Morgunblaðið - 15.10.2006, Síða 1

Morgunblaðið - 15.10.2006, Síða 1
STOFNAÐ 1913 280. TBL. 94. ÁRG. SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is GERÐUR KRISTNÝ RÆÐIR VIÐ HLÉDRÆGA FJÖRKÁLFINN ÁGÚSTU EVU >> 22 HUGLEIKUR Á́HUGALEIKFÉLAG REYKVÍKINGA DRIFKRAFTUR >> 70 LOKADAGUR! 20-50 AFSLÁTTUR AF NÝJUMVÖRUM Opið 13-17 % Washington. AP, AFP. | Geislavirkni mældist í sýnum úr andrúmsloftinu yfir Norður-Kóreu og bendir það til þess að Norður-Kóreumenn hafi sprengt kjarnorkusprengju í til- raunaskyni aðfaranótt mánudags eins og þeir hafa haldið fram. Bandarískir embættismenn skýrðu frá þessu í gær en sögðu að þetta væri aðeins bráðabirgðaniður- staða rannsóknar á fullyrðingu Norður-Kóreumanna. Einn embættismannanna sagði að leyniþjónustumenn teldu 80% líkur á því að Norður-Kóreumenn hefðu sprengt kjarnorkusprengju. Mjög ólíklegt væri að upptök geislavirkn- innar væru önnur en sprenging, til að mynda að geislavirku efnin hefðu komið frá kjarnakljúfi. Rannsókninni verður haldið áfram og er gert ráð fyrir því að endanleg niðurstaða hennar liggi fyrir á næstu dögum. Sýnin voru tekin fyrir ofan svæðið þar sem tilraunin mun hafa farið fram. Mældist ekki í grannríkjunum Fram hafa komið vísbendingar um að sprengingin hafi verið minni en Norður-Kóreumenn bjuggust við. Einn bandarísku embættismann- anna sagði að ekki væri talið að Norður-Kóreumenn hefðu reynt að gabba heimsbyggðina en hugsanlegt væri að kjarnorkutilraunin hefði misheppnast. Yfirvöld í tveimur grannríkjum Norður-Kóreu, Japan og Suður-Kór- eu, sögðu í gær að við mælingar þeirra hefði ekki greinst nein óvenjuleg geislavirkni. Tekin voru sýni úr andrúmsloft- inu, jarðvegi og regnvatni í löndun- um tveimur til að mæla geislavirkn- ina. Stjórnvöld í Suður-Kóreu sögðust þó ganga út frá því að jarðskjálfti, sem varð þegar tilraunin á að hafa farið fram, hefði orðið vegna kjarn- orkusprengingar. Geislavirkni yfir N-Kóreu MÚLBUNDNIR hundar horfa út um glugga bifreiðar sem lögreglumenn stöðv- uðu í Baguio-borg, norðan við Manila, höf- uðborg Filippseyja. Mörgum hundum var bjargað úr bílnum og yfirvöld sögðu að talið væri að flytja hefði átt dýrin í veit- ingahús í borginni Benguet. Hundum bjargað Reuters Stokkhólmur. AFP. | Maria Borelius, við- skiptaráðherra Svíþjóðar, sagði af sér í gær, aðeins viku eftir að hún tók við emb- ættinu. Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra nýrrar stjórnar mið- og hægriflokkanna, skýrði frá þessu eftir fund með Borelius í gærmorgun. Fast hafði verið lagt að Borelius að segja af sér vegna deilna um fjármál hennar og spurninga sem hafa vaknað um skattamál hennar. Borelius, sem á fjögur börn, viðurkenndi í vikunni sem leið að hún hefði ráðið barn- fóstrur á svörtum markaði allan síðasta ára- tug. Ennfremur hefur verið skýrt frá því að hún kom sér hjá því að greiða skatt af sum- arbústað sínum með því að skrá hann á fé- lag í skattaparadísinni Jersey. Afsögn í stjórn Reinfeldts ♦♦♦ „VIÐ höfum ekki orðið vör við að hér sé minna af fugli en áður að rytunni undanskil- inni; hún virðist eiga erfitt uppdráttar og verpti lítið í sumar,“ segir Garðar Ólason út- gerðarmaður. Hann byrjaði tólf ára að síga í björgin í Grímsey og segir fuglamergðina gríðarlega á vorin og vart hægt að þverfóta fyrir eggjum og fugli. „Ef skotið er af byssu upp í loftið við björg- in verður allt svart – það dimmir,“ segir Garðar. Aðspurður um veðrið í eynni í sumar segir Gunnar Stefán Ásgrímsson, bóndi á Eið- um: „Það er svona – nema þegar það breytir sér eitthvað.“ | 28–33 Morgunblaðið/ÞÖK Ekki minna af bjargfugli í Grímsey Eftir Freystein Jóhannsson og Ragnhildi Sverrisdóttur VÍÐA verður hart barizt um sæti á listum stjórnmálaflokkanna fyrir komandi þingkosningar. Ellefu þingmenn sem voru í framboði síð- ast verða það ekki nú og þar með skapast aukið svigrúm fyrir þá sem vilja komast á þing. Í Reykjavíkurkjördæmunum verður baráttan líklega hörðust hjá Sjálfstæðisflokknum, enda hverfa þrír af níu þingmönnum flokksins af vettvangi. Þá sækjast þrír eftir að leiða lista Sjálfstæð- isflokksins í Norðausturkjördæmi í stað Halldórs Blöndal. Baráttan í Suðurkjördæmi verður einnig hörð, þar sem sex berjast um fyrstu þrjú sætin. Hjá Samfylkingunni í Reykjavík verður líka barist af hörku. Þar eru átta þingmenn í baráttunni. Hjá Samfylkingunni í Suðvest- urkjördæmi sækja nítján manns í efstu sex sæti, en enn meiri spenna verður að líkindum í Suð- urkjördæmi, þar sem þrír þing- menn og einn nýliði stefna allir á oddvitasæti Margrétar Frímanns- dóttur. Heldur rólegra er yfir fram- boðsmálum Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, en ljóst að tölu- verðar sviptingar verða þó hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi, þar sem tveir þingmenn hafa ákveðið að draga sig í hlé. Frjálslyndi flokkurinn fer að lík- indum uppstillingarleiðina, en þingmenn flokksins munu líklega gefa kost á sér áfram. Hart barizt um sæti á listum Í HNOTSKURN »Kostnaður við prófkjörer gjarnan á bilinu 4–6 milljónir króna. »Dæmi eru um að fram-bjóðanda nægi 3–4 millj- ónir, en það á helzt við ef hann er einn um sætið. » Þeir sem berjast umefstu sætin geta þurft að kosta um 10 milljónum til.  Samherjar berjast | 10 EVUR ERLENDSDÆTUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.