Morgunblaðið - 20.01.2006, Síða 29

Morgunblaðið - 20.01.2006, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 29 Margverðlaunað fyrir hollustu og bragðgæði AÐEINS 0,7% FITA Léttreykta kjúklingaáleggið frá Holtakjúklingi er margverðlaunað fyrir hollustu og bragðgæði. Þú finnur vart fituminna álegg. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 5 2 1 8 Hröð kæling kemur í veg fyrir örverur og sýkla  MATVÆLI | Pasta og hrísgrjón með mikið geymsluþol „MATVÆLI eins og pasta og hrís- grjón hafa yfirleitt mikið geymslu- þol, sérstaklega ef þau eru geymd í órofnum umbúðum,“ segir Franklín Georgsson. „Annað gildir um þessi matvæli eftir matreiðslu. Þá eru þau oft mjög viðkvæm fyrir örveru- vexti og því mikilvægt að afgangar séu geymdir í góðum kæli.“ Til að ná fram hraðri og góðri kælingu er mjög mikilvægt að gæta þess að þau séu ekki geymd í of stórum massa. Þá haldast þau heit mjög lengi og örverur og jafnvel sýklar fara að fjölga sér, hugs- anlega með þeim afleiðingum að eiturefni myndast, sem í sumum til- vikum eru mjög hitaþolin. „Hitaþolið er svo mikið að jafnvel þótt hrísgrjónin eða pastað séu hit- uð upp í 100°C er eitrið enn virkt og getur valdið matareitrun,“ segir hann. Sama á við um ýmsa aðra mat- arafganga. Þá á ekki að geyma við stofuhita heldur kæla niður eins hratt og hægt er. Franklín bendir á að innsti kjarni matvæla í fylltum fimm lítra potti getur verið upp undir sólarhring að ná fullri kæl- ingu í ísskáp. Betra sé að geyma matvælin í smærri skömmtum og að vatnskæla matinn áður en hann fer í ísskápinn. Þumalputtareglan sé sú að ef ætlunin er að halda tilbúnum rétti heitum í einhvern tíma verður hitinn að vera að minnsta kosti 60°C en ef ætlunin er að kæla réttinn er rétt að kæla sem fyrst niður fyrir 10°C. „Hitastigið þarna á milli gef- ur örverum, sem jafnvel þola suðu, möguleika á að fjölga sér og þá get- ur allt gerst,“ segir Franklín. ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar Dalvegi 28 – Kópavogi Sími 515 8700 BLIKKÁS –

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.