Morgunblaðið - 20.01.2006, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 27
DAGLEGT LÍF Í JANÚAR
Landnámsmennirnir Ingólfur Arnarson
og Hallveig Fróðadóttir voru öndvegisfólk og sannir
frumkvöðlar. Þau reistu bæ sinn í fallegri vík sem
þau nefndu Reykjavík.
Reykjavík í mótun
Nú er komið að þér. Þú getur átt beinan þátt í mótun
Reykjavíkur. Sendu okkur álit þitt, ábendingar og hugmyndir,
t.d. um notkun útivistarsvæða, samgöngur, náttúruvernd,
landnýtingu, loftgæði, lýðheilsu, ásýnd borgarinnar,
umhverfisfræðslu eða hverfið þitt, á vefnum
www.hallveigarbrunnur.is eða í pósti.
Utanáskriftin er Hallveigarbrunnur, Umhverfissvið
Reykjavíkurborgar, Skúlagötu 19, 101 Reykjavík.
Þú getur einnig lesið hugmyndir inn á talhólf,
gjaldfrjálst símanúmer er 800 1110.
Tökum þátt í mótun Reykjavíkur
Umhverfissvið Reykjavíkurborgar
Hverju viltu breyta? Hverju viltu halda?
Ertu með góða hugmynd?
hann hefur náð að mýkjast. Bætið
spínati saman við og leyfið að
krauma við vægan hita í um 10 mín-
útur. Hafið lok á pottinum en veltið
spínatinu og lauknum nokkrum
sinnum Bætið við haframjöli og smá
salti og hrærið vel saman. Hellið
grænmetissoði í pottinn og látið
sjóða í 15 mínútur undir loki. Leyfið
soðinu að kólna lítillega en maukið
það síðan með töfrasprota eða mat-
vinnsluvél. Hrærið rísmjöl saman við
örlítið af heitu vatni. Hitið súpuna að
nýju, hellið rísmjölsblöndunni saman
við og hrærið vel. Setjið aftur lok á
pottinn og leyfið súpunni að sjóða
við vægan hita í 10 mínútur. Bragð-
bætið með salti og nýmöluðum pip-
ar.
Gott er að bera súpuna fram með
nýbökuðu brauði, helst einhverju
grófu og hollu brauði sem inniheld-
ur ekki hvítt hveiti þannig að holl-
usta og hreinleiki súpunnar fái að
njóta sín að fullu. Súpubarinn mælir
með speltbrauði frá Mosfellsbakaríi.
„Mér finnst upplagt að spilla súp-
unni örlítið með því að léttþeyta
rjóma og skreyta hana með fallegri
rjómarönd,“ segir Örlygur. „Þannig
fást fallegar litaandstæður sem gera
súpuna meira spennandi og girni-
lega.“
krgu@mbl.is
landshverfi gætu nýtt sér nálægð að-
stöðunnar.
Húsnæðið hefur nú teygt sig í á
annað þúsund fermetra og er nánasta
fjölskylda Björns Inga á kafi í rekstr-
inum með honum, bæði börn hans og
foreldrar, auk þess sem fjölskyldan
stendur að rekstri Kaffi Nauthóls við
Nauthólsvík þar sem nú er áformuð
350 fermetra nýbygging í stað veit-
ingaskálans, sem þjónað hefur til-
gangi sínum fram til þessa. Faðir
Björns Inga, Stefán Ágústsson, sér
um öll fjármál og bókhald og móðir
hans, Helga Björnsdóttir, ræður ríkj-
um í eldhúsinu í Kríunesi. Hún segist
í matseldinni reyna eftir megni að
leggja sig eftir hollustunni og sneiða
hjá fitu. Að lokum gaf Helga Daglegu
lífi uppskriftir að góðum hádeg-
isverði, sem hún ætlaði að bjóða
starfsmannahópi íslensks fyrirtækis
upp á sem leitað hafði í „sveitina“ til
fundahalda. Boðið var upp á tóm-
atsúpu í forrétt og karrífisk með hrís-
grjónum í aðalrétt. Í hverjum
skammti af fiskréttinum eru 380 hita-
einingar, 3 g mettuð fita og 8 g ómett-
uð fita. Með miðdegissopanum var
svo m.a. að finna tvær tertur, heil-
hveititertu og fljótlega ananasköku.
Tómatsúpa
(fyrir fjóra)
1 laukur
2–3 msk hvítlauksrif
2 tsk karrí
1 dós (400 g) niðursoðnir brytjaðir
tómatar
4 dl fisksoð (eða 2–3 teningar í
vatni)
1 dós (400 g) niðursoðnar ferskjur
2½ dl matreiðslurjómi
Saxaður laukur og marinn hvít-
laukur léttsteiktur í matarolíu í potti.
Karríi stráð yfir. Tómatar brytjaðir
smátt og bætt út í ásamt fisksoði.
Látið krauma í 5–10 mínútur. Ferskj-
urnar skornar í mjög smáa bita eða
þær maukaðar í matvinnsluvél. Sett-
ar út í súpuna ásamt nánast öllum
ferskjusafanum og rjómanum. Suð-
unni hleypt upp í skamma stund. Gott
er að bæta rækjum eða kínakáli út í
súpuna að síðustu. Súpan er borin
fram með brauði.
Karrífiskur með grjónum
(fyrir fjóra)
600 g ýsa eða þorskur
2 dl hrísgrjón
2 dl súrmjólk
4 msk léttmajones
2 tsk karrí
salt eftir smekk
100 g nýir sveppir
3 msk rifinn ostur
Hrísgrjónin eru soðin og sett í
smurt eldfast mót. Hrár fiskurinn er
skorinn í bita, sem raðað er yfir hrís-
grjónin. Salti stráð yfir. Sveppirnir
sneiddir niður og þeim dreift yfir fisk-
inn. Súrmjólk, majonesi og karríi
hrært saman og hellt yfir réttinn.
Osti stráð yfir. Bakað í ofni í 30 mín-
útur við 180–200°C. Borið fram með
gratíneruðu blómkáli. Heill blómkáls-
haus er soðinn og bræddum rjóma-
osti, sem þynntur hefur verið með
blómkálssoðinu, því næst hellt yfir
hann. Kryddaður með picanta.
Heilhveititerta
200 g sykur
2 egg
150 g heilhveiti
200 g döðlur
1 pakki muldar möndlur
1 tsk lyftiduft
Döðlurnar settar í pott ásamt 2 dl af
vatni og suðan látin koma upp. Döðl-
urnar látnar kólna í soðinu. Egg og
sykur þeytt saman og hinu blandað
saman við ásamt döðlumaukinu. Deigið
passar í eitt stórt hringlaga mót, sem
er 24 cm í þvermál. Gott er að sprauta
súkkulaðikremi ofan á og bera síðan
kökuna fram með þeyttum rjóma.
Ananaskaka
100 g hveiti
100 g sykur
1 tsk lyftiduft
1 egg
½ (430 g) dós ananaskurl með safa
Allt hráefnið er hrært saman með
sleif og sett í eldfast mót. 100 g af
púðursykri og 50 g af kókosmjöli
blandað saman og stráð yfir. Bakað í
ofni í hálftíma við 175°C. Kakan borin
fram heit með vanilluís. Í stað an-
anaskurlsins má t.d. hafa kokteil-
ávexti eða vel þroskaða banana.
Inngangurinn þegar komið er í Kríunes.
TENGLAR
.....................................................
www.kriunes.is
join@mbl.is