Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir jólin fór kona ein með fjög-urra ára dótturson sinn á jóla- skemmtun. Mikið fjör var í kring- um jólatréð og allir hinir gömlu og góðu jólasöngvar voru sungnir af hjartans lyst. Loks kom að laginu um hina svefndrukknu Þyrnirósu, þessa sem svaf í 100 ár í höllinni bak við þyrnigerðið sem hóf sig hátt. Aðalmaðurinn í hljómsveitinni sveiflaði nú glaðlega hljóðneman- um og bað ungar stúlkur í salnum að leggja við eyrun: „Okkur vantar nú myndarlega Þyrnirós hér upp á sviðið,“ til- kynnti hann hárri röddu. Ekki stóð á viðbrögðunum, ekki færri en sjö fallegar litlar stúlkur í brakandi ballkjólum gáfu sig fram og lögðust umsvifalaust niður á sviðið, albúnar að falla í þungan svefn. „Já, ekki var það slæmt,“ sagði maðurinn á sviðinu. „En nú vantar okkur galdranorn, hvað segið þið um það, stúlkur?“ hélt maðurinn áfram. Það stóð ekki á viðbrögðum heldur nú, þrjár galdranornir voru fyrr en varði komnar galvaskar upp á sviðið og biðu þess óþreyjufullar að taka til starfa. „Þá held ég það hafi gengið vel, en ungu menn, nú er komið að ykk- ur – það vantar prins til að vekja Þyrnirós með kossi, hver vill vera prinsinn?“ Þá hljóp skyndilega mikil tregða í mannskapinn, enginn gaf sig fram. Amman fyrrnefnda fylltist metnaði fyrir hönd dóttursonarins, ýtti aðeins aftan á hann og hvíslaði: „Farðu nú og vertu prinsinn, það verður ábyggilega gaman.“ Jólatréð stóð í miðjum salnum en í kringum það var autt svæði og þar fyrir utan stóð svo allur mann- skapurinn. Sveinninn ungi var skyndilega ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/Hvernig „lístur“ ykkur á? Þá kom hinn ungi konungsson! eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Hver ræður för? Málþing Sjónarhóls - ráðgjafarmiðstöðvar ses. um virðingu og samvinnu í þjónustu við fjölskyldur barna með sérþarfir föstudaginn 10. febrúar í Gullhömrum, Grafarholti. Á málþinginu verður varpað ljósi á þjónustu ríkis, sveitarfélaga og félagasamtaka við fjölskyldur barna með sérþarfir frá sjónarhóli notenda þjónustunnar. Málþingið er ætlað foreldrum og öðrum sem láta sig málefni barna með sérþarfir varða. Hægt verður að fylgjast með málþinginu í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á www.sjonarholl.net Þátttaka er endurgjaldslaus. NÝ ÞJÓNUSTA við netverja, vef- sida.is hefur verið tekin í notkun, en hér er um að ræða heildarþjónustu fyrir þá sem vilja koma sér upp eigin svæði á netinu. Á vefsida.is geta not- endur m.a. stofnað eigin heimasíðu, bloggsíðu, myndaalbúm og/eða feng- ið sér eigið netfang, sér að kostn- aðarlausu. Rekin með auglýsingatekjur MySamfélagið stendur fyrir rekstri þjónustunnar sem eingöngu er rekin með auglýsingatekjum. Undir vefsida.is falla vefsvæðin my- blog.is , mymail.is, myweb.is og myalbum.is. Að sögn Davíðs Sigurð- arsonar, markaðsstjóra MySam- félagsins, notar félagið sölu auglýs- inga til að fjármagna leiki eða keppnir sem stuðli að aukinni þekk- ingu í hönnun og vefsíðugerð auk þess sem vefsvæðið bætir aðstöðu einstaklinga til muna þegar kemur að vefsmíðum. „Allar vefsíður eru dæmdar eftir frumlegheitum, inni- haldi, sköpun og framtaki, og eru því allir gjaldgengir í keppnina,“ segir Davíð. Skiptir engu hvort aðilar eru að stíga fyrstu skref sín í vefsmíðum eða eru lengra komnir, allir eiga jafnan möguleika.“ Ný ókeypis bloggþjón- usta fyrir netverja BANDALAG kvenna í Reykjavíkhefur úthlutað 5 styrkjum úr Starfs- menntunarsjóði ungra kvenna. Starfsmenntunarsjóður ungra kvenna var stofnaður og kosið í fyrstu stjórn hans á 79. þingi Bandalagsins þ. 18. mars 1995. Í reglugerð sjóðsins segir m.a. að tilgangur sjóðsins sé að hvetja og styðja við bakið á ungum konum til þess að leita sér aukinnar menntunar. Frá upphafi hafa verið veittir 63 styrkir úr sjóðnum og árlegur fjöldi styrkþega ráðist af fjárhagsstöðu hverju sinni. Þau fyrirtæki, sem styrktu sjóðinn að þessu sinni voru Menningarsjóður Íslandsbanka, EDDA útgáfa, MS, Kjarnavörur, Norðlenska matborðið, Karl K. Karlsson, Danól heildverslun, Ó.J. & K heildsala og Orkuveita Reykjavíkur. Á myndinni eru fjórir styrkþegar af fimm, taldir frá vinstri: Kristrún Grétarsdóttir, Díana Ósk Óskarsdótt- ir ásamt dóttur sinni, Hulda K. Vatns- dal og Steinunn Margrétardóttir með syni sína. Á myndina vantar Guðrúnu Björgu Brynjólfsdóttur. Bandalag kvenna veitir námsstyrki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.