðum til
þess að ná þessu marki.
En í þetta skipti, haustið 1945, var tekið
mannlega á móti af nýfrjálsu Islandi. Sósíal-
istaflokkurinn tilkynnti strax að það varðaði
stjórnarslitum ef svona beiðni yrði samþykkt,
— og á næsta ári voru framundan alþingis-
kosningar, hinar fyrstu í frjálsu lýðveldi.
Mikil mótmælaalda reis hjá þjóðinni, mót-
mæli alls þorra verkalýðsfélaga landsins drifu
að til Alþingis, bestu menntamenn þjóðar-
innar fylktu sér um sjálfstæði landsins. Ahrif-
in á þá, sem undir niðri voru hlyntir „beiðn-
inni" eða tvístígandi, voru sterk.
Olafur Thors, þá forsætisráðherra, lýsti
aðstöðunni og mótmælunum svo ári síðar:
„í fyrra báðu Bandaríkin okkur um Hval-
fjörð, Skerjafjörð og Keflavík. Þau fóru fram
á langan leigutíma, kannske 100 ár, vegna
þess að þau ætluðu að leggja í mikinn kostn-
að. Þarna áttu að vera voldugar herstöðvar.
Við áttum þarna engu að ráða. Við áttum
ekki svo mikið sem að fá vitneskju um hvað
þarna gerðist. Þannig 'oáðu Bandaríkin þá
um land af okkar landi til þess að gera það
að landi af sínu landi. Og margir óttuðust
að síðan ætti að stjórna okkar gamla landi
frá þeirra nýja landi. Gegn þessu reis íslenska
þjóðin." (20. sept. 1946, bls. 140 í Alþingis-
tíðindum 1946 A.B.).
Það var í þessari sörnu ræðu, sem Ólafur
sagði: „Hinsvegar töldu íslendingar að réttur
til herstöðva á íslandi erlendu ríki til handa
væri ekki samrýmanlegur sjálfstæði lands-
ins og fullveldi."
Stúdentar fylktu liði gegn herstöðvum á
fullveldisdaginn og í 1. des. ræðu sinni þá
sagði Gunnar Thoroddsen:
„En hverju máli skiptir þetta um tilmælin
um herstöðvar? Getum vér ekki haldið ó-
skertu frelsi voru og fullveldi, þjóðerni og
menningu, þótt slík ítök séu veitt?
Mér virðist, að ekki þurfi lengi að velta
vöngum yfir því, að herstöðvar erlends ríkis
í landi annarrar þjóðar höggvi stórt skart í
umráðarétt hennar yfir landi sínu. Vil ég
leyfa mér að vitna því til stuðnings fyrst og
fremst í herverndarsamninginn frá 1941. Þar
segir „að strax og núverandi hættuástandi í
milliríkjaviðskiptum er lokið, skuli allur
herafli og sjóher látinn hverfa á brott þaðan,
svo að íslenska þjóðin og ríkisstjórn hennar
ráði algerlega yfir sínu eigin landi." Með
þessum orðum er óudrætt lýst yfir þeim
skilningi, að til fulls geti þjóðin ekki ráðið
yfir landi sínu, meðan erlendur her er í land-
inu." — Og síðar undir lok ræðunnar:
„Eins og málin liggja fyrir ber því hik-
laust að velja þriðja kostinn: Engar erlendar
herstöðvar. Oskoruð yfirráð íslendinga yfir
öllu íslensku landi." . . .
„En frelsi voru viljum vér ekki farga.
Landsréttindum viljum við ekki afsala."
Þannig var tónninn þá enn — íslenskur.
Kröfu Bandaríkjastjórnar um herstöðvar
til 99 ára var hafnað.
Alþingiskosningar fóru fram 30. júní
1946. Allir frambjóðendur, nema einn, lýstu
sig andvíga herstöðvum, — Jónas frá Hriflu
stóð einn með því að veita Bandaríkjunum
herstöðvar á íslandi, hann hafði hreinskilni
og ofstæki til að segja það, sem ýmsir aðrir
kusu að dylja frammi fyrir þjóð, sem enn var
122