Réttur - 01.04.1974, Blaðsíða 39
Og daginn eftir, 21. sept., er jafnstór fyr-
irsögn svohljóðandi:
„Roosevelt lýsir því yfir að varnarlína
Ameríku sé austan við Island.
Ameríkuberveldin cetla að senda hingað
„mikið setulið".
Inn í blaðinu þann dag er stór grein:
„Innlimun Islands í hernaðarkerfi Bandaríkj-
anna."
Og 22. sept. ber leiðari blaðsins fyrirsögn-
ina: „Ur öskunni í eldinn” og átti það við um
framsal Islands úr breskri í bandaríska yfir-
drottnun. Var þar sagt orðrétt: ,'lsland a að
verða framvígi Ameríku gegn Evrópu."
Meðan íslenskir sósíalistar reyna að sýna
þjóðinni fram á hvað raunverulega sé að
gerast, er svo annarsstaðar unnið að því að
skapa amerískum auðhringum ítök á Islandi
og jafnvel að fá auðtröllið til að gleypa
ísland í einum munnbita.
Sagnfræðingurinn Þór Whitehead hefur
haft nokkurn aðgang að amerískum heim-
ildum um þau mál og sagt frá þeim í út-
varpserindi. Er við það stuðst í því sem hér
fer á eftir: Vilhjálmur Þór hafði 1. maí 1940
orðið fyrsti aðalræðismaður Islands hjá
Bandaríkjunum, eftir að hafa verið verslunar-
fulltrúi íslensku ríkisstjórnarinnar þar. I júlí
1940 á hann viðtöl við háttsetta fulltrúa í
utanríkisráðuneyti Bandáríkjanna, Burley
aðstoðarráðherra, Cummings deildarstjóra o,
fl., Vilhjálmur lýsti við þá áhyggjum sínum
út af öryggisleysi Islands og spurði hvort Is-
land gæti fengið svipaða stöðu gagnvart
Bandaríkjunum og Hawai-eyjar. Aðstoðar-
ráðherra Bandaríkjanna, Burley, upplýsir
hann um að Hawaieyjar séu nánast nýlenda
(„territoríum") og spurði hvort hann æskti
slíkrar aðstöðu fyrir Island. Vilhjálmur kvað
nei við og kvaðst ei hafa vitað þetta. I einu
þessara viðtala munu fulltrúar Bandaríkjanna
hafa sagt að þeir gætu ekki gefið svör við
spurningu frá Vilhjálmi þegar slíkt bærist
frá einstaklingi, aðeins ef ríkisstjórn spyrði
um slíkt. — Ekkert benti til þess að Vil-
hjálmur hefði haft samráð við íslensku rík-
isstjórnina um þessar umleitanir.
í desember 1940 hafði Bertel E. Kuni-
holm, konsúll Bandaríkjanna á íslandi, talað
við Stefán Jóh. Stefánsson, utanríkisráðherra
Islands, um áhuga Bandaríkjanna fyrir því
að taka að sér vernd Islands. Hefur verið tal-
ið að hér væri um einkafrumkvæði Kuni-
holms að ræða, en það skilið hér á Islandi
sem þreifing af hálfu Bandaríkjanna —-
máski réttilega. Cordell Hull, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, skýrir frá því í endur-
minningum sínumj' að 24. des. 1940 hafi
Kuniholm skrifað sér um beiðni („request")
frá utanríkisráðherra Islands um hvernig
tekið yrði í hugsanlega ósk Alþingis um her-
vernd af hálfu Bandaríkjanna. Kveðst C.
Hull hafa svarað 18. janúar 1941, kvaðst
skilja kvíða ráðherrans og athuga málið, en
engu vilja lofa.
Þannig fóru fram á árinu 1940 allskonar
„þreifingar" og bollaleggingar trúnaðar-
manna beggja ríkisstjórna um einhverskonar
yfirtöku Bandaríkjanna á Islandi.
I janúar 1941 halda herráð Bandaríkjanna
og Bretlands sameiginlegan leynifund, þar
sem ákveðið er að bandarískir hermenn leysi
þá bresku af hólmi á Islandi, ef Bandaríkin
lendi í stríðinu. I apríl 1941 setja Bandaríkin
upp herstöð á Grænlandi.
13. og 14. febrúar skýrir Þjóðviljinn frá
því með stórum fyrirsögnum á forsíðu að
Bandaríkin séu að búa sig undir að taka
hernaðaryfirráð á Islandi og þjóðstjórnar-
flokkarnir séu á laumufundum um að af-
henda þeim landið. — Hafði þetta við þau
rök að styðjast að Bandaríkjastjórn var þá
með þreifingar um að gera Island að um-
skipunarstöð í sambandi við flutninga sam-
111