Morgunblaðið - 05.02.2006, Qupperneq 92
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK.
Opið 8-24 alladaga
í Lágmúla og Smáratorgi
MIKILVÆGT er að forvígismenn fyrirtækja sem
leiða þær breytingar sem hafa orðið á íslensku sam-
félagi á undanförnum árum axli þá ábyrgð sem því
fylgir, sagði Björgólfur Guðmundsson, formaður
bankaráðs Landsbankans, í ræðu á aðalfundi bank-
ans í gær.
Björgólfur benti á þær miklu breytingar sem orð-
ið hafa á íslensku atvinnulífi, og samhliða því ís-
lensku samfélagi á undanförnum árum, einkum
vegna breytinga á fjármálamarkaði. „Breytingar á
rekstrarumhverfi fyrirtækja verða að vera í sátt við
þau samfélög sem fyrirtækin starfa í. Verði farið of
geyst er hætta á að sáttabönd rofni og að færri
fagni verðskuldaðri velgengni fyrirtækjanna og
þeirri almennu hagsæld sem henni getur fylgt.“
Eðlilegt er að greiningadeildir erlendra banka
sýni íslenskum fjármálafyrirtækjum aukna athygli,
og skoði fyrirtækin ítarlega til að mynda sér skoðun
á þeim, sagði Björgólfur, og vitnaði í umfjöllun um
slíkar úttektir í íslenskum fjölmiðlum undanfarið.
Hann benti þó á að gera verði þær kröfur að slíkar
úttektir byggi á réttum upplýsingum, og þar sé ekki
alhæft um alla íslensku bankana á forsendum eins
eða tveggja. Hann benti í framhaldi þess á fjögur
atriði sem varða Landsbankann sérstaklega.
30% arðsemi af grunnstarfsemi
Í fyrsta lagi að öfugt við það sem ætla mætti af
umræddum skrifum um hættuna af skuldaaukn-
ingu heimilanna hafi gæði útlána í Landsbankanum
stóraukist og vanskil séu í lágmarki. Aukning út-
lána bankans sé til allra stærstu lántakenda hér á
landi og því veiki skuldaaukningin ekki bankann.
Í öðru lagi benti Björgólfur á að þvert á það sem
ætla megi af skrifum erlendu greiningadeildanna
hafi arðsemin af grunnstarfsemi bankans verið að
aukast. Arðsemi grunnstarfseminnar hafi verið um
30% á síðasta ári, hagnaður af hlutabréfum ekki þar
með talinn, og sé leitun að bönkum í nærliggjandi
löndum sem geti státað af slíkri arðsemi.
Í þriðja lagi sé ekki krosseignarhald á milli
Landsbankans og stærstu hluthafa hans, eins og
ætla megi af lestri hinna erlendu greina og umfjöll-
un íslenskra fjölmiðla um þær.
Sagði hann að bankinn hafi á seinustu misserum
dreift áhættunni af starfsemi sinni meira en nokkru
sinni fyrr, eignir erlendis séu meiri og bankinn síð-
ur háður sveiflum á íslenskum hlutabréfamarkaði.
Björgólfur Guðmundsson, bankaráðsformaður Landsbankans, á aðalfundi í gær
Forvígismenn fyrirtækja
axli samfélagslega ábyrgð
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
HINN umdeildi
og alræmdi tón-
listarmaður Iggy
Pop er vænt-
anlegur hingað
til lands með
hljómsveit sinni
Stooges og verða
tónleikarnir
haldnir í Laug-
ardalshöll mið-
vikudaginn 3. maí. Óhætt er að
segja að Iggy Pop sé ein áhrifa-
mesta rokkstjarna áttunda áratug-
arins en Stooges stofnaði hann árið
1967 eftir að hafa upplifað Doors-
tónleika í Chicago stuttu áður. Iggy
vakti strax mikla athygli fyrir æð-
isgengna sviðsframkomu en hann
kom ávallt fram ber að ofan og í
upphafi ferilsins makaði hann oft á
tíðum steikarfitu og hnetusmjöri á
beran líkamann auk þess sem hann
átti það til að skera sig með gler-
brotum og fleygja sér í óðan áhorf-
endaskarann.
Nú, 40 árum eftir að Iggy Pop
byrjaði feril sinn með Stooges, hef-
ur hann trúlega aldrei verið jafn
vinsæll og sífellt fleiri hljómsveitir
nefna Iggy og Stooges sem sína
helstu áhrifavalda. | 86
Iggy Pop
og Stooges
til Íslands
Eftir Höskuld Ólafsson
hoskuldur@mbl.is
Iggy Pop
SÚ ákvörðun var tekin fyrir
nokkru í Pentagon, bandaríska
varnarmálaráðuneytinu, að endur-
skilgreina hlutverk þyrlusveitar
varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli.
Þyrlurnar sem þar eru staðsettar
eru ekki lengur skilgreindar sem
árásarþyrlur og eru þær ekki
bundnar við að vera F-15C Eagle
orrustuþotum varnarliðsins til að-
stoðar. Opnar þetta möguleika fyr-
ir bandaríska flugherinn á að flytja
þyrlurnar annað þar sem þeir telja
meiri þörf fyrir þær eins og til
dæmis til Afganistan og Írak.
Þetta segir Valur Ingimundar-
Íslands og Bandaríkjanna skuld-
binda Bandaríkjamenn sig til að
greiða allan kostnað af vörnum
landsins.
„Það er einnig eftir að skýra frá
tvennu,“ segir Valur. „Í fyrsta lagi
hvernig tengslum björgunarsveitar
Landhelgisgæslunnar og orrustu-
þotnanna verður háttað, það er að
segja tengslum borgaralegra og
hernaðarlegra þátta, og í öðru lagi
hvaða búnað Landhelgisgæslan
muni festa kaup á til að taka að sér
umsvifameiri verkefni á sviði leitar
og björgunar. Sá kostnaður verður
án efa nokkrir milljarðar eða mun
meiri en nemur árlegum kostnaði
við rekstur borgaralegs flugs á
Keflavíkurflugvelli,“ segir Valur.
Íslendingar fá að halda þotunum en
Bandaríkjamenn geta tekið þyrl-
urnar á brott,“ segir Valur.
Bandaríkjamenn telja þyrlurnar
jafnvel mikilvægari en þoturnar
sjálfar, sem Íslendingar hafa lagt
áherslu á að verði áfram staðsettar
á Íslandi.
Kostnaður umsvifameiri verk-
efna án efa nokkrir milljarðar
Með þessu hefur jafnframt opn-
ast leið til að skilja í sundur borg-
aralega og hernaðarlega þætti
starfseminnar á Keflavíkurflugvelli
og skapast tækifæri fyrir Íslend-
inga að taka yfir verkefni leitar- og
björgunarþjónustu þyrlusveitar-
innar. Samkvæmt varnarsamningi
son, dósent í sagnfræði við Háskóla
Íslands, sem hefur um árabil rann-
sakað varnarsamstarf Íslands og
Bandaríkjanna.
Þetta er málamiðlun
Fram hefur komið að í yfirstand-
andi viðræðum Íslendinga og
Bandaríkjamanna um framhald
varnarsamstarfsins er einkum rætt
um að Íslendingar taki að sér
stærri hluta af verkefnum leitar- og
björgunarsveitar varnarliðsins.
Að mati Vals ætti endurskil-
greining á hlutverki þyrlusveitar-
innar að greiða fyrir möguleikum á
samkomulagi í yfirstandandi við-
ræðum Bandaríkjamanna og Ís-
lendinga. „Þetta er málamiðlun ef
Valur Ingimundarson segir Pentagon hafa endurskilgreint hlutverk þyrlusveitar
Ætti að auðvelda samkomulag
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
ÞAÐ hefur án efa margt verið skrafað og skeggrætt
þegar fiskvinnslukonur tóku sér stutt hlé frá vinnu
sinni hjá Þorbirni Fiskanesi í Grindavík. Þó hefur spjall
við samstarfskonurnar ekki nægt einni þar sem hún
stóð utandyra og talaði í símann. Þegar ljósmyndari
Morgunblaðsins átti leið fram hjá frystihúsinu gáfu
fiskvinnslukonurnar sér tíma til að brosa framan í
myndavélina enda lífsglaðar konur á ferð.
Morgunblaðið/ÞÖK
Stund milli stríða
SVERRIR Guðjónsson kontratenór
söng fyrir franska kvikmynd í líb-
önsku kirkjunni í París, þar sem
upptökur fóru fram. „Ég var við-
stödd og alveg magnað að hlusta á
flutninginn, hljómburðurinn er of-
boðslega flottur,“ segir Elín Edda
Árnadóttir um frammistöðu manns
síns. Í einni upptökunni söng Sverr-
ir Faðirvorið á arameísku, en kvik-
myndin verður sýnd um næstu jól á
Arte-sjónvarpsstöðinni og fjallar
um trúarbrögð og stríð.
Sýndu í 15 japönskum borgum
„Hún [tónlistin] er eftir tónskáld
frá Líbanon, Rita Ghosn. Hún sem-
ur alla tónlistina fyrir þessa metn-
aðarfullu heimildarmynd eftir
Jacques Debs, og það þróaðist
þannig að hún ákvað að semja allt
sem sungið var fyrir mitt radd-
svið,“ segir Sverrir í viðtali í Tíma-
riti Morgunblaðsins í dag, þar sem
þau Elín Edda segja m.a. frá ævin-
týraferð til Japans.
Japönsk menningarstofnun bauð
Sverri að forma sýningu, sem
speglaði menningarsögu Íslands og
í væri dans, söngur og hljóðfæra-
leikur. Var hún sýnd í 15 borgum
og hannaði Elín Edda umgjörð og
búninga fyrir sýninguna. | Tímarit
Sverrir söng
Faðirvorið
á arameísku
Morgunblaðið/Kristinn
LISTAMAÐURINN John K.
Samson, sem er af íslenskum ætt-
um, er í hópi fimm þekktra kan-
adískra rithöfunda, sem kanadíska
útvarpsstöðin CBC, hefur valið til
að fara fyrir lestrarátaki hjá
kanadísku þjóðinni í apríl næst-
komandi.
Vestur-íslenski listamaðurinn
mælir með bókinni A Complicated
Kindness eftir Miriam Toews og á
bókalista hans er líka bókin Carni-
val of Longing eftir Kristjönu
Gunnars, sem ólst upp á Íslandi.
John Samson býr í Winnipeg og
er þekktur fyrir söng, textagerð
og lagasmíðar. Hann er sonur
Eleanor og Tim Samsons og langa-
langalangafi hans, Jón Samsonar-
son, forsmiður, alþingismaður og
bóndi í Keldudal, byggði meðal
annars Víðimýrarkirkju 1834.
Hann hefur einu sinni komið til Ís-
lands og hefur lýst yfir áhuga á að
koma hingað með hljómsveit sína,
The Weakerthans.
„Íslenskt
blóð“ í
kanadísku
lestrarátaki
John Samson | 39
♦♦♦