Réttur


Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 56

Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 56
ur mannkyninn verið att á beljarþröm ger- eyðandi kjarnorkustríðs. Hér hefur rækilega verið sýnt og sannað, að Bandaríkjaher er uppnaflega hingað kom- inn samkvæmt úrslitakostum stórveldis, sem hernam landið og hafði öll ráð Islendinga um aðflutninga í höndum sér, — að Banda- ríkjaher rauf síðan „samninga" og neitaði að fara, nema hann fengi þá aðstöðu, er hann síðar bætti sér, — sífellt með það fyrir aug- um að ná þeirri 99 ára hersetu, er hann heimtaði 1945. Sagan síðan verður ei rakin hér að sinni. En baráttan stendur nú eftir aldarþriðjungs hersem, fyrst og fremst um íslenska þjóðar- sál, hvort hér skuli búa þýlynd þjóð, þæg og auðsveip drottnum auðsins vestra, — eða frjáls þjóð í friðlýstu landi, einskis valds leiksoppur. Atökin um þetta munu standa alla þessa öld, svo lengi sem til er amerískt auðvald, sem ágimist land vort, — svo lengi sem ís- lensk þjóð á andlegan viðnámsþrótt. SKÝRINGAR: ö Sjá nánar i Rétti 1948, bls. 122. 2) Það er jafnvel enn af vissum afturhaldsmönn- um hér heima reynt að viðhalda alröngum skoðun- um á því, sem gerðist sumarið 1939 I alþjóðamál- um. Því skal til fróðle ks vitnað hér I hvað Harold lckes, innanríkisráðherra Roosevelts (1932—1946), segir I dagbók sinni út af griðasamningi Hitlers og Stalíns I ágúst 1939: „Þetta er hræðilegt ástand, en mér finnst erfitt að álasa Rússlandi fyrir það. Ég lít svo á að þetta sé Chamberla n einum að kenna. Ég efast ekki um að England hefði getað gert góðan samning við Rússland fyrir sex mánuðum eða jafnvel árum fyr. Rússland var reiðubúið til að taka höndum saman við England og Frakkland til að berjast fyrir Tékkó- slóvakíu." . . . „Mörgu verður enn fórnað, en það verður óhjá- kvæmilega England sem líður mest undir þessu, því, ef ekkert kraftaverk gerist, — þá sýnist mér sundurliðun breska he msveldisins, og þess franska líka, vera framundan." . . . „England og Frakkland, ásamt Rússlandi, — elnkum þó ef Tékkóslóvakía hefði ekki verið sund- urlimuð, hefðu getað sigrað Þýskaland og Italíu." ......Ástandið i dag er bein afleiðing af stefnu breskra utanríkismála, allt frá Sir John Simon um Baldvin og til Chamberlain. Það eru þessir þrír menn, einkum Chamberlain, sem liklega fá þann helður að grafið verði á legsteina þelrra þessi orð: „Hár hvílir sá, er tortímd; („destroyer") breska helmsveldinu". („Tho secret diary of Harold lckes". Vol. II. bls. 103—4). Ickes naut mikils trausts Bandaríkjaþjóðar sakir festu sinnar og heiðarleika (kallaður „Honest Harold"). Hann sagði af sér eftir að hafa lent I deilu við Truman, 13. febr. 1946. (Dó 1952). Þá er og lærdómsrikt fyrir menn nú, þegar sagan hefur dæmt, að bera saman hvernig Morgunblaðið annarsvegar og Þjóðvilj nn hinsvegar litu á það, sem raunverulega var svikauppgjöf Chamberlains fyrir Hitler — Munchen-samninginn: Morgunblaðið skrifar I leiðara sinum 30. sept. 1938 m.a.: „Allur heimurinn hefur með aðdáun og lotningu horft á aðgerðir Chamberlains, forsætis- ráðherra Breta, undanfarið I þágu fr.ðarins. Engum hefur dulist að þar hefur mikilmenni að verki verið, mikiimenni, sem á fáa eða engan sinn líka uppi nú á dögum.".......Þessvegna verður viðræðufundur- inn I Berchtesgaden jafnan talinn merkasti við- burður, sem sagan þekkir." . . . Með starfi sínu undanfarið I þágu friðarins hefur Chamberlain for- sætisráðherra getið sér ódauðlegt nafn I veraldar- sögunni. Hann verður þjóðhetja, ekki aðeins I sínu ættland', heldur einnig I öllum löndum heims." „Þjóðviljinn" ritar I leiðara sínum 1. okt. 1938 undir fyrirsögninni: „Það er ekki aðeins glæpur, það er heimska," m.a. þetta: ,, Júdas" Chamberlain hefur náð takmarki sínu. Tékkóslóvaka er svikin — með koss’. Undir yfir- skyni friðarins er rekinn rítingurinn I lýðræðið, frið og frelsi álfunnar. Og um leið og helgustu eiðar oru rofnir er lofað að halda nýja. Mannkynssagan þekki ekki ódrengilegri, lítil- mannlegri og skammsýnni framkomu en framferði Chamberlains og Deladiers, að svo miklu leyti sem mönnum dytti í hug að dæma þá sem vernd- ara lýðræðis og friðar." . . . 128
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.