Morgunblaðið - 05.02.2006, Qupperneq 27
votlendisgróðri. Þar í milli eru lítt grónir melar
og áraurar.
2. Stefnt á Arnarfell hið mikla
Við tökum stefnuna á Arnarfell hið mikla sem
hér er fyrir miðju, Kerfjall og Múlajökull til
vinstri, Rótarjökull er til hægri og sér þar í Arn-
arfell hið litla. Við erum enn stödd utan frið-
landsins eins og það er afmarkað nú. Framund-
an er gróðursvæði sem mikið hefur verið fjallað
um og raunar deilt um hvort verði fyrir áhrifum
ef vatnafari í nágrenni þess yrði breytt. Við er-
um ferjuð á báti vestur yfir Þjórsárkvíslina,
höldum fyrst norður í átt til Þjórsárjökuls til
þess að krækja fyrir votlendi og ganga á þurrari
árbakkanum þar til komið er upp á greiðfærara
svæði nær jökli. Síðan er snúið beint til Arn-
arfells hins mikla. Við tjöldum við rætur fjalls-
ins.
3. Undir Arnarfellsbrekku
Öræfakyrrðin verður vart áhrifameiri en
snemma á sumarmorgni undir Arnarfells-
brekku sem hefur verið rómuð um aldaraðir fyr-
ir fegurð og gróðursæld. Brekkurætur eru í um
600 m hæð yfir sjó. Þaðan rís brekkan með sam-
felldum gróðri í fast að 1.000 metra hæð. Niðri á
sléttlendinu leita tærar lækjarsytrur sér leiðar
innan um gróðurinn.
4. Þjórsárkvíslar og Arnarfellskvíslar
Á öðrum degi klífum við Arnarfell hið mikla.
Útsýni af tindi fjallsins gleymist seint. Stórfeng-
legast er það til suðurs og suðvesturs, yfir Múla-
jökul og Arnarfellsmúla. En hér á myndinni
horfum við hins vegar til austurs. Þar djarfar
fyrir Tungnafellsjökli. Áhugavert er að líta nær
okkur, svo til beint niður af fjallinu og austur
með Þjórsárjöklinum. Þar streyma Þjórsár-
kvíslar og Arnarfellskvíslarnar undan jöklinum
og flæmast um verin austanverð. Þarna gefst
nokkuð glögg sýn yfir hluta þess svæðis sem
ætlað hefur verið undir mótvægis- og veitulón
ásamt skurði og leiðigarði eins og fram kom hér
áður. Með því móti yrði mikið af rennsli kvísl-
anna leitt úr farvegi sínum, frá Þjórsá og yfir til
Þórisvatns ásamt tilheyrandi áhrifum á lands-
lag, vatnafar og minna vatni í fossum Þjórsár.
5. Norðurhlið Arnarfells hins mikla
Við yfirgefum Arnarfell hið mikla og skund-
um þvert yfir sléttan Rótarjökulinn en höfum þó
nánar gætur á grængolandi svelgjum skriðjök-
ulsins sem verða á vegi okkar. Handan jökulsins
bíður okkar Arnarfell hið litla sem reyndar gef-
ur hinu mikla ekkert eftir í hæð. Fáir ganga á
Arnarfell hið litla og því er óvenjulegt að sjá
myndir þaðan af norðurhlið Arnarfells hins
mikla. Hér sjáum við ekki blómskrúð í suður-
brekkum heldur þvert á móti er ásýnd fjallsins
að norðan köld og nakin en þó heillandi þrátt
fyrir hrikaleik sinn. Rótarjökull teygir sporð
sinn niður með fjallinu en undan honum fellur
Arnarfellskvíslin innri. Handan Arnarfellsins
mikla sjáum við suður í votlendi Þjórsárvera.
Þriðja dag ferðarinnar göngum við um 15 km
leið um Arnarfellsmúla í Nautöldu. Slóðin
hlykkjast um gróskumikla múlana innan um
hvannstóð og blaðmiklar og blómfagrar jurtir.
Við erum reyndar um 8 til 10 klukkutíma þann
spotta. Ekki er það vegna torleiðis þó að margar
ár þurfi að vaða heldur vegna þess að við stöns-
um hvað eftir annað og fræðumst um náttúru
svæðisins allt frá myndun freðmýrarrústa til
skötuorma í tjörnum. Fararstjórinn er gagn-
fróður og sagnameistari. Hann opnar fyrir okk-
ur bók náttúrunnar sem við áður gátum ekki les-
ið.
Síðustu ferðadagana látum við veður ráða för
ýmist upp að jökli við Ólafsfell, skoðum hrunin
jökulstál, striplumst í villibaði í volgum læk eða
heimsækjum óðal lágfótu frammi við Oddkels-
ver og könnum fornar gæsaréttir. Og á síðasta
degi göngum við vestur frá Nautöldu að hinu
myndarlega Setri þeirra félaga í 4x4. En þegar
við höfum rétt vaðið vestur yfir Blautukvísl finn-
um við að eitthvað hefur gerbreyst. Við erum
skyndilega stödd í algerri auðn; svartur sandur,
blásnir melar og grár jökulruðningur er á báðar
hendur. Viðbrigðin eru mikil. Í tæpa viku höfum
við verið umlukin gróðri, litum og vatni. Við lyft-
um okkur upp á malarásinn framundan og eig-
um hálfgert von á þar birtist gróðurlendi að nýju
en þar er sama líflitla eyðimörkin eins langt og
augað eygir. Að baki liggja Þjórsárver. Þau bíða
allra þeirra sem þangað vilja leita. Og þó að fáir
komi til þess að njóta þessarar gróðurvinjar lifir
fegurð og náttúrugildi Þjórsárvera. Góður vinur
hverfur ekki né traust vinátta við hann þó að við
hittum hann ekki oft eða jafnvel aldrei framar.
Morgunblaðið/Ólafur Örn
Höfundur er forseti Ferðafélags Íslands.
5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 27