Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 21
1 1 ; « t íí il i i
i*| * i* -> *»k'
Íslenskur verkalýður einbeitti sér undir forustu Sósialistaflokksins i sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar gegn
Keflavíkursamningnum haustið 1946. Þessi mynd er frá mótmælafundi i Barnaskólaportinu í Reykjavik þá.
þátt i rikisstjórnum innan hins borgaralega þjóð-
félags, til þess að reyna að bæta aðstæður alþýðu
og lifskjör öll, — hættur ánetjunar og innlimunar
i borgaralegt stjórnkerfi, — en vissulega er hægt
af góðum marxist skum flokki að reka frjóa sósíal-
istíska starfsemi á þennan hátt, — sem sé með
þátttöku i þorgaralegri rikisstjórn, eins og dæmin
hér á landi sanna. Hinsvegar er óttinn við slíkt
rikur í hinni sósíal stísku hreyfingu, svo rikur að
hann er oft hættulegur, verður að einangrunar-
stefnu, sem sviftir verkalýðinn margháttuðum
möguleikum, sem auðvelda sigur hans. Það er að-
eins eitt sem er þessum ótta hættulegra: og það
er að ganga borgaraflokki á hönd og reka hans
pólitik, aðeins 11 að fá að lafa í ríkisstjórn með
honum. Um það er vera Alþýðuflokksins í viðreisn-
arstjórninni skýrasta vítið til varnaðar, — en hins-
vegar samstarf Sósialistaflokksins við Sjálfstæð'.s-
flokkurinn 1944—46 dæmið um hvernig sjálfstæður
marxistiskur verklýðsflokkur getur unnið hið árang-
ursríkasta starf, jafnvel með belnum andstæðingi.
Það er enginn sjálfsagður hlutur að sósialistiskur
flokkur hafi eða nái forustu verkalýðsins af því
hann kallar sig kommúnistaflokk, sósíalistaflokk
eða öðrum marxistiskum nöfnum, — eða skráir
siikt forustuhlutverk í stefnuskrá sina. Forustuna
fyrir allri alþýðu verður sósialistaflokkur að ávinna
sér með ötulu og trúu, forsjálu og fórnfreku starfi,
með langvarandi baráttu, sem getur krafist hinna
dýrustu fórna, en skapar flokknum traust og ást
þeirra vinnandi stétta, sem hann er hluti af, og
ávinnur honum þannig að lokum fylgi meirihlutans
hjá alþýðunni og svo þjóðinni i heild. Slik forusta
hans, — forræðið, eins og ítalski hugsuðurinn og
93