Réttur


Réttur - 01.01.1979, Side 50

Réttur - 01.01.1979, Side 50
sem tekið var af þeim áður en gas-morðið var framið, skilja hvert traust og hald þessum nöktu ungu börnum fylgd kenn- arans þeirra hefur verið á dauðagöng- unni. UNESCO, menningarstofnun Samein- uðu þjóðanna, minnist og í ár með Korc- zak-ári þessa göfuga kennara. Aljrjóðleg- ur fundur með fulltrúum 19 landa var haldinn í Varsjá til að minnast lians. Myndin á bls. 49 er af minnismerkinu í Treblinka. En hræðilegastar af öllum dauðabúð- um nasista voru fangabúðirnar í Auscli- witz. Vestur-Þjóðverjar hafa sem mest viljað þegja þessi íjöldamorð í hel og hefur lítt verið á Jfau minnst í sögukennslubókum skólanna. En ameríska sjónvarpskvik- myndina, „Holocaust“, sem J:>ar var sýnd nýlega í vestur-þýska sjónvarpinu, hefur vakið svo gífurlegt umtal og umræður í blöðum og tímaritum, þótt hún fjalli fyrst og fremst um örlög einnar Gyðinga- fjölskyldu, að þorri Vestur-Þjóðverja hef- ur vaknað til meðvitundar um hve hræðilegir glæpir voru framdir af nas- istastjórninni og þrælhlýðnum embættis- mönnum hennar. Enn lifa margir þeirra, er þátt tóku í Jressum glæpaverkum og hafa enga hegn- ingu hlotið. Hætta er á að vestur-þýska J^ingið samj^ykki nú lög um að þessir glæpir skuli teljast fyrndir. En á sama tíma er enn verið með bann á því að kommúnistar í Vestur-Þýska- landi fái að stunda störf hjá ríki og bæj- um. Þokkalegt lýðræðisríki — og auðvitað sterkasta Nato-ríki í Evrópu. Og hér heima eru menn, sem beygja sig í duftið fyrir því. Á myndinni á bls. 48 sjást stálpuð börn í fangabúðunum í Auschwitz, sem vita ekki hvað jneirra bíður. Það er holt að hugsa til Jress hvað fas- isminn er á Joessu ári barnsins. SKÝRINGAR: 1 Hér var um að ræða bók Wolfgangs Langhoffs „Die Moor-Soldaten". 50

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.