Réttur - 01.04.1974, Qupperneq 28
Duncker, í janúar 1923, þá var það einmitt
um Kommúnistaávarpið. Hann gleymdi því
aldrei, er hann sá Duncker koma á fundinn,
íklæddan slái og breiðum hatti og hóf að
skýra fyrir þeim gildi ávarpsins og nauð-
synina á að þeir væru óhræddir við að spyrja
sig um allt mögulegt út frá því. — Og það
eru ekki bara gamlir kommúnistar, sem
kunna að meta þá bók. Prófessorinn í hag-
fræði við háskólann í Berlín þá, íhaldsmað-
urinn Werner Sombart, kvaðst hafa lesið
Kommúnistaávarpið a.m.k. 100 sinnum og
alltaf fundið eitthvað nýtt í því. —
Það var frjótt andlegt líf í Berlín á þessum
árum fyrst og fremst í kommúnistisku hreyf-
ingunni. Og það voru ekki bara stúdentar
frá Evrópu-löndum. Meðal þeirra, er þá voru
í Berlín, var Chou-En-Lai, 25 ára gamall, er
stjórnaði hópi kínverskra kommúnista, er
lærði þar marxismann af krafti, og í október
1922 kom Tsu-De, síðar aðalleiðtogi rauða
hersins í Kína við hlið Mao-Tse-Tungs, þang-
að og bættist í hópinn.
Hermann Duncker var ekki aðeins einhver
besti kennari flokksins í marxistiskum fræð-
um heldur var hann og mikill rithöfundur
sjálfur og hinn óþreytandi útgefandi að rit-
um marxismans og stóð fyrir og sá að miklu
leyti um „Marxistische Arbeiterschule", sem
var í senn kvöldskóli, er flokkurinn gekkst
fyrir, og safn af kennsluheftum í sögu sósí-
alistísku verklýðshreyfingarinnar og fleiru,
sem kom út í 10.000 eintökum og sagan var
t.d. yfir 200 blaðsíður. Og samtímis öllu
þessu hafði hann svo sambönd við ótal fé-
laga, líka erlenda, ma. við Martin Andersen
Nexö, sem hann og heimsótti í Danmörku
1919.
Hermann Duncker var félagi, er skyldi til
fulls hvers virði þekking á marxismanum er
verkalýðnum og hann kunni að veita þá
þekkingu flestum öðrum bemr.
Hermann Duncker var fæddur 24. maí
1974 í Hamborg. Stúdent 1896, nam heim-
speki, sögu og hagfræði við háskólann í Leip-
zig 1896—1900, doktor þaðan 1903. Gekk
í úósíaldemokrataflokkinn 1893. Vann sem
sjálfboðaliði við „Leipziger Volkszeitung",
eitt besta blað þýska flokksins, frá 1903 og
kynntist þá Rosu Luxemburg og Frans Mehr-
ing. Ferðaðist á árunum eftir 1906 mikið um
landið sem fyrirlesari og ræðumaður. 1912—
1914 kennari við aðalflokkskólann. Stendur
með Rosu Luxemburg og Karl Liebknecht í
baráttunni gegn heimsvaidastyrjöldinni 1914
—18 og vinnur með þeim að Spartakusbréf-
unum. Er með í undirbúningi byltingarinnar
1918 og hefur forustuna fyrir þeim verka-
mönnum, er taka prentsmiðju afturhalds-
blaðsins „Lokal-Anzeiger" og hefja þá þar
útgáfu „Rote Fahne" („Rauða fánans").
Asamt konu sinni, Káte Duncker (1871—
1953) sem var ein af fremstu baráttukon-
um þýsku hreyfingarinnar, er Hermann kos-
inn í stjórn Kommúnistaflokks Þýskalands
(KPD), þegar hann er stofnaður í árslok
1918 og var allan þann tíma, er flokkurinn
gat starfað frjálst einn af hans bestu foringj-
um, einkum á sviði fræðslumálanna. Þegar
nasistar kveiktu í ríkisþinghúsinu 27. febrúar
1933 var hann tekinn fasmr, um nóttina og
setmr í fangelsi. 1936 fór hann úr landi og
var víða, fyrst í Danmörku, að lokum í
Bandaríkjunum og hélt þar ásamt konu sinni
barátmnni áfram, Eftir fall fasismans var
Hermann Duncker 1947—49 prófessor í
þjóðfélagsfræðum við háskólann í Rostock,
síðar við skóla verklýðsfélaganna í Bernau
og í stjórn þess skóla. Þar dó hann 22. júní
1960. E.O.
100