Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 64
Börge Houmann.
Martin Andersen Nexö.
berg, Erich Muhsam, Georg
Lukács, Max Zimmering, Hermann
Duncker — eða t.d. Kobetsky,
fyrsti sendiherra Sovétrikjanna í
Danmörku, sem ég man eftir af
þvi við Sveinn Björnsson voru
1927 gestir hans í góðri veislu
fyrir okkur tvo! — Og allt í einu
minnist maður gamalla kunningja,
er horfnir voru sjónum manns, svo
sem vlð lestur bréfs nr. 698, er
Nexö svarar Otto Schulze í
Þýskalandi, er var samstarfsmaður
Willy Munzenberg (1921—33), var
allt striðið i Þýzkalandi og skrifar
nú Nexö 1946, af því hús hans
hafði verið eyðilagt í loftárás, hann
sjálfur orðinn 78 ára, heilsan farin
og hungrið farið að sverfa að.
Nexö reyndi að verða við bón
hans, en erfiðleikar voru þá miklir.
Hvað snertir danskar bókmennt-
ir og sósíalistíska verklýðshreyf-
ingu Danmerkur eru bréfin auð-
vitað allra þýðingarmest. Nexö
hefur ásamt Jeppe Aakjær og
Johan Skjoldborg gert alþýðumenn
— konur og karla — að sögu-
hetjunum í dönskum bókmenntum.
Og sjálfur skapar Nexö sósíal-
istiskri verklýðshreyfingu Dan-
merkur, — og raunar heimsins
alls, — ógieymanlegustu söguhetj-
urnar með ,,Pelle Erobreren" og
„Dittu mannsbarni".
Börge Houmann á mikla þökk
skylda fyrir þetta stórvirki. Það
mætti vera öðrum til fyrirmyndar.
— einnig hér heima.
E. O.