Morgunblaðið - 05.02.2006, Qupperneq 73

Morgunblaðið - 05.02.2006, Qupperneq 73
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 73 MINNINGAR Laugardaginn 21. janúar síðastliðinn kvöddum við Hamelý frænku, frænku sem var okkur öllum svo kær. Hún var móðursystir mannsins míns og ein sú fyrsta af fullorðna frændfólkinu hans sem ég kynntist. Ég hafði reyndar heyrt um þessa einstöku frænku og mér fannst ákveðinn ævintýraljómi yfir því þeg- ar Óskar var að segja mér frá Ha- melý. Hún var frænkan sem hitti ást- ina í Ameríku, flutti til Júgóslavíu með Kojic sínum, bjó fyrst í Belgrad í tvö ár en síðan bjó fjölskyldan á sumrin í sveitinni í Zakutu en í Reykjavík á veturna. Þau Kojic áttu m.a. sjónvarp löngu áður en það varð sjálfsagður hlutur á heimilum, buðu upp á útlenskt sælgæti og gosdrykki og síðast en ekki síst átti Kojic kvik- myndatökuvél sem varð til þess að Óskar fjárfesti í fyrstu upptökuvél- inni sinni fyrir fermingarpeningana og byrjaði eins og Hamelý og Kojic að festa á filmur daglegt líf og merk- isatburði. Hamelý var dugleg að safna saman systkinabörnum sínum, fór með þau í bíltúra upp í sveit, hélt barnaboð og stundum var haldið jóla- ball heima hjá henni og þangað mætti jólasveinn með góðgæti í poka. Eftir að ég kynntist Hamelý fyrir þrjátíu og sex árum gerði ég mér strax grein fyrir því hve einstök hún var og hvers vegna frændi hennar hafði svo miklar mætur á henni. Síð- an þá höfum við átt samleið. Náið samband og mikill samgangur var milli heimila systranna, Ernu og Hamelýjar, en eftir að þær stofnuðu fjölskyldur bjuggu þær lengst af við sömu götur, fyrst við Hávallagötu og síðan við Flyðrugranda. Eiginmenn- irnir urðu vinir og börnin þeirra áttu ávallt öruggt athvarf á báðum heim- ilunum enda mynduðust sterk tengsl milli þeirra. Við Óskar hófum búskap í kjallaranum hjá Hamelý og Kojic. Þau og dæturnar voru aufúsugestir hjá okkur á Kaupmannahafnarárun- um en þá millilentu þau ávallt í Kaup- mannahöfn á leið til og frá Júgóslav- íu. Eftir að við fluttum heim hélt þetta nána samband áfram. Við Hamelý urðum t.d. mæður með árs millibili, hún að yngstu dótturinni af fjórum en ég að fyrsta barni af fjórum og þau urðu jafnnáin og væru þau börn systra. Myndirnar renna gegnum hugann í formi ljósmynda og kvik- mynda, systurnar Erna og Hamelý með mökum, börnum, tengdabörn- um, barnabörnum og mökum þeirra og nú um síðustu jól tveimur barna- barnabörnum, en alla jóladaga hitt- ust þær með hópana sína. Hringrásin heldur áfram því að langömmustrák- arnir hennar Ernu eru aðeins ári yngri en yngsti dóttursonur Hame- lýjar. Þau Hamelý og Kojic voru höfð- ingjar heim að sækja, bæði í Reykja- vík og Zakutu. Kojic var ræðismaður Júgóslava á Íslandi og heimilið stóð öllum opið. Þar var ekki farið í mann- greinarálit, allir Júgóslavar sem til Íslands komu voru velkomnir heim til þeirra. Það skipti engu hvort um var að ræða menn í opinberum er- indagjörðum, ungt fólk í atvinnuleit, starfsmenn virkjanaframkvæmda á hálendi Íslands, íþróttafólk, lista- menn, skákmenn vegna mótsins 1972 og þannig mætti áfram telja. Oft sáu þau um að útvega Júgó- slövunum húsnæði til lengri eða skemmri tíma, ýmist hjá sér eða ætt- ingjum og vinum. Já, hún Hamelý tók á móti öllu þessu fólki af hlýju og rausnarskap og án þess að hreykja sér af því. Heimili þeirra hjóna GUÐRÚN (HAMELÝ) O. ÓSKARSDÓTTIR ✝ Guðrún (Ham-elý) Ottesen Óskarsdóttir fædd- ist í Reykjavík 8. febrúar 1930. Hún lést á gjörgæslu- deild Landspítalans 17. janúar síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Fossvogskapellu 21. janúar. gegndi í raun stöðu sendiráðs. Það var hlý- legt og bar þess glöggt vitni að húsráðendur áttu rætur að rekja til ólíkrar menningar, ís- lenskum og júgóslav- neskum hlutum bland- að saman á skemmtilegan hátt. Hamelý var í eðli sínu mikil fjölskyldu- manneskja og hún lagði svo sannarlega sitt af mörkum til að rækta fjölskyldubönd- in. Þetta á bæði við um fjölskyldur systkina hennar og tengdafólkið. Hér á árum áður hélt hún árlega matar- boð fyrir alla stórfjölskylduna þar sem borðin svignuðu undan kræsing- um og Kojic lét ekki sitt eftir liggja hvað eldamennskuna varðaði. Marg- ir úr frændgarði Kojic komu líka í heimsókn til Íslands og við kynnt- umst þeim, ekki síst vegna þess að oftar en ekki kom það í hlut Óskars míns að sýna þeim undraheim ís- lenskrar náttúru, honum treystu Ha- melý og Kojic best fyrir gestunum sínum. Við áttum þess líka kost að kynnast lífinu í Zakutu. Þá sáum við Hamelý sem húsmóður á júgóslav- nesku sveitaheimili, hittum afa og ömmu og fólkið hans Kojic og sáum með eigin augum hvernig daglegt líf fjölskyldunnar var. Við nutum í raun gestrisni allra í nágrenninu því sveit- ungarnir vildu sýna fólkinu hennar Hamelýjar sömu hlýju og vinsemd og hún sýndi því. Ég hef oft dáðst að því hve auðvelt Hamelý virtist eiga með að laga sig að ólíkum aðstæðum því þegar hún, borgarbarnið, flutti til Za- kutu var margt þar mjög frumstætt. Þetta sýnir ef til vill best hversu vel gerð og heilsteypt hún var. Hamelý var mjög skemmtileg kona, glaðlynd, orðheppin, hrein og bein, naut sín vel í góðra vina hópi og einlægur vinur vina sinna. Hún var 35 ára lengur en nokkur annar sem ég hef kynnst og bar aldurinn alltaf jafnvel. Hún var gæfumanneskja í einkalífinu og hún kunni svo sannar- lega að meta það. Henni þótti vænt um fjölskyldu sína og hélt í heiðri minningu foreldra sinna. Kojic og stelpurnar þeirra voru henni allt og barnabörnin sólargeislar í lífi ömmu sinnar. Hún fór þó ekki varhluta af áföllum í lífinu og tók mjög nærri sér áföll síðustu ára. Þá fann hún sig best í faðmi nánustu fjölskyldu og vina. Fyrir mína hönd og barnanna okk- ar Óskars er Hamelý þökkuð sam- vera sem aldrei bar skugga á. Hún var alla tíð þátttakandi í gleði okkar jafnt sem sorg og miðlaði af reynslu sinni þegar við þurftum á því að halda. Slík tryggð er ómetanleg. Elsku Írena, Helena, Milunka, Sassa og fjölskyldur. Þið þekkið hug okkar og við vitum öll að á stundum sem þessum verða orð oft svo einskis nýt. Sorgin er svo ólýsanlega sár en það er bjart yfir minningunum. Von- andi mun sú birta leiða ykkur áfram. Blessuð sé minning hennar. Þórunn Halldóra Matthíasdóttir. Elsku Hamely. Ég minnist þín með hlýju og gleði. Ég man hversu yndislegt það var að koma til þín. Þú tókst alltaf svo vel á móti mér. Þegar ég var lítil elskaði ég að koma til þín, að fá Cocoa puffs í sérstöku barna- skálunum þínum skrautlegu. Þegar ég sé þig fyrir mér í huganum sé ég þig alltaf brosandi. Og alltaf brost- irðu með augunum. Á grunnskólaár- um mínum var mitt uppáhald að fara í sund, fór á hverjum degi með vin- konum mínum. Á þessu tímabili fórst þú einnig mikið í sund og man ég allt- af eftir hvað mér fannst gaman þegar ég sá þig þar sem var ekki sjaldan. Þú varst alltaf með svo fallega sund- tösku og sundhettu, svo fín og sæt. Einnig fannst mér fallegt af þér á af- mælinu mínu síðasta hvað þú sendir mér fallega kveðju, og ég veit þú hefðir komið ef þú hefðir treyst þér. Og þegar ég kom svo upp á spítala til þín þegar þú fórst í hjartalokuað- gerðina fannst mér svo vænt um hversu glöð þú varst að sjá mig. Var ekki búin að sjá þig í dálítinn tíma þá. Og síðast þegar ég hitti þig kom ég heim til þín og mamma og Irena voru hjá þér og eins og alltaf tókstu mér opnum örmum, hlý og fordómalaus, sama á hverju gekk. Mér finnst gott að rifja upp minningarnar um þig en sakna þess að hafa þig ekki lengur hjá okkur. En ég veit þér á eftir að líða betur og hlakka ég til að sjá þig þegar þar að kemur. Ég bið Guð um að geyma þig vel, ég mun geyma minninguna þína vel og hafa þig í bænum mínum. Þín frænka Halldóra Lillý. Hjartans þakkir fyrir hlýhug og vinsemd við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLAFAR BJARTMARSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimlinu Skjóli, Laugaskjóli og Hlíðabæ sem sinntu henni af alúð í veikindunum. Ólafur S. Andrésson, Sigrún Helgadóttir, Guðrún Andrésdóttir, Andy Jones, Auður Andrésdóttir, Kristján Guðmundsson, Ágústa Andrésdóttir, Paul Richardson, Guðbjörg Þóra Andrésdóttir, Jósteinn Einarsson, barnabörn og barnabarnabarn. Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, DANÍELS D. BERGMANN fv. bankaútibússtjóra, Langagerði 82, Reykjavík. Kristbjörg Þ. Bergmann, Kristín Bergmann, Gabriel A. Espi Moro, Þórður Daníel Bergmann, Kristín Valtýsdóttir, Sigríður Bergmann, Guðjón Sívertsen, barnabörn og langafabarn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRÖNNU FINNBOGADÓTTUR, Kristnibraut 77, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknardeildar Landspítala, Landakoti, fyrir frábæra umönnun í veikindum hennar. Þá færum við starfsfólki heimahjúkrunar Karitasar þakkir. Eyjólfur Torfi Geirsson, Þóra Sigríður Einarsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Ólafur Hróbjartsson, Tryggi E. Geirsson, Dagný Ingólfsdóttir, Kolbrún Geirsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Þórhildur R. Geirsdóttir, Magnús Þór Geirsson, Margrét Erna Þorgeirsdóttir, Axel Geirsson, Ásgerður S. Gissurardóttir, Finnbogi Geirsson, Dalrós Jónasdóttir, Guðlaug Geirsdóttir, Þórarinn Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sendu okkur blóm, samúðarkort og hlýjar vinakveðjur vegna andláts og útfarar móður minnar, tengda- móður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR BRIEM BJÖRNSSON. Ragnhildur Björnsson, Arnbjörn Kristinsson, Ágúst Arnbjörnsson, Bertha Traustadóttir, Ásdís Arnbjörnsdóttir, Demir Ilter, Árni Geir Björnsson, Robyn Björnsson og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna and- láts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTINS PÁLSSONAR fyrrum verslunarstjóra, áður til heimilis í Löngumýri 14, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins í Skjaldarvík fyrir notaleg samskipti og frábæra umönnun. Magnea Júlíusdóttir, Sverrir Kristinsson, Snorri S. Kristinsson, Lísbet Davíðsdóttir, Álfheiður Pála Magnúsdóttir, Björn Brimar Hákonarson, Arnheiður Vala Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir sýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar NÍELSAR HELGA JÓNSSONAR, Birkihlíð 14, Reykjavík. Dóra Unnur Guðlaugsdóttir, Valgerður Níelsdóttir, Lárus Loftsson, Gústaf A. Níelsson, Bergþóra Sigurbjörnsdóttir, Guðlaugur Níelsson, Ragna Þóra Ragnarsdóttir, Brynjar Níelsson, Arnfríður Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna and- láts eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÁRNA VILHELMS JÓNSSONAR, Hraunbæ 103, Reykjavík. Sérstakar þakkir til Guðmundar Sigurjónssonar, Strætókórsins og félaga hjá Strætó bs. fyrir aðstoð og stuðning. Einnig deildar A6 Landspítala Fossvogi og K1 Landspítala Landakoti fyrir góða umönnun. Hulda Bjarnadóttir, Hrafnhildur Árnadóttir, Svavar Þorvaldsson, Bjarni Árnason, Margrét Stefánsdóttir, Arna Svavarsdóttir, James R. Brown, Árni Hrafn Svavarsson, Hrönn Skaptadóttir, Hulda Bjarnadóttir og langafabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.