Morgunblaðið - 20.01.2006, Page 26

Morgunblaðið - 20.01.2006, Page 26
26 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í JANÚAR Á Súpubarnum hjá bensínaf-greiðslu Essó við Borgartúnræður Örlygur Ólafsson yfir pottunum og eldar súpur á hverjum degi. Örlygur er viðskiptafræðingur og áhugamaður um matargerð og þá sérstaklega á súpum. „Áhugi minn á matreiðslu er fyrst og fremst sprottinn innan veggja heimilisins,“ segir hann. „Hugmyndin að súpu- barnum hefur lengi verið að gerjast. Það er þannig með súpu að hún á að geta keppt við hvaða skyndibita sem er, bæði hvað varðar verð og gæði og hana er hægt að afgreiða bæði hratt og vel. Súpu má alltaf nostra við og gera góða.“ Örlygur segir útlit súpunnar skipta verulegu máli. „Fólk borðar jafnt með augum, nefi og munni og dæmir matinn eftir því,“ segir hann. „Ég legg mikið upp úr því að súpan sé sjónræn fyrir utan það að vera góð.“ Fimm tegundir af súpum eru á matseðlinum, tómatsúpa, rjómalög- uð sveppasúpa, ítölsk grænmet- issúpa, texmex súpa og indversk karrýsúpa og svo er það súpa vik- unnar. Þær eru afgreiddar í skálum sem taka má með sér en einnig er boðið upp á stærri fjölskyldskammt og enn stærri skammta, sem henta jafnvel mötuneyti. „Við leggjum mikla áherslu á að súpurnar séu hreinar og án auka- efna. Hér er ekki hveiti í súpunum og eingöngu rjómi í sveppasúpunni. Ég nota grænmeti og stundum baun- ir þegar ég þykki súpurnar og góð krydd,“ segir Örlygur og gefur upp- skrift að súpu vikunnar, sem að þessu sinni er fitusnauð og bráðholl spínatsúpa. Spínatsúpa ólífuolía 1 stór laukur (200 g) 2 hvítlauksrif 300 g ferskt spínat 40 g haframjöl 1 l grænmetissoð 1 msk rísmjöl salt nýmalaður pipar. Skolið spínatið og þerrið eftir bestu getu. Steikið lauk og hvítlauk í ólífuolíu í örfáar mínútur eða þar til  MATARKISTAN | Áhugamaður yfir pottunum á Súpubarnum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Örlygur Ólafsson ræður ríkjum á Súpubarnum við Borgartún. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Spínatsúpa með rjómarönd. Súpu má alltaf gera góða Það er ekki amalegt útsýniðúr heimilislegri setustof-unni á Kríunesi í landiVatnsenda, sem er skemmtilegt gistihús með funda- og veitingaaðstöðu við Elliðavatn. Hús- bóndinn á bænum, Björn Ingi Stef- ánsson, sem sjálfur hefur numið raf- eindavirkjun, guðfræði erlendis og er stofnandi trúfélagsins Vegarins í Kópavogi, hefur staðið í ströngu við að byggja við og innrétta með góðra manna hjálp. Upphafið má rekja allt aftur til ársins 1992 þegar hann frétti af gömlu litlu húsi á þessum slóðum sem allt í einu var til sölu. Björn Ingi var ekki nema kvöldstund að hugsa sig um enda hafði hann um hríð verið að leita sér að náttúruperlu við borg- armörkin. Óhætt er að segja að Björn Ingi hafi náð að búa gistihemilinu sínu hlý- legan blæ, en hann hefur sérstakt dá- læti á mexíkóskum stíl og hefur m.a. flutt flest húsgögnin inn frá Mexíkó og flísalagt í hólf og gólf með mexí- kóskum flísum. Fjallahringurinn blasir við Kríunes stendur vestanmegin við bakka Elliðavatns og úr stofunni blasa við Akrafjallið, Esjan, Skálafell- ið, Hengillinn, Vífilfell og Heiðmörk. Á sumrin er boðið upp á bátaleigu og veiðileyfi í vatninu. Margvísleg her- bergi eru í boði, allt frá eins manns herbergjum upp í flottustu svítur. „Svíturnar eru vinsælar meðal brúð- hjóna og para í rómantískum hugleið- ingum,“ segir Björn, sem nú er að leggja lokahönd á fínustu svítuna sem er um 50 fermetrar að stærð með út- sýni yfir vatnið og fjallahringinn og státar af arni, vatnsgufu og nuddpotti í svefnherberginu. Þá er hægt að halda fundi og ráðstefnur í Kríunesi, sem býður upp á tvo 20 manna og 70 manna fundasali með nauðsynlegum fundabúnaði auk smærri rýma. Með- al annars var Kríunes miðstöð samn- inga kolmunnaveiðiþjóða við Norður- Atlantshaf fyrir skemmstu. Í kjallara Kríuness er Björn Ingi nú að innrétta líkamsræktarsal, körfuboltasal og spa-aðstöðu með nuddpottum og gufu. Hann væntir þess að gestir sín- ir taki framtakinu fagnandi auk þess sem nágrannar í nýlegu Vatnsenda-  MATARKISTAN | Rúmgott gistihús, ráð- stefnu- og veitingaaðstaða við Elliðavatn Karrífiskur og heilhveititerta í Kríunesi Morgunblaðið/Árni Sæberg Björn Ingi Stefánsson í setustofunni ásamt foreldrum sínum, Helgu Björns- dóttur og Stefáni Ágústssyni, sem taka virkan þátt í rekstrinum. Tómatsúpa með rækjum og kínakáli er borin fram með nýbökuðu brauði.Gratínerað blómkál sem borið er fram með fiskinum. Gestum er til dæmis boðið upp á karrífisk með hrísgrjónum. Mikið vatn hefur runnið til sjáv- ar í Kríunesi frá því að Björn Ingi Stefánsson festi kaup á litlu húsi við vestanvert Elliða- vatn fyrir fjórtán árum. Jóhanna Ingvarsdóttir skrapp í heimsókn og skoðaði þetta vel falda leyndarmál.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.