Réttur


Réttur - 01.01.1979, Side 55

Réttur - 01.01.1979, Side 55
EINAR OLGEIRSSON: ÁRÁS KÍNA Á VIETNAM Ekki er ein báran stök fyrir heimshreyf- <ngu og hugsjón sósíalismans á þessari öld byltinga hans og valds. Draugur stór- veldahrokans ætlar að verða lífseigur og 9líman við þann Glám lengri og erfiðari en ætlað var. Vart hafa þeir Mao, Chu-En-lai og Chu-Te legið þrjú ár í gröf sinni, - og vitfirt ofstæki „fjórmenningaklíkunnar" verið brotið á bak aftur, - fyrr en Teng er sendur til Japans og Bandaríkjanna til a<5 friðmælast og vingast við hina fornu I Eessi innrás kínverska hersins í Víet- 'iam er forkastanlegt illvirki, óverjandi l'á sósíalistísku sjónarmiði. Kínverskir valdhafar vinmælast við japanska auðvaldsríkið, eitt hið sterk- asta á jörðinni. — Kínverskir valdhafar „Brenndu, milli fjöru og fjalls hverja höll og kirkju úr landi! Keisara-lund og pdfa-andi sljórnar samt i koti kalls.“ Stcphan G.: Úr „Rennes". fjendur. Og var það til að sanna alvöru „vináttunnar“ nýju, að kínverski herinn ræðst strax eftir heimkomuna frá „USA“ á Víetnam? Sagt er að svo hafi verið mælt að þetta væri gert til að refsa Víetnam? Var verið að refsa þeirri hetjuþjóð fyrir að hafa dirfst að sigra Bandaríkin? Var verið að refsa henni fyrir að þola og lifa af tvöfalt meira sprengjuvarp, eiturregn og napalm en Evrópa fékk yffir sig í heimsstyrjöldinni síðari? segja að Kuomintang-herinn á Taiwan megi vera í friði. Er búið að strika yfir allt árásarstríð japanska auðvaldsins á Kína 1931-45? Er búið að fyrirgefa alla blóðstjóm Kuomin- tang og allt blóðbaðið, sem Kommúnista- flokkur Kína varð að þola? 55

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.