Morgunblaðið - 05.02.2006, Síða 51

Morgunblaðið - 05.02.2006, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 51 UMRÆÐAN Portúgal 39.280 kr.34.490 kr. Mallorca 35.880 kr. Tenerife 39.880 kr. á mann mi›a› við 2 fullor›na og 2 börn, 2ja–11 ára, á Parque de las Americas í 2 vikur. Net-verðdæmi 25. maí SumarPlús 2006 Bókaðu strax besta verðið á plusferdir.is Plúsferðir · Hlíðasmára 15 · 200 Kópavogur · Sími 535 2100 · www.plusferdir.is Benidorm á mann mi›a› vi› a› 2 fullor›nir og 2 börn, 2ja–11 ára, fer›ist saman. Innifali› er flug, gisting í 7 nætur á Buenavista og flugvallarskattar. Net-verðdæmi 17., 24. maí og 21. júní á mann mi›a› við að 2 fullor›nir og 2 börn, 2ja–11 ára, fer›ist saman. Innifali› er flug, gisting í 7 nætur á Elimar og flugvallarskattar. Net-verðdæmi 23. og 30. maí Krít 47.250 kr. á mann mi›a› a› vi› 2 a› fullor›nir og 2 börn, 2ja–11 ára, fer›ist saman. Innifali› er flug, gisting í 7 nætur á Skala og flugvallarskattar. Net-verðdæmi 29. maí og 27. júní Marmaris 37.600 kr. á mann mi›a› a› vi› 2 a› fullor›nir og 2 börn, 2ja–11 ára, fer›ist saman. Innifali› er flug, gisting í 7 nætur á Öz-ay og flugvallarskattar. Net-verðdæmi 23. og 30. maí á mann mi›a› við að 2 a› fullor›nir og 2 börn, 2ja–11 ára, fer›ist saman. Innifali› er flug, gisting í 7 nætur á Pil Lari Playa og flugvallarskattar. Net-verðdæmi 16., 23. maí og 20. júní Í SÍÐARI forystugrein Mbl. þ. 26. jan sl. fagnar höfundur þeirri rýmk- un á heimildum ferðamanna til að hafa með sér til landsins vörur úr ógerilsneyddri mjólk og ósoðnu kjöti, sem unnið mun að í ráðuneytum um- hverfis, landbúnaðar og fjármála. Fyrirsögnin er: Meiri skinka, minni vitleysa. Fögnuðinum til frekari áréttingar kemur svo þessi klausa: Ekki hefur þó verið sýnt fram á að svo mikið sem mús hafi andast eftir að hafa étið útlendan ost, þrátt fyrir að vitað sé að umtalsvert „smygl“ hefur komist framhjá árvökulum toll- vörðum. Á að skilja þetta svo að höf. telji það eðlilegt viðmið um heimildir til innflutnings af þessu tagi, að meðan enginn tekur sér fyrir hendur að sýna fram á að mýs hafi drepist af því að éta umræddar vörur eigi að láta innflutninginn afskiptalausan? Væntanlega ekki. Hins vegar vekur þetta enn upp þá spurningu hvers vegna Mbl. grípur einatt til orðavals og efnistaka af þessu tagi, þegar ritstjórnin fjallar um innflutningshömlur á búvörum. Nú er það alkunna að alvarleg veikindi og dauðsföll hafa verið rakin til neyslu á ostum úr ógerilsneyddri mjólk og ósoðnum kjötvörum. Þar sem staðið er að framleiðslu þeirra með vandvirkni er sú hætta hins veg- ar svo lítil að sjálfsagt má heimila ferðamönnum að taka slíkar vörur með sér til eigin neyslu, en engu að síður sjálfsagt að hindra að þær séu fluttar inn í farangri ferðamanna í því magni að um verslunarvöru sé að ræða. Mbl. hefur löngum talað fyrir auknu frelsi í viðskiptum með búvör- ur. Ég fór því, m.a. af ofangreindu til- efni, að velta því fyrir mér hversu langt þessi áhugi ritstjórnarinnar á viðskiptafrelsi muni ná. Fyrir fáum árum sótti hópur áhugasamra kúabænda um leyfi til að flytja inn erfðaefni úr norskum kúm til blöndunar við íslenska kúa- kynið. Fyrirhugaður ávinningur af inn- flutningi var að hraða kynbótum með tilliti til afurða, mjaltaeiginleika og byggingar. Þrátt fyrir skipulagðar kynbætur sl. 100 ár er íslenska kúa- kynið afkastalítið og óhagkvæmt til framleiðslu miðað við erlend kyn og ræktunarhópurinn svo smár að erfðaframfarir hér eru aðeins brot af því sem gerist í stærri hópum og því drögumst við sífellt aftur úr hvað þetta varðar. Fullvíst má telja að náist viðlíka afurðasemi hér og gerist annars staðar, muni það lækka fram- leiðslukostnað mjólkur um tugi pró- senta. Stjórnskipuð nefnd dýralækna hafði komist að þeirri niðurstöðu að sjúkdómahætta væri innan ásætt- anlegra marka og tryggt var að erfðaefnið væri laust við það prótín (beta-kasein AI), sem hugsanlega mætti tengja við nýgengi sykursýki í ungu fólki. Landbúnaðarráðherra synjaði um leyfi til þessa innflutnings. Nú virðist vera að koma fram, það sem áður hafði verið spáð, að ís- lenska kúakynið geti, við núverandi aðstæður, ekki endurnýjað sig hvað gripafjölda áhrærir, og því ekki hægt að auka framleiðsluna nægilega til að mæta aukinni neyslu, hvað þá að nýta hugsanleg tækifæri til útflutn- ings. Þess vegna hefur í haust og í vetur verið mikið rætt um það meðal kúabænda hvort ekki sé kominn tími til að endurnýja þessa umsókn. Af því tilefni hefur ráðherra ný- lega ítrekað neikvæða afstöðu sína. Ekki minnist ég þess að Mbl., aðrir fjölmiðlar, stjórnmálaflokkar, Hag- fræðistofnun HÍ, launþegasamtök, neytendasamtök, frjálshyggjufélög eða aðrir sjálfskipaðir gæslumenn al- mannahagsmuna hafi ýjað að því að þessar ákvarðanir ráðherrans kynnu að orka tvímælis. Nú virðist hilla undir niðurstöðu í Doha-lotu WTO-samninganna. A.m.k. þrír ráðherrar, ráðuneyt- isstjóri landbúnaðarráðuneytisins og forsvarsmenn Bændasamtakanna hafa af því tilefni boðað minnkandi og breyttan stuðning við mjólk- urframleiðsluna, aukinn markaðs- aðgang og lækkandi tolla á innfluttar búvörur. Okkur kúabændum virðist sem sagt ætlað að keppa við afurðir frá framleiðendum sem búa við betri að- stæður til búskapar, hagkvæmari fram- leiðslutæki og njóta væntanlega enn um sinn útflutningsbóta og vera jafnframt bannað að leita þeirra leiða til hagræðingar, sem beinast liggur við að reyna. Eins og að vera sendur út á vígvöllinn með aðra höndina bundna á bak aftur. Nái þetta fram að ganga getur varla leikið vafi á því að rekstr- arumhverfi mjólkurframleiðslunnar breytist svo mjög til hins verra að í hreina tvísýnu geti stefnt um framtíð greinarinnar. Því er brýnt að allir kostir til að lækka kostnað við mjólkurframleiðsluna séu skoðaðir og nýttir. Ekki vil ég trúa því fyrr en í fulla hnefana að Mbl. standi á sama um framtíð kúabúskapar á Íslandi, en gæti ekki verið kominn tími til að blaðið birti afstöðu sína til innflutnings erfða- efnis til kynbóta ís- lenska kúastofnsins? Ég geri mér vissulega vonir um að blaðið styðji slíkan innflutning, enda um augljóst sanngirnismál að ræða og í fullu samræmi við stefnu þess um frelsi í viðskiptum. Málefnaleg umfjöllun Egils Ólafs- sonar blm. um þessi mál undanfarið er vonandi vísbending um að þess sé að vænta. Guðmundur Þorsteinsson svar- ar leiðara Morgunblaðsins ’Ekki vil ég trúa því fyrren í fulla hnefana að Mbl. standi á sama um framtíð kúabúskapar á Íslandi, en gæti ekki verið kominn tími til að blaðið birti af- stöðu sína til innflutnings erfðaefnis til kynbóta ís- lenska kúastofnsins?‘ Guðmundur Þorsteinsson Höfundur er kúabóndi á Skálpastöðum í Borgarfirði. Mýsnar og Morgunblaðið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.