Morgunblaðið - 05.02.2006, Page 25

Morgunblaðið - 05.02.2006, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 25 Terra Nova býður fullt af spennandi nýjungum fyrir sumarfríið 2006. Perla Svartahafsins, Golden Sands í Búlgaríu, einn vinsælasti áfangastaður Evrópu. Salou á Costa Dorada ströndinni sunnan Barcelona sem hefur notið mikilla vinsælda vegna fjölbreytileika, en þar finna allir í fjölskyldunni eitthvað við sitt hæfi. Einnig bjóðum við beint vikulegt flug til perlu Adríahafsins Portoroz í Slóveníu og til Bibione á Ítalíu, einnar bestu sólarstrandar Ítalíu. Á Bibione eru í boði glæsilegir, nýjir gististaðir og frábær aðstaða fyrir einstaklinga og fjölskyldur í sumarfríinu. Bókaðu sumarfríið núna og tryggðu þér bestu gististaðina og lægsta verðið í spennandi ferð með Terra Nova í sumar. E N N E M M / S IA / N M 20 11 5 Kynntu þér sumarbækling Terra Nova Frá kr. 29.990 10.000 kr. afsláttur Þeir sem bóka fyrir 15. febrúa r (eða fyrs tu 300 sætin ) geta tryg gt sér 10. 000 kr. afslátt. Að eins takm arkað fram boð sæta á hverju flu gi með af slætti. Tryggðu þér bestu gististaðina og lægsta verðið! Bókaðu núna á www.terranova.is Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík · Sími: 591 9000 · www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 · Hafnarfjörður sími: 510 9500 2006Sumar Þökkum frábærar viðtökur! Bibione frá kr. 49.995 Portoroz frá kr. 58.595 Barcelona Düsseldorf París München Ein glæsilegasta sólarströnd Ítalíu Perlan við Adríahafið Búlgaría frá kr. 29.990 Salou frá kr. 42.995 Sló í gegn - yfir 2.000 sæti seld. Sólarperlan á Costa Dorada Brottfarir í júní að seljast upp! Planetarium Village að seljast upp! Námskeið fyrir þá sem vilja ná betri tökum á streitu og kvíða. Byggt er á aðferðum hugrænnar atferlis- meðferðar og sálfræði austrænnar speki. Unnið er með hugsanir og tilfinningar og aðferðir kenndar til að kyrra hugann. Leiðbeinandi: Margrét Bárðardóttir sálfræðingur, sérfræðingur í klínískri sálfræði Skráning og nánari upplýsingar: 863 0666 / margreba@centrum.is S Á L F R Æ Ð I S T O F A N S F . K L A P P A R S T Í G 2 5 - 2 7 HUGARFAR OG HUGARRÓ Frá streitu til sáttar Margrét Bárðardóttir sálfræðingur Námske ið ið e r ha ld ið í minningu Marg ré ta r B jö rgó l f sdó t tu r leikhúsinu standi í London og kom út úr því með fimm mínútna númer um íslenska víkingakonu sem vildi vera ógurlega sterk en var full af vandamálum. Þetta númer stækkaði síðan smám saman og ég fór með það vítt og breitt um England og kynntist alveg fullt af frábæru fólki sem var í þess- um bransa. Ég lærði líka heilmikið af þessu um samband leikara og áhorf- enda, tækni leikarans í kómedíu og ýmislegt annað sem hefur nýst mér vel síðan.“ Gleðin í vinnu leikarans Eftir að hún var komin hingað heim til Íslands stóð Ágústa ásamt fleirum fyrir uppákomum með uppi- standi og fékk vini sína frá Englandi til að koma og vera með uppistand. „Þetta voru frábærir uppistand- arar og nokkrir þeirra voru rétt að smella inn í frægðina í Bretlandi. Ef við hefðum ætlað að græða á þessu hefði verið betra að fá þá svolítið seinna hingað, þegar þeir voru búnir að vinna öll verðlaunin, en ég var ekk- ert að pæla í því. Þetta var mjög skemmtilegt allt saman.“ Og skemmtun er eitt af lykilorðunum sem Ágústa notar þegar hún talar um leikhúsið. „Aðalkennarinn minn, Phil- lipe Gauliere, sem hafði lært trúðinn hjá Jacque Lecoq í París, lagði mikla áherslu á að við hefðum ánægju af því sem við værum að gera. „Það nennir enginn að horfa á leikara sem er bara í vinnunni. Leikgleðin verður að skína í gegn,“ og þetta er eitt það mikilvæg- asta sem ég hef lært. Það verður að vera gleði í vinnu leikarans. Og þessi gleði verður að smita áhorfandann. Það er hægt að sýna hamingju og sorg og allt þar á milli án þess að missa gleðina. Það er líka svo mik- ilvægt að hafa skýra mynd af því sem maður vill segja áhorfandanum. Vilj- um við segja það með orðum eða vilj- um við sýna honum það með lík- amlegu látbragði eða skapa myndir.“ Hér kemur Ágústa að þeim þætti sýninga hennar sem hafa vakið verð- skuldaða athygli, því þær eru oft stíl- færðar að því marki að engu er líkara en hún hafi samið sporin fyrir leik- arana og sagt þeim fyrir með hreyf- ingarnar. „Ég verð að viðurkenna að margra ára dansbakgrunnur í sam- kvæmisdönsum og djassballett o. fl. brýst oft fram í mér. Það vafðist ekk- ert fyrir mér að smíða Riverdance- atriði eins og í sýningunni Memento Mori með leikfélagi Kópavogs og Hug- leik en ég fór einmitt í átta svoleiðis danstíma í London fyrir nokkrum ár- um. Ég ætlaði alltaf að verða eins og Ginger Rogers þegar ég tók þá ákvörðun að verða leikkona sex ára. Ég sé alltaf sýningarnar mínar fyrir mér myndrænt og vinn út frá því.“ Vilji lesandinn fá nánari skýringu á þessum pælingum er ekki til betri að- ferð en bregða sér í Þjóðleikhúsið og sjá t.d. Eldhús eftir máli eða Halldór í Hollíwood eða Klaufa og kóngsdætur sem þrátt fyrir barnasýningarstimp- ilinn er sýning fyrir alla sem hafa ánægju af góðri leiklist. Þar skiptist á hlátur og grátur enda sögur Hans Christians Andersens innblásturinn og hafa harðfullorðnir karlmenn sést strjúka tár af vanga í sýningarlok. „Þeir eru kannski ekkert harðari af sér en aðrir yngri og mýkri.“ Brúðugerðarmeistarinn Ogrodnik Að öðrum ólöstuðum hefur brúðu- gerðarmeistarinn Bernd Ogrodnik sigrað hjörtu áhorfenda með ljóta andarunganum sem breytist á dásamlegan hátt í fagran svan fyrir augum áhorfenda. Þau Bernd og Ágústa vinna nú saman að sýningu þar sem brúður Bernds verða í öllum hlutverkum og nefnist sýningin Metamorphosis, hamskiptin. „Þetta er sýning á brúðulist Bernds þar sem hann er einn með brúðurnar sínar en hann hannar sjálfur allar sínar brúð- ur, sem eiga hreinlega ekki sinn líka í veröldinni. Hann er jafnvígur á jap- anskar bunrakubrúður og fingra-, stafa- og strengjabrúður og list hans er barmafull af töfrum, fegurð og húmor. Algjör leikhúsgaldur.“ Bernd Ogrodnik býr í Skíðadal í Svarfaðardal og þar lágu leiðir þeirra Ágústu saman fyrir tveimur árum þegar hún var fengin til að leikstýra heimamönnum í Svarfdælasögu. „Bernd gerði grímur fyrir sýninguna og ég fékk hann svo til að taka þátt í Klaufunum og nú erum við að vinna þessa sýningu,“ segir Ágústa. Fleiri járn eru í eldinum því hún er einnig að leikstýra Stoppleikhópnum í nýju verki fyrir unglinga eftir Árna Ibsen sem nefnist Emma og Ófeigur og er að sögn Ágústu eins konar til- brigði við Hamletstefið. Loks má nefna að framundan í vor er sýning í samvinnu leiklistardeildar LHÍ og Þjóðleikhússins sem er hugsuð fyrir börn þótt Ágústa taki skýrt fram að það segi ekkert um endanlega út- komu. „Við hugsum okkur að byggja sýninguna á íslenskum þjóðsögum og það er nú ekki allt barnaefni sem þar stendur,“ segir hún að lokum og kveðst nýverið hafa fengið vilyrði fyr- ir framlengingu á samningnum í Þjóðleikhúsinu um eitt ár í viðbót. „Ég er alveg hlessa. Hvern hefði grunað þetta en auðvitað er ég alveg í skýjunum yfir þessu. Það er gott að vera í Þjóðleikhúsinu.“ havar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.