Morgunblaðið - 05.02.2006, Side 48

Morgunblaðið - 05.02.2006, Side 48
48 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VESTURHEIMI LISTAMAÐURINN John K. Sam- son, sem er af íslenskum ættum, er í hópi fimm þekktra kan- adískra rithöfunda, sem kan- adíska útvarpsstöðin CBC, valdi til að fara fyrir lestrarátaki hjá kanadísku þjóðinni í apríl næst komandi. John Samson mælir með bókinni A Complicated Kindness eftir Miriam Toews og á bókalista hans er líka bókin Carnival of Longing eftir Kristjönu Gunnars. CBC var með sérstakt lestr- arátak í fyrra og árið þar á und- an og þar sem það þótti takast vel var ákveðið að endurtaka leikinn í ár. Átakið felst í því að fimm þekktir rithöfundar mæla með ákveðnum bókum og ræða um ágæti þeirra í útvarpsþáttum dag- lega í fimm daga. Ein bók dettur út í hverjum þætti þar til ein stendur eftir og mælt er með að Kanadamenn lesi. Með þessu móti er vakin athygli á bókum og al- menningur, ekki síst ungt fólk, hvattur til að lesa fleiri bækur en til þessa. John K. Samson er þekktur, rúmlega þrítugur maður. Hann hefur komið víða við og er hreyk- inn af íslenska uppruna sínum þó hann líti að sjálfsögðu á sig sem Kanadamann en af íslenskum ætt- um. Hann er sonur Eleanor og Tim Samsons og langalanga- langafi hans, Jón Samsonarson, forsmiður, alþingismaður og bóndi í Keldudal, byggði meðal annars Víðimýrarkirkju 1834. John Samson er fyrst og fremst þekktur fyrir söng, textagerð og lagasmíðar og hefur David Arna- son, yfirmaður íslenskudeildar Manitobaháskóla í Winnipeg, sagt að hann sé einn hæfileikaríkasti listamaður Kanada. Í tæplega fimm ár, 1991 til 1996, var hann aðalmaðurinn í pönkhljómsveit- inni Propaghandi og seldust meira en 100.000 diskar með sveitinni. 1997 stofnaði gítarleik- arinn og söngvarinn kanadísku rokkhljómsveitina The Weakert- hans og hafa diskar hennar sam- tals selst í nokkur hundruð þús- und eintökum auk þess sem hljómsveitin hefur verið tilnefnd til merkra verðlauna í Kanada, John K. Samson fer fyrir lestrar- átaki í Kanada Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is ÁRSÞING Þjóðræknisfélags Ís- lendinga í Norður-Ameríku verður haldið í Victoria í Bresku Kólumbíu dagana 20. til 23. apríl næstkom- andi og hefur Þjóðræknisfélag Ís- lendinga skipulagt hópferð frá Ís- landi á þingið. Yfirskrift þingsins er Ísland to Island from Heritage to Heritage og vonast skipuleggendur til þess að íslenskur ráðherra heiðri þingið með nærveru sinni eins og und- anfarin ár. Þingið fer fram á Hotel Grand Pacific við höfnina í Victoria og gefst þátttakendum færi á ýms- um ferðum um Victoria í tengslum við þingið. Skráning er hafin og veitir Fred Bjarnason, formaður Ís- lendingafélagsins í Victoria, allar nánari upplýsingar (Fred.Bjarna- son@gov.bc.ca). Hópferð frá Íslandi Ferð Þjóðræknisfélagsins (www.inl.is) til vesturstrandarinnar stendur yfir frá 15. til 25. apríl. Flogið verður til Minneapolis laug- ardaginn fyrir páska og þaðan til Seattle á páskadag. Þriðjudaginn 18. apríl verður ekið til Vancouver með viðkomu í Bellingham og Blaine. Siglt til Victoria 20. apríl (sumardaginn fyrsta) og aftur til baka að þingi loknu og gist eina nótt í Vancouver. Mánudaginn 24. apríl verður ekið til Seattle, flogið þaðan til Minneapolis samdægurs og flogið til Íslands að kvöldi 25. apríl. Í ferðinni verða Íslendingafélög heimsótt sem og Íslendingabyggðir og aðrir áhugaverðir staðir. Far- arstjórar verða Almar Grímsson, formaður Þjóðræknisfélagsins, og Jón Baldur Þorbjörnsson, en Ferðaskrifstofan Ísafold (www.isa- foldtravel.is) annast alla fyr- irgreiðslu, upplýsingar og bókanir í ferðina. Nánari upplýsingar veita Jón Baldur Þorbjörnsson (jonbald- ur@isafoldtravel.is) og Erla Guð- mundsdóttir (erla@isafoldtravel.is). Ársþing Þjóðrækn- isfélagsins í Victoria Það geta fáir boðið eins ríkulegan aukabúnað á svona lágu verði. Opel Astra hefur verið endurhugsuð frá grunni og útkoman er gjör- breyttur bíll a› innan sem utan. Kynntu þér nýja Opel Astra í dag. Nýr, fallegri og miklu betri Opel. Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 ih.is Beinskiptur - 1.6 lítra vél – Mánaðargreiðsla 18.583,-** ÞESSI ER HLAÐIN AUKABÚNAÐI: ESP skriðvörn, útvarpsfjarstýring í stýri, samlitur og loftkæling. 7 hátalarar, spilar mp3, hiti í sætum, aksturstölva og margt, margt fleira. NCAP eru leiðandi í öryggis- og árekstrarprófum í Evrópu. Opel Astra fékk hæstu mögulegu einkunn. Nýja Astran er svipuð og sú gamla. Bara miklu betri og flottari. 1.550.000,-*

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.