Réttur


Réttur - 01.01.1979, Qupperneq 25

Réttur - 01.01.1979, Qupperneq 25
kommúnista-hreyfingar, en vísuðu þó að öðru leyti veginn fram á við með lýð- ræðiskröfum sínum. Það voru: Hreyfing „jöfnunarsinna" („The Le- vellers“), sem voru fyrst og fremst smá- borgarar bæjanna, handverksmenn og að nokkru bændur, var allsterk í her Cromwells og vakti ótta hinnar nýju yfir- stéttar í svo ríkum mæli sakir róttækra kenninga að her Cromwells sneri sér að þeim, er þeir höfðu gert sitt gagn, og barði þá hreyfingu niður í blóðugum bardaga í maí 1549 við Burford og leið- togar þeirra voru drepnir. Frægastur leið- toga þeirra var John Lilburne, sem barð- ist jafnt með pennanum sem sverðinu og varð hvað eftir annað að sitja árum sam- an í fangelsi fyrir rit sín, t. d. um „Rétt- lætingu mannréttindanna", 1646, sem kostaði þá tveggja ára fangelsi. Róttækari en „Tlie Levellers“ voru „The Diggers“ („grafararnir”) sem var raunverulega hreyfing landlausra verka- manna og bænda, sem álitu að jafnt stór- jarðeigendur sem aðallinn og kóngurinn hefðu orðið undir í byltingunni og allir asttu sama rétt til jarðarinnar, — og tóku sjálfir að úthluta sér landi aðalsmanna og rækta það. En þessir sameignarsinnar um jörðina, fyrirrennarar bændabyltinga okkar tíma, voru barðir niður 1649. En í kenningum Gerrard Winstanley, sem stóð nærri þeim, er margt, sem bendir fvam til sósíalisma nútímans. Þessar tvær bresku alþýðubyltingar- hreyfingar standa eiginlega hvað kenn- ingar snertir mitt á milli þess kristilega kommúnisma miðaldanna, sem hér hefur svo mjög verið gerður að umræðuefni, og sósíalisma nútímans - og verður Win- stonley að teljast til þeirra „hugsjónasó- síalista", sem allt frá Thomas Morus og Erkibiskupinn af Tríer myrSir bændur meS eigin sverSi. fram til Fouriers og félaga hans á 19. öld, drógu upp myndir af draumsjón kom- múnismans í ritum sínum en fundu ekki ráðið til að framkvæma hann. En uppruna sumra merkilegra trúfé- laga nútímans, svo sem „kvekaranna“, er líka að finna í byltingarhreyfingunni bresku á þessum tíma. Og til bresku ný- lendnanna í Norður-Ameríku flúðu á þessum öldum margir menn draum- sjónanna um ríki bróðurkærleika og sameignar og reyndu jafnvel að fram- kvæma þ:er hugsjónir í einangruðum samfélögum þar í landi. En í gömlu Evrópu var von hinna fá- tæku, sem þeir höfðu alið í brjósti um 1500 ár, barist fyrir og blætt fyrir, að lokum kæfð. Hrokafullar yfirstéttir höfðu eigi aðeins sigrað heldur og smám saman mótað sér sinn guð í sinni mynd - og við skulum nú sjá hvernig tvö stór- skáld tveggja ólíkra alda skilgreina þann „lúterska" guð 17. aldar. 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.