Morgunblaðið - 05.02.2006, Page 26

Morgunblaðið - 05.02.2006, Page 26
26 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Ferðafélag Íslands hefur um árabil fariðgönguferðir um Þjórsárver. Mikilláhugi er nú á Þjórsárverum og hefurþess orðið verulega vart í fyrirspurn-um hjá félaginu. Þess vegna er vel við hæfi að segja stuttlega frá ferðum Ferðafélags- ins á þær slóðir. Margar myndir hafa birst úr verunum en tiltölulega fáar af því svæði sem mest hefur verið rætt um vegna virkjunarfram- kvæmda sem nú hafa verið lagðar til hliðar. Hér er reynt að bæta úr þessu og brugðið upp mynd- um af austurhluta veranna og nágrenni Arnarfells hins mikla. Því miður hafa tiltölulega fáir landsmenn komið í Þjórsárver og notið ein- stæðrar náttúru svæðisins en mörgum þykir að öræfakyrrð, tign og fegurð Ís- lands nái þar sinni dýpstu merkingu. Sagt hefur verið að enginn verði samur eftir að hafa ferðast um Þjórsárver en ferðamaðurinn þarf helst að dvelja nokkra daga, horfa ekki eingöngu til fjalla og jökla heldur rýna líka niður í svörðinn, virða fyrir sér stör, freðmýrarrústir og blómskrúð, skima niður í tjarnir og fræðast um líf og land- mótun. Þá verður hverjum manni ljóst að nátt- úrufar Þjórsárvera er ein verðmætasta eign landsins og einstök á heimsvísu. Þjórsárver eru því sem næst í miðju landsins og eitt einangraðasta svæði á hálendinu, um- kringt hvítum jöklum, mórauðum fljótum og svörtum eyðisöndum. Sjálf skarta verin ekki að- eins grænu heldur sýnir náttúran alla sína auðgi í litavali. Einangrun veranna er ferðamanninum í senn hindrun og lokkandi ögrun. Sumarleyfisferðir Ferðafélagsins eru að jafn- aði 5 til 6 dagar. Á þeim dögum er gengið í Naut- öldu, um Arnarfellsmúlana sunnan Múlajökuls, öslað fram í Oddkelsver, stikað upp að jökli við Ólafsfell og loks er Arnarfell hið mikla klifið ef veður leyfir og reyndar einnig Arnarfell hið litla eða Kerfjall. Á síðasta degi er vaðið vestur yfir Blautukvísl og göngunni lýkur við Setur, skála Ferðaklúbbsins 4x4, vestan Þjórsárvera. Nátt- staðir í ferðinni eru aðeins tveir, í Nautöldu og undir Arnarfellsbrekkum, og er gengið þaðan daglega þannig að ekki þarf að bera nema dags- nesti helming ferðadaganna. Dagleiðir eru ekki ýkja langar en vaða þarf jökulár og ótal sprænur og feta sig upp brattar og lausar skriður Arn- arfells hins mikla. Við nálgumst Þjórsárver úr austri. Jökulhvel Hofsjökuls er framundan þar sem fjallakollar Hásteina gægjast upp úr langt inni á jökli og verða æ sýnilegri með hverju ári eftir því sem jökullinn hjaðnar. Suðaustur úr meginjökli Hofsjökuls skríður Þjórsárjökull, lágur en breiður, og höfum við hann á hægri hönd. Í vestri breiðir Múlajökull úr sér en mörgum þyk- ir hann einna formfegurstur íslenskra jökla. Lögun hans minnir helst á hörpuskel. En það er Arnarfell hið mikla sem fangar auga okkar um- fram allt annað, glæsilegt og mikilúðlegt. Við finnum nærveru þess afar sterkt en samt er það svo óaðgengilegt þar sem það spyrnir baki við þunga jökulsins en við fótskör þess byltist flaumur jökulánna. 1. Horft til Þjórsárjökuls Á fyrsta degi ökum við Sprengisandsleið en sveigjum síðan vestur yfir Þjórsá á stíflu 5. áfanga Kvíslaveitu töluvert innan við Hreysis- kvísl og Háumýrar. Við hefjum síðan gönguna þegar komið er að vestari Þjórsárkvísl eða Vest- urkvísl eins og hún hefur verið nefnd. Hún kem- ur sunnan undan Þjórsárjökli. Á myndinni erum við hér stödd austan við Þjórsárkvíslina, utan við hið afmarkaða friðland og horfum norðnorð- austur til Þjórsárjökuls í Hofsjökli. Til hægri sjáum við Miklafell og Klakk í fjarska, austan við Hofsjökul. Við horfum yfir hluta þess svæðis sem ætlað hefur verið til aursöfnunar með mót- vægis- og veitulónum. Með þessum lónum hefur verið gert ráð fyrir að komist verði hjá gerð stórs lóns sem upphaflega átti að ná inn í núver- andi friðland neðar í verunum, í nágrenni Norð- lingaöldu. Gróðurinn sem við sjáum er aðallega móa- og víðiheiðar á þurrari svæðum og mosar og hélumosar í lægðum, með störum og öðrum Á slóðum Ferðafélags Íslands Þjórsárver og Arnarfell hið mikla Morgunblaðið/Ólafur Örn Morgunblaðið/Ólafur Örn Morgunblaðið/Ólafur Örn Morgunblaðið/Ólafur Örn Eftir Ólaf Örn Haraldsson  &      '                                        () "   %+                         ) "    ,- . /  (%% - %  00+                                 !"                      !        #  "#             $  Höfundur tæpra ellefu ára í Nauthaga 1958. Hofsjökull og Hjartarfell í baksýn. Foreldrar höf- undar, Haraldur Matthíasson og Kristín Ólafs- dóttir, tóku drenginn með í ferðina sem farin var á vegum Páls Arasonar. 1 2 3 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.