Morgunblaðið - 05.02.2006, Síða 70

Morgunblaðið - 05.02.2006, Síða 70
70 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. GUÐMUNDUR TEITSSON ✝ GuðmundurTeitsson fæddist á Grímarsstöðum í Andakílshreppi 26. janúar 1954. Hann lést á heimili sínu 26. janúar síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Akra- neskirkju 2. febr- úar. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Elsku Gummi. Okk- ur verður orða fátt og það fá engin orð því lýst hversu mikill missir er að þér. Við erum þakklát fyrir þær stundir sem við áttum saman. Minningarnar lifa að eilífu. Guð geymi þig, elsku bróðir, mágur og frændi. Við vottum Elínu, börnum og barnabörnum dýpstu samúð okkar. Guð gefi ykkur styrk á þessum erf- iðu tímum. Grímar, Pétrún og fjölskylda. Elsku hjartans Ella mín, þú áttir svo mikið eftir og lífsgleðin þín var óstjórnleg. Að þú skulir vera farin frá okkur hér í jarðlífinu vil ég ekki viðurkenna. Þú ert fjórða vin- kona mín sem fer frá mér á tíma- bilinu 14. nóv. 2005 til 11. jan. 2006. Og nú þegar ég skrifa þessi fátæk- legu orð hlusta ég á Vilhjálm Vil- hjálmsson syngja lagið Söknuður. Elínborgu kynntist ég þegar hún giftist frænda mínum Arnari Haukssyni og bjuggu þau í Lundi á meðan Arnar var að læra. Kynntist ég þarna einstakri persónu með mikla kímnigáfu, einnig frábærlega duglegri stúlku. Þú eignaðist Björn Önund og Sigríði Ösp og á milli bleiuskiptanna laukstu tveimur ár- um í lögfræðinni í fjarnámi og tókst síðan prófin í sendiráðinu í Dan- mörku. Og þér tókst það. Bara það sýnir hversu mikil persóna þú varst. Við höfðum mikið gaman af því, þegar Björn Önundur átti afmæli í apríl og hann óskaði sér þess að jóla- sveinninn kæmi og færði honum af- ELINBORG JÓHANNA BJÖRNSDÓTTIR ✝ Elinborg Jó-hanna Björns- dóttir fæddist í Reykjavík 26. febr- úar 1954. Hún lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi við Hringbraut 11. jan- úar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkj- unni 18. janúar. mælisgjafirnar. Ég varð að skríða með- fram veggjum, jóla- sveinaklædd í apríl- mánuði, til að uppfylla óskir hans. Síðan eignaðist ég son í nóv. 1985. Var hann skírður eftir Arnari frænda og þú fékkst að eiga seinna nafnið hans sem varð Örvar af sérstökum ástæð- um. Síðan, eftir að ég flutti hingað út, hringdi ég í þig og lét þig vita að uppáhaldstíkin mín væri dáin og ég hefði fengið aðra sem ég hafði skírt Claire. En þú baðst svo innilega að ég skírði hana í höfuðið á þér svo nú hef ég Ellu mína ennþá hjá mér. Svo á tímabili hafði ég Ellu og Arnar heima hjá mér. Elsku Ella mín, það koma svo margar skemmtilegar minningar upp í huga minn núna. M.a. þegar þú hættir að reykja og hringdir í ofboði til mín til að fá mig í kaffi, svo að þú gætir fundið lyktina af reyknum, og við hlógum mikið að því. Það eru svo margar góðar og ynd- islegar minningar sem ég á um þig og fjölskyldu þína. Þú átt alveg ynd- islega fjölskyldu sem hjálpar öllum og heimilið hjá foreldrum þínum var alltaf opið öllum. Stundum var það eins og hótel og alltaf gleði og glaumur. Ég finn svo innilega til með foreldrum þínum og uppáhalds- systur þinni Jóhönnu (Jósu) og bræðrum þínum. Ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur því missir ykkar er stór í þessari samheldnu fjölskyldu. Einnig votta ég frænda mínum, Arnari Haukssyni, Birni Önundi, Sigríði Ösp, Hauki Júlíusi og Arnari Vilhjálmi dýpstu samúð mína. Guð blessi ykkur á þessum erfiðu tíma- mótum. Vilhelmína frænka, Svíþjóð. Ellu og Arnari, fyrrverandi manni hennar, kynntist ég fyrir 15 árum. En þá svaraði ég auglýsingu þar sem auglýst var eftir „ömmu“ til að gæta barna þeirra. Var ég svo hepp- in að fá starfið þótt ég væri ekki einu sinni orðin mamma. Það var lær- dómsríkt og mjög skemmtilegt að passa börnin þeirra og á ég margar fallegar minningar frá þeim tíma. Það eru forréttindi að kynnast góðu fólki og bý ég að því alla mína ævi. Á jólagleðinni í vinnunni hjá mér nú fyrir jólin var farið í leik þar sem allir áttu að segja eitthvað fallegt um einn starfsfélaga sinn. Voru þetta allt frá fjórum atriðum upp í 24 atriði. Þá fór ég að hugsa hvað fólk er oft feimið og finnst óþægilegt að segja eitthvað fallegt hvað við annað. Fallegast gjöfin sem þú gef- ur eru falleg orð. Af því að ég kynnt- ist Ellu fyrir 15 árum langar mig að nefna 15 falleg atriði sem ég hefði sagt við hana ef hún hefði setið þarna hjá mér á jólagleðinni: Þú ert góð Þú ert ljúf Þú ert falleg Þú ert dugleg Þú ert gáfuð Þú ert skemmtileg Þú ert frábær Þú ert góð í þínu starfi Þú ert með gott viðmót Þú ert með skemmtilegan húmor Þú ert yndisleg móðir Þú ert góður vinur Þú átt yndisleg börn Þú átt góðan eiginmann Þú átt frábæra fjölskyldu Elsku Haukur, Sigga Ösp, Bjössi, Arnar Vilhjálmur, Benedikt, Sigga, Björn og systkini Ellu. Ykkur öllum votta ég mína dýpstu samúð. Ég bið góðan Guð að styðja ykkur og hugga á þessum erfiðu tímum. Megi allir englar alheimsins vaka yfir ykkur öllum og veit ég að Ella er einn af þeim. Sigríður Hrönn Sveinsdóttir. Höggvið hefur verið skarð í stúlknahópinn úr Brekkugerðinu. Ella Björns er látin fyrir aldur fram. Á æskuárum okkar í Brekkugerðinu vorum við allmargar stúlkur sem vorum fæddar á árunum 1953–4. Við lékum okkur mikið saman og á milli okkar sköpuðust sérstök tengsl. Ella var brosmild, lágmælt og að vissu leyti boheminn í hópnum. Hún hafði góða nærveru og var heil í öll- um sínum samskiptum. Heimilið einkenndist af löngum vinnudegi föðurins, stórri fjölskyldu móður- innar, mörgum börnum og vinum þeirra allra. Heimilið stóð alltaf opið og amma Jóhanna stýrði elda- mennskunni. Við fengum að passa litlu bræður Ellu á milli þess sem við hlustuðum á tónlistina úr Oklahoma þangað til platan var næstum gauðs- litin. Við vorum þrjú úr hópnum sem fórum í Versló, sem styrkti tengslin betur. Síðan skildi leiðir en lágu allt- af saman annað slagið, á námsárum í Kaupmannahöfn, götugrilli í Brekkugerðinu og í leikfimi á Nord- ica. Alltaf var Ella eins, geislaði af hlýju og væntumþykju. Umræðan snerist um fjölskylduna, vinina og það að halda sér í formi. Í haust þeg- ar af henni var dregið undirstrikaði hún mikilvægi þess að rækta líkam- ann og gefa sér tíma í það. Ella hefur á undanförnum mán- uðum verið umvafin hlýju frá sínum nánustu. Jóhanna systir hennar hef- ur sinnt henni einstaklega vel og verið tengiliður við okkur vini henn- ar. Við sendum fjölskyldu Ellu okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Við erum öll fátækari án hennar. Far í friði, kæra vinkona. Margrét Guðmundsdóttir og Svava Eyjólfsdóttir. Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍSABET ANDRÉSDÓTTIR, Tungu, Skagafirði, andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki laugardaginn 28. janúar síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Andrés Helgason, Ásdís Edda Ásgeirsdóttir, Ásgeir Már Andrésson, Björk Sigurgeirsdóttir, Elísabet Rán Andrésdóttir, Benedikt Egill Árnason, Gunnar Þór Andrésson og langömmubörn. Elskuleg móðir mín, HULDA JÓNSDÓTTIR, Einilundi 8e, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðju- daginn 24. janúar. Útför hennar hefur farið fram. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyfjadeildar FSA, heimaþjónustu og heimahjúkrunar á Akureyri fyrir góða umönnun. Kristín Pétursdóttir og fjölskylda. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, BÖÐVAR INGI ÞORSTEINSSON bóndi á Þyrli, Hvalfjarðarstrandarhreppi, lést á Sjúkrahúsi Akranes fimmtudaginn 2. febrúar. Hann verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í Saurbæ miðvikudaginn 8. febrúar kl. 14:00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Ásrún Jóhannesdóttir, Jóhannes Ingi Böðvarsson, Helga Hallbjörnsdóttir, Sólrún Jóna Böðvarsdóttir, Reynir Garðar Brynjarsson, Þorsteinn Böðvarsson, María Guðrún Nolan, Guðlaugur Hrafnsson og barnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, ÞÓRÐUR H. TEITSSON kaupsýslumaður, varð bráðkvaddur á heimili sínu í Toronto, Kanada þriðjudaginn 13. desember 2005. Bálför hefur farið fram. Ólafur, Anna, Ingþór, Helga, Gunnar, tengdabörn og barnabörn. Elín Teitsdóttir, Haraldur Teitsson, Helga Elís. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ATLI SIGURÐSSON, Bólstaðarhlíð 46, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 7. febrúar kl. 15.00. Helga Berglind Atladóttir, Bjarni Már Bjarnason, Sigurður Atli Atlason, Ívar Ómar Atlason, Maria Mercedes Peralta, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSDÍS ÓLAFSDÓTTIR hjúkrunarkona, Bólstaðarhlíð 15, Reykjavík, lést föstudaginn 3. febrúar. Útför verður auglýst síðar. Þorvaldur Lúðvíksson, Hervör Lilja Þorvaldsdóttir, Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, Lúðvík Þorvaldsson, Jóhanna Gunnarsdóttir, Ólafur Börkur Þorvaldsson, Ragnheiður Einarsdóttir, Þórhallur Haukur Þorvaldsson, Kristín Rut Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.