Morgunblaðið - 05.02.2006, Síða 22

Morgunblaðið - 05.02.2006, Síða 22
22 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ …allt um íþróttir helgarinnar á morgun Ágúst Guðmundsson hefurtekið þátt í umræðumframtíðarhóps Við-skiptaráðs Íslands þarsem Ísland árið 2015 hef- ur verið til umræðu. Hann hefur ákveðnar skoðanir á því hverjar áherslur Íslendinga ættu að vera við framtíðarstefnumótun. Ágúst segir að þær miklu breyt- ingar sem átt hafi sér stað á þeim rúma ára- tug sem liðinn er frá því að EES samning- urinn var gerður árið 1994 beri að skoða í samhengi við framtíð- arstefnumótun. Með samningnum hafi frjálsræði verið inn- leitt á Íslandi sem með- al annars hafi leitt til verulegrar kaupmátt- araukningar. Þær þjóðfélagsbreytingar sem átt hafi sér stað hafi leitt til þess að Ís- land sé æ minna háð framleiðslu. „Ísland er að breytast úr því að vera framleiðsluþjóðfélag í það að vera þjónustuþjóðfélag sem er svipuð þróun og átt hefur sér stað víðast hvar í Vestur-Evrópu. Árið 1970 stóð framleiðsla undir 50% af landsfram- leiðslu Bretlands og Þýskalands. Í dag stendur framleiðsla hins vegar einungis undir um 20% af landsfram- leiðslu Breta og um 40% hjá Þjóð- verjum,“ segir Ágúst. Hann bætir því við að hér á Íslandi hafi hlutfall þjón- ustugreinanna aukist mjög á síðustu árum og nefnir sem dæmi að á árinu 2005 hafi fjármálaþjónusta lagt meira til þjóðarframleiðslunnar held- ur en allur sjávarútvegurinn. Byggjum ekki afkomu á framleiðslu Ágúst segir að með þeirri heims- væðingu sem eigi sér stað í dag sé framleiðsla að færast þangað sem vinnuafl sé ódýrast að teknu tilliti til framleiðni hverju sinni og því muni þjónusta, sem byggir á hærra mennt- unarstigi, alltaf skipa veigameira hlutverk í þeim þjóðfélögum sem geti skapað sér hlutfallslega yfirburði með traustu stjórnkerfi og miklum mannauði. „Það sem við Íslend- ingar þurfum að átta okkur á er að við komum ekki til með að byggja afkomu okkar á fram- leiðslu í framtíðinni. Það sem er mest virðisauk- andi í heiminum í dag og það sem þjóðir hafa ver- ið að fjárfesta í eru fyrst og fremst þjónustu- greinar eins og ferða- þjónusta, fjármálaþjón- usta og uppbygging hátækni- og upplýsinga- iðnaðar. Við þurfum að átta okkur á þessu og endurskilgreina þjóðfé- lagið, ekki sem framleiðsluþjóðfélag, líkt og sjávarútvegurinn er sem hefur í gegnum Íslandssöguna verið sá at- vinnuvegur sem við höfum byggt af- komu okkar að mestu leyti á.“ Spurður um hátt gengi krónunnar og áhrif þess á einmitt þessar teg- undir þjónustugreina segir Ágúst að það sé mikið áhyggjuefni. „Ég held að stjórnvöld þurfi að einblína á og setja sér stefnu um uppbyggingu Ís- lands sem þjónustuþjóðfélags. Það gerist ekki á sama tíma og verið er að byggja upp álver eða stóriðnað. Það má kannski segja að þar sé verið að virkja hluti sem gefi minna af sér en það að virkja hugvit og framtaks- semi, sem einkennir nú Íslendinga eins og margir vita.“ Iðnfyrirtæki gætu pakkað saman Hann segir að ef marka megi frétt- ir undanfarnar vikur þá standi til að byggja ný álver og stækka þau sem fyrir eru á næstu árum og ef fram fari sem horfir verði landið brátt eitt helsta álframleiðsluland heims. „Þetta segir okkur auðvitað að krón- an mun halda áfram styrk sínum þannig að önnur íslensk iðnfyrirtæki geta farið að pakka saman og flytja starfsemi sína. Þetta gefur augaleið. Hvaða útflutningsgreinar munu þola samfellt uppbyggingarskeið í stór- iðju í nær áratug, frá 2003 til 2013? Afleiðingin gæti einfaldlega orðið sú að útflutningur aukist í raun og veru ekkert þegar upp er staðið heldur færist útflutningsframleiðslan á milli greina. Þær útflutningsgreinar sem hafa háan virðisauka og byggja á þekkingu og hugviti hverfi einfald- lega á braut.“ Ísland í samkeppni við aðrar þjóðir Ágúst segir að uppbygging álvera og þungaiðnaðar sé klárlega ekki það sem skilað geti Íslandi mestu í fram- tíðinni. „Eins og staðan er nú þá hef- ur aldrei verið meiri samkeppni á milli þjóða og Ísland er í mikilli sam- keppni við aðrar þjóðir. Það eru margar þjóðir bæði í Austur-Evrópu og í Asíu sem eru með efnahagi sem eru að vaxa gríðarlega hratt. Þessar þjóðir eru að soga til sín fjárfestingu og mannauð og þær eru á fullum krafti að byggja upp þjóðfélög sem koma til með að verða mjög sam- keppnishæf í framtíðinni. Á sama tíma erum við Íslendingar að eyða hundruðum milljarða í fjárfestingar sem er fyrirsjáanlegt að muni skila lítilli arðsemi. Það er erfitt að sjá hvaða skynsemi býr að baki slíkum fjárfestingum þegar menn lifa í heimi sem er allur meira og meira sam- tvinnaður og menn þurfa að nota pen- ingana í fjárfestingar sem munu raunverulega skila þeim áfram í framtíðinni.“ Þörf á skjótari ákvarðanatöku Ágúst segir að hann telji mikilvægt að fólk af hinum ýmsu sviðum þjóð- félagsins fái að koma að slíkri stefnu- mótun líkt og Viðskiptaráð hafi nú staðið fyrir og af því fleiri sviðum, því betra. Hann segist telja að öll slík vinna sem skili fastmótuðum hug- myndum um hvernig hægt sé að byggja upp öflugt framtíðarþjóðfélag sé af hinu góða. „En ég held að stjórnvöld þurfi að vera aðeins fljót- ari að bregðast við, því að það er nú þannig í heiminum í dag að hlutirnir ganga alveg ótrúlega fljótt fyrir sig. Hlutir sem tóku mjög langan tíma fyrir 20 árum taka nú mjög stuttan tíma. Þannig að stjórnvöld og at- vinnulífið sjálft hafa ekki jafnmikinn tíma til að sitja og velta hlutunum fyrir sér, eins og stjórnvöld gera að vissu leyti í dag. Hraði samfélagsins og hraði breytinganna kalla einfald- lega á hraðari vinnubrögð og skjótari ákvarðanatöku,“ segir Ágúst. Gengur vel hjá Símanum Ágúst er varamaður í stjórn Sím- ans en bróðir hans, Lýður Guð- mundsson, er stjórnarformaður. Bræðurnir eiga hlut í Skiptum sem festu kaup á Símanum á liðnu ári. Að- spurður um fyrstu skrefin hjá Síman- um segir Ágúst að þeir bræður séu mjög ánægðir með hvernig til hafi tekist. Hann segist gera ráð fyrir því að þeir verði kjölfestufjárfestar. Morgunblaðið/Þorkell Frá Viðskiptaþingi í fyrra en þá var metþátttaka. Virkjun hugvits og fram- takssemi framtíð Íslands Ísland 2015 er yfirskrift Við- skiptaþings sem Viðskipta- ráð Íslands stendur fyrir nk. miðvikudag. Ágúst Guð- mundsson, stjórnarformaður Bakkavarar, mun þar flytja erindi um sína sýn á Ísland árið 2015. Sigurhanna Krist- insdóttir kynnti sér skoðanir hans í þeim efnum. Ágúst Guðmundsson FRAMTÍÐARHÓPUR Viðskiptaráðs Íslands og Háskólans í Reykjavík er skipaður fjölmörgu forystufólki úr íslensku viðskiptalífi, háskólum og menningarstofnunum. Hópur- inn hefur hist reglulega síðasta hálfa árið og rætt framtíð Íslands, þá sérstaklega í samhengi við árið 2015. Á Við- skiptaþingi 2006, mun skýrsla sem byggð er á vinnu hópsins meðal annars verða til umræðu. Í skýrslunni er lögð áhersla á þrjú meginatriði. Í fyrsta lagi er það niðurstaða hópsins að Ísland hafi alla burði til þess að verða samkeppnishæfasta land í heimi árið 2015. Í öðru lagi sér hópurinn fyrir sér að Ísland verði alþjóða- land þar sem hæfasta starfsfólkið stuðli að áframhald- andi vexti íslenskra fyrirtækja erlendis. Í þriðja lagi á Ís- land að vera miðstöð fjármála og þjónustu. Í skýrslunni er lögð áhersla á mikilvægi þess að Íslendingar sæki framhaldsmenntun erlendis og að útlendingar sæki í ís- lenska háskóla svo fólk með sem breiðastan bakgrunn starfi hérlendis. Halldór Benjamín Þorbergsson, starfandi fram- kvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir að ráðist hafi verið í þessa samþættingu menningar, menntunar og viðskipta vegna þess að mikilvægt sé að fólk á ýmsum sviðum þjóðlífsins tali sig saman svo hægt sé að fá heildstæðari mynd af því hvernig fólk sjái framtíð Íslands fyrir sér og þá sé hægt að vinna heildstætt að framtíðaráformum Ís- lands. Hann tekur sem dæmi að fyrirtæki séu alltaf að koma í meiri mæli að menningarmálum og að tenging háskóla og viðskiptalífs sé alltaf að aukast. Því liggi fram- tíðarsýn þessara sviða saman á margan hátt. Halldór Benjamín segir að árið 2015 hafi verið valið því það sé ekki mjög langt í það en samt sem áður ætti að vera nógur tími til að hrinda hlutum í framkvæmd. Ísland 2015 sigurhanna@mbl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.