Morgunblaðið - 05.02.2006, Page 40

Morgunblaðið - 05.02.2006, Page 40
40 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Í síðasta pistli láðist mér aðgeta í samanburðarfræðinni,að ekki væri aðstreymið úrdreifbýlinu til Santiagominna en hér á suðvestur- hornið hvað okkur snertir. For- sendurnar svipaðar en umfangið stórum meira í Chile og því geta menn einungis giskað á raunveru- legan fjölda borgarbúa, vita þó að hann er drjúgum meiri en opinber- ar tölur herma. Svo hefur miðborg- in þá sérstöðu að vera eins og lítil vin í stóru landsvæði þótt vega- lengdir séu þar miklar. Utan mið- svæðisins er eins og borgin sé um- lukt flatlendi þar sem ekkert gnæfir upp úr utan Andesfjallanna í austri, einungis endalausar raðir sviplausra smáhýsa, eða þannig lít- ur þetta út niður frá hæð heilags Kristobals hvar sér til allra átta. Viðlíka umfang lágreistra húsa- þyrpinga kringum miðborg hef ég ekki augum litið og fór strax að skilja hinar óraunverulegu opinberu tölur um íbúafjöldann. Auðvelt að ímynda sér að óskráðir fari létt með að leynast í þessum yfirgengilega og að því er virðist lítt skipulega húsagrúa … Lengi hefur mér þótt upplagtað spyrja fólk í samræðumum myndlist hvað það vitium list í Chile, og hvort það geti ímyndað sér að menn þar hafi spurnir af íslenskri myndlist, til að mynda Kjarval eða Ásmundi Sveinssyni, jafnfjarstæðukennt og það nú væri. Satt að segja rekur mig ekki minni til að nokkur gæti svarað því, þó mun einhverja fróð- leiksbrunna hafa rámað í að hinn heimsþekkti málari Roberto Matta væri af suðuramerískum rótum, jafnframt að hinn ekki minna frægi Wilfrido Lam (1902–1982) kæmi frá Kúbu. Á heimsvísu er Matta auðvitað hundraðfalt þekktari en Kjarval og Ásmundur, en iðulega er það mein- bugurinn á litlum einöngruðum þjóðum sem láist að opna gluggana Tveir chileskir málarar Claudio Bravo: Blár pakki og strútsegg, 1971, 110x140 cm. Mikill áhrifamáttur einfaldra meðala. Eitt af „Inscape“-verkum Roberto Matta frá fyrri árum. Þjóðlistasafnið, museo Nacional de Bella Artes, í Santiago. Claudio Bravo: Mannsmynd án manns. Úr áhöldum mótorhjóla- manns varð portrettið: "Antonio Go- res", 1973, 200x150 cm. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.