Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 87

Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 87
Virtu þjóðarleiðtogar, friðarsendiherrar og blessuðu fjölskyldumeðlimir sem hafið komið hvaðanæva að úr heiminum í þeirri von að koma á heimsfriði og byggja upp hinn ákjósan- legasta heimabæ á himni og jörðu: Ég vil koma á framfæri mínu innilegasta þakklæti til ykkar allra fyrir að hafa komið saman þrátt fyrir miklar annir, í þeim tilgangi að útbreiða og upphefja Fjölskylduflokkinn sem berst fyrir alheimsfriði og sameiningu, og koma honum á alheimsmælikvarða, svo að hann geti verið eins og endurfæddur Cheon Il Guk (koreönsk tjáning á upprunalegri hugsjón Guðs um alheimsleg yfirráð, stundum þýtt sem konungsríki hins friðsæla fyrirmyndar heims) friðar og sameiningar. Markmiðið er að Alþjóðlega friðarbandalagið (Universal Peace Federation) verði byggt upp á svipuðum fors- endum og Sameinuðu þjóðirnar og að gera Cheon Il Guk að ríki friðsæls, ákjósanlegs heims með sameinuðu átaki allra þjóða. Eins og ykkur er ef til vill kunnugt um þá er þetta 87. aldursár eiginmanns míns, séra Moon. Í þessu merkilega tilefni þá vil ég sem samstofnandi hins Alþjóðlega friðarbandalags (Universal Peace Federation) sem mun gegna mikilvægu hlutverki eftir að himnaríki endur- fæðist, koma á framfæri til ykkar kjarna þess sannleika um Himnaríki sem ég og eiginmaður minn höfum kennt um ævina. Þessi skilaboð bera titilinn ,,Hin ákjósanlega fjölskylda og þjóð Guðs, og Friðarríkið". Dömur mínar og herrar! Þegar litið er til baka má með sanni segja að líf séra Moon hafi verið draumi líkast. Aðeins sextán ára að aldri með einungis léttlyndan anda og væntingar æskunnar að vopni, fékk hann köllun frá Himnaríki og hóf að lifa fyrir vilja Guðs. Af þessum sökum varð lítið rými í hjarta hans fyrir veraldlegan metnað sem hefði ef til vill freistað hans áður. Þetta hefur aldrei verið auðveld leið en hann hefur fetað þennan veg í yfir áttatíu ár og aldrei reikað af hinni beinu braut. Örlögin ætluðu honum þetta líf og hann átti enga völ aðra en að brjóta sig úr faðmi ástkærra foreldra, bræðra og systra sem héldu fast í hann og óskuðu þess að hann yrði um kyrrt hjá þeim. Þau færðu gífurlegar sjálfsfórnir og gengu þyrnóttan veg mikilla þjáninga vegna hans. Þetta hefur verið ferðalag um óbyggðir sem enginn þeirra rúmlega sex milljarða jarðarbúa sem lifa geta nokkurn tímann skilið. Jafnvel þegar hann hélt út harðneskju fangelsislífs í sex skipti þá lét hann aldrei af hendi lykilinn að forsjóninni; slíkur hefur hann verið. Hin þungbæra sorg Guðs Þetta hefur allt gerst vegna þess að séra Moon auðnaðist að skilja ofurvel hve kvalið, sorgmætt og biturt hjarta Guðs var, sem leitað hafði að okkur í þúsundir ára. Hann áttaði sig á því að ef Guð, sem er upphaf okkar allra og skapari alls í alheiminum, fengi ekki líkn frá sorg sinni, myndi mannlegt líf halda áfram að vera algjör- lega merkingarlaust. Hvenær, hvar og hvernig vildi það til að Guð þurfti að bera slíka þjáningarfulla sorg í hjarta sínu? Hver í veröldinni kastaði þessari byrði yfir Hann, hina almáttugu og alvoldugu veru? Guð skapaði Adam og Evu sem fyrstu forfeður mannkyns. Hann helgaði sig fullkomlega því að ala þau upp sem son og dóttur sem tengdust Honum gegnum ást, líf og erfðalínu, vegna þess að foreldra- og barnasambandið er hið helgasta og mikilvægasta allra sambanda og erfðasambandið milli foreldis og barns er eina leiðin til þess að að erfðalína Hans (Guðs) megi erfast og lifa að eilífu. En samt sem áður slitnaði þetta samband foreldris og barns, sem er verðmætara og mikil- vægara en lífið sjálft, vegna syndafalls Adams og Evu. Þau voru hold og blóð Guðs sjálfs og Hans eilífu, einkasonur- og dóttir, og sem slík mynduðu þau blóðband við óvin hans, Satan, og urðu börn hans í stað Guðs. Frammi fyrir þessu hefur hjarta Guðs verið kramið og sært af mikilli sorg í gegnum mannkynssöguna. Þetta er enn þá niðurlægjandi og ömurleg skelfing sem enginn í sögunni hefur hingað til áttað sig á eða leyst. Vegna þessa var áætlun Guðs um að skapa sanna fjölskyldu í gegnum hina fyrstu kynslóð Adams og Evu, fjölskyldu sem Hann gæti að eilífu arfleitt að sinni erfðalínu, gjöreyðilögð. Eina leiðin til þess að létta á sorgum hans er með því að endurbæta og stofna sanna fjöl- skyldu sem er gædd erfðalínu óskyldri Satan. Í þessu liggur ástæða þess að við verðum öll að stofna sannar fjölskyldur því það er hin ákjósanlega sköpun Guðs. Einnig liggur þetta að baki tilgangsins með því að stofna hið Alþjóðlega Friðarbandalag. Ástæða þess að Guð skapaði Adam og Evu Sköpunarsaga Gamla testamentisins (1:27) segir okkur: ,,Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd; Hann skapaði þau karl og konu". Með því að rannsaka sköpun Guðs eins og hún kemur fram í þessum kafla getum við komist að þeirri niðurstöðu að Guð er vera sem inniheldur kjarna eins manns og einnar konu. Gæddur þessum kostum gat Guð ekki notið lífs einveru. Því skapaði Hann alheiminn sem óhluttækan félaga sinn. Það er, Hann skapaði alla hluti alheimsins í stöðu ímyndar óhluttæks félaga og í miðju því umhverfi skapaði Hann mannfólkið í stöðu hins efnislega (eða hluttæka) félaga. Á þenna hátt var Adam fyrsti fulltrúi sem karl- kyns félagi Guðs og Eva var kvenkyns full- trúinn. Guð hafði ákveðinn tilgang í huga þegar Hann skapaði mannfólkið sem aðskildar verur, karlmann og kvenmann. Í fyrsta lagi þurfti Guð, sem lifir sem óáþreifan- leg vera, þrátt fyrir að vera altæk vera með tvískipta eðlisþætti sem þó eru í samhljómi, að taka á sig líkamlegt form til þess að geta tengst hinum efnislega heimi en ekki einungis líkama karls og konu. Íklæddur holdi Adams og Evu plangerði Hann að hafa samskipti við og vinna frjáls með allan alheiminn, hinn efnislega heim. Þetta er vegna þess að hinn óáþreifanlegi Guð mætir miklum hindrunum án efnislegs líkama þegar hann tekst á við hinn áþreifanlega heim. Því er svo, að ef Adam og Eva hefðu sinnt Guði í hjörtum sínum og sameinast Honum, síðan gifst eftir að hafa fullkomnað sig og stofnað fjölskyldu, þá hefðu þau orðið hinir ytri, láréttu, sönnu foreldrar í raun á meðan Guð hefði orðið hið innra, lóðrétta foreldri í raun. Ef aðeins að þetta hefði gerst, þá hefðu Adam og Eva líkst Guði að öllu leyti, bæði í innra eðli og ytra formi. Ef Adam og Eva, sem fullkomnar eftir- líkingar Guðs, hefðu orðið hinir sönnu foreldrar mannkyns, þá hefði mannfólkið í sínu daglega lífi skynjað í gegnum reynslu sína af þeim, hinn sanna raunveruleika Guðs. Í öðru lagi, Guð skapaði Adam og Evu til þess að fullnægja kærleikanum. Hann ætlaðist til þess að Adam og Eva næðu fullkomnun og yrðu holdtekjur kærleikans í fullkominni sameiningu. Á þessum grundvelli hefði Hann komið og dvalið með þeim og orðið foreldri kærleika fyrir allt mannkyn. Adam og Eva, sem voru í stöðu hins efnislega foreldris í ímynd Guðs, hefðu stofnað ákjósanlega fjölskyldu og þar af leiðandi, ákjósanlegan heim með því að eignast börn og fjölga sér. Hefði þetta átt sér stað, hefðu hinn andlegi og efnislegi heimur tengst saman í gegnum mannfólkið. Við getum gert ráð fyrir að Guð hafi skapað okkur í þeim tilgangi að við yrðum millivegur hinns andlega og veraldlega heims. Með því að dvelja í Adam og Evu í sönnum kærleik gat Guð verið hið sanna Foreldri, foreldri mannkynsins. Enn fremur, þegar sá tími kom að líf þeirra runnu sitt skeið á jörðu og þeirra beið andlegt líf, hefði Guð tekið á sig andlega mynd Adams og Evu og komið fram sem hið sanna Foreldri í gegnum form þeirra. En vegna syndafalls Adams og Evu, hefur þessi hugsjón Guðs ekki litið dagsins ljós. Guð þarfnast ekki fjár, kunnáttu eða valda. Þar sem Hann er hin altæka, almáttuga vera, þarf Hann ekki á slíkum hlutum að halda. Þrátt fyrir að nútímatækni sé í stöðugri og magnaðri framþróun, þá er það allt saman hluti þess að uppgötva nýjar staðreyndir og sannleika innan sköpunar Guðs. Hinar óramiklu víddir þessa alheims starfa eftir lögmálum sem engin mann- leg hugsun eða vísindi geta skilið. Í þessu skyni, er Guð einnig hinn altæki vísindamaður. Hugsjón Guðs um sköpunina Hver var þá hugsjónin sem Guð vildi gera að raunveruleika með sköpun mannkyns? Hún var að uppfylla stofnun sem hefur fjórar stöður. Þessi stofnun sýnir Adam og Evu í stöðu algjörrar sameiningar við Guð. Hún gerir þeim ókleift að aðskiljast kærleika Guðs, sama hve mikið þau reyna. Með öðrum orðum, þá sýnir hún stofnun fjölskyldu með Guð sem þungamiðju, fjölskyldu sem sett er á laggirnar þegar eiginmaður og eiginkona hafa náð fullkomnum samruna, ekki aðeins með hvort öðru heldur einnig Guði, og þegar þau hafa orðið ákjósanlega hjón og getið af sér ákjósanleg börn. Þegar stofnun hinnar fjögurra-stöðu fjölskyldu er lokið, þá verður sú fjölskylda, fjölskylda hinnar ákjósanlegu sköpunar sem Guð þráir. Almennt séð er fjölskylda mynduð þegar eigin- maður, eiginkona, foreldrar og börn koma saman. Í kjarna þess fjölskylduhóps verður að lifa kærleikur Guðs. Eiginmaðurinn er fulltrúi himins og eiginkona fulltrúi jarðar. Þrátt fyrir að vera tvær aðskildar verur, þá tákna eiginmaður og eiginkona samruna himins og jarðar þegar þau verða eitt. Í einu orði sagt, þegar hjón mynda einingu sem byggir á kærleika Guðs, þá opnast leiðin til að koma á einingu í alheiminum. Dömur mínar og herrar, Guð skapaði heiminn til að geta notið hans. Þar sem jafnvel hin altæka vera getur ekki notið ánægju í einveru, þá þurfti Hann félaga sem Hann gæti gefið og þegið kærleika með. Þetta er vegna þess að gleði er ekki hægt að upplifa einsamall, hún getur aðeins skynjast með félaga. Með öðrum orðum, Guð skapaði þennan heim til þess að upplifa gleðina sem í því felst að horfa á mannkynið og alla hluti sköpunarinnar verða að einu í kærleika Hans; heim samhljóms og friðsæls kærleika. Á þessum forsendum var ætlast til þess að man- nfólkið stefndi til hjónabanda sem byggðust á kærleika Hans, og stofnuðu fjölskyldur, ættbál- ka, þjóðir og heim sanns kærleika. Guð skapaði þennan heim til þess að taka beinan þátt í þessu ferli og njóta þess. Það er ljóst að mannfólkið er algjörlega nauðsynlegt til þess að uppfylla hugsjón Guðs um kærleika og í þessu ljósi getum við betur skilið hugtakið að altækt gildi komi frá altækum félaga. Guð sem Faðir og mannkynið sem börnin hans, áttu að mynda lóðréttan öxul og sá var tilgangur sköpunar mannkynsins. Ef þessi öxul hefði verði tengdur fullkomlega, það er, ef að sam- bandi mannkyns og Guðs í sönnum kærleika hefði verið komið á fót, þá hefði það samband verið óbrjótanlegt og ekkert afl í alheiminum hefði getað eyðilagt það. Hvernig getur maður sem hefur einu sinni bundist hinum upprunalega kærleika Guðs og notið þeirrar ástar, nokkurn tímann aðskilið sig frá honum? Þegar vorar, vakna býflugur til lífsins úr löngum dvala og bragða á hinum ferska safa blóm- strandi jurta. Ef þú togar í búk einnar slíkar flugu á meðan hún drekkur í sig þenna sæta safa þá muntu sjá að hún getur ekki slitið sig frá safanum, jafnvel þótt búkurinn sé rifinn af henni. Hvað með þig? Þegar þú hefur í raun fengið forsmekk af kærleika Guðs, þá kemstu ekki langt frá honum áður en þú snýrð til baka og rígheldur í. Þetta sýnir að afl hins lóðrétta, sanna kærleika sem tengir okkur Honum er mikilfenglegri en afl sjálfs lífsins. Gildi fjölskyldunnar Dömur mínar og herrar, ástæða þess að við söknum fjölskyldunnar sem við skildum eftir er sú að heima býr kærleikurinn til hvors annars. Þar blandast saman djúpur kærleikur móður og föður, eldri og yngri systkina og náinna nágranna. Þetta er staður endurgoldinnar ástúðar þar sem öll sambönd tengjast í gegnum endurgoldin kærleika. Þetta veldur því að þú elskar alla meðlimi fjölskyldu þinnar. Þetta er þrá og draumur allra flakkara sem skilið hafa við fjölskyldu sína, að birtast þeim aftur sterkur, sem frelsaður einstaklingur, að umvefja fjöll, læki og tré, að elska vini og vandamenn og syngja sælusöngva. En samt sem áður hefur staða mannkyns eftir syndafallið verið allt önnur. Bannfært frá sínum upprunalega, him- neska heimabæ, dæmt til að ráfa um í einan- grun og ósigri, hefur mannkyn aldrei getað snúið aftur, sama hve mikill söknuðurinn hefur verið eftir fjölskyldunni, því það hefur tapað kjölfestu hjarta hins upprunalega heimalands. Samt sem áður, með tímabil nýs himnaríkis og nýrrar jarðar í sjónmáli, hefur mannkynið verið dregið upp úr feninu sem hefur togað það niður og leið hefur opnast til að það megi snúa aftur til ógleymanlegs heimabæjar síns, og hitta sína sönnu fjölskyldu. Mun blessunarríkari dagur renna skeið fyrir mannfólkið en þessi? Nú er kominn tími himnesks krafts og gæfu sem mun gera okkur kleift að endurskapa hina upprunalegu fjölskyldu sem tapaðist við synda- fall Adams og Evu. Þrjár kynslóðir sömu fjölskyldu í samlyndi Þegar leitað er eftir hinni upprunalegu, týndu fjölskyldu, þá verður að miða út frá stöðu hins fullkomnaða Adams, hins fullkomnaða Jesús, og stöðu hinnar fullkomnuðu endurkomu Drottins. Guð mun dvelja í slíkri fjölskyldu. Fjölskyldan samanstendur af þremur kynslóðum, afa og ömmu, foreldra og barna, sem búa saman í samlyndi. Foreldrar og börn lifa í þjónustu við afa og ömmur sem eru full- trúar sögulegra róta forfeðranna. Fjölskyldan skapar hefðina fyrir því að búa saman í samhljómi. Fjölskylda þar sem foreldrar og börn elska og virða hvort annað, hjón lifa í gagnkvæmu trausti til hvors annars og búa öll saman, er líkan að hinni ákjósanlegu fjölskyldu. Þetta þýðir að þú þarft að stofna sanna fjölskyldu þar sem stofn sanns kærleika vex frá rótum sanns kærleika og ávöxtur sanns kærleika vex. Í slíkri fjölskyldu eru rætur sögunnar lifandi og rætur himnaríkis teygja anga sína þangað. Í slíkri fjölskyldu mun himnaríki á jörðu festa rætur. Þar munu einnig eilífar rætur konungdæmis verða gróðursettar. Rætur fortíðar, nútíðar og framtíðar speglast í öfum og ömmum, foreldrum og barnabörnum, í áðurnefndri röð. Rót fortíðar er fulltrúi andlega heimsins, rót nútíðar er höllin sem er fulltrúi heimsins í dag, og rót framtíðar mun setja barnabörnin í stöður prinsa og prinsessa. Í gegnum slíka fjölskyldu munum við reisa friðarhöll sem sýnir samhljóm hinna tveggja heima, andlega heimsins og efnislega heimsins. Á þennan hátt munu þrjár kynslóðir búa saman sem ein fjölskylda og þjóna hinum eilífa, lifandi Guði. Þið eigið að vita að það að sækja eftir og stofna slíka fjölskyldu Cheon Il Guk, Guðsríki, er ábyrgð ættbálka-Messíasa, takmark friðarsendiherra og einlægur vilji Guðs. Þið eigið að stofna fjölskyldur sem Guð mun sakna og þrá að koma aftur til þegar Hann hefur verið í burtu. Þið eigið að ala upp fjölskyld- ur sem Hann getur komið til eins og foreldri sem heimsækir börn sín. Þetta er þýðing þess að lifa í þjónustu við Guð. Í slíkri fjölskyldu verður Guð að viðfangsefni samvisku okkar á lóðréttan hátt. Með þetta lóðrétta viðfangsefni í huganum verðum við í lóðréttri stöðu við okkur sjálf; hugur og líkami munu sameinast. Það er þar sem foreldrakærleikur, hjónakærleikur, barna- kærleikur og systkinakærleikur, fjórar víddir ástarinnar eða hjartans, er fullkomnaður. Aðeins í slíkri fjölskyldu getur hið efra og neðra, fremra og aftara, vinstri og hægri, tengst sem eitt og hringhreyfing endurtekið sig. Þetta leiðir til hinnar eilífu, ákjósanlegu fjölskyldu Guðs og þjóða og hans Friðarríki. Tilgangur hjónabandsins Dömur mínar og herrar! Af hverju að giftast? Það er til þess að endurskapa stöðu eigandans. Karl og kona ein og sér verða aðeins hluti af heild. Þannig skapaði Guð okkur. Þess vegna hefur hann víxlað eignarhaldi æxlunarfæranna, ástarlíffæranna. Eigandi æxlunarfæra eiginko- nunnar er eiginmaðurinn og öfugt. Aðeins þegar þau eru rótföst í kærleika til hvors annars geta þau staðið í stöðu eiganda yfir maka sínum. Við giftumst til þess að tryggja þessa eigandastöðu. En hverju erum við að reyna að koma á fram- færi með því að endurskapa eigandastöðuna? Það er til þess að uppfylla og holdgera kærleik Guðs frá þeirri stöðu. Guð er forsenda hinna þriggja, mikilfenglegu ásta. Sem eigandi alheimsins er Hann kennari, eigandi og foreldri sannrar ástar. Þetta er hið eiginlega hugsanakerfi hinna þriggja, miklu staðreynda. Allar slíkar kenningar og sannleikur byggjast á lífi hinnar sönnu, ákjósanlegu fjölskyldu og ef hún breiðir úr sér, munu samfélag, þjóð, heimurinn og jafnvel himinn og jörð umbreytast í friðarríki hinnar ákjósanlegu fjölskyldu. Virðulegu leiðtogar, þið lifið á mjög blessuðum og háleitum tímum í mannkynssögunni. Ég tilkynni upphaf tímabils nýs himnaríkis og jarðar, tímabil endurkomu Himna, sem milljónir forfeðra okkar í andlega heiminum hafa beðið eftir og þráð. Þetta er tímabil friðarríkis, hins ákjósanlega heims. Það eru ekki einungis fjórir miklir trúarleiðtogar heldur líka milljónir góðra forfeðra komnir niður til jarðar á þessu tímabili til þess að vísa hinn himneska veg. Vargtími þeirra föllnu og spillts heims sem misþyrmir mannkyni með því að leyfa þeim illu að lifa betur en aðrir, er runninn á enda. Séra Moon, sem hefur hlotið innsigli himins, er hið sanna foreldri mannkyns og konungur friðar. Hann mun halda loforð sitt við himnaríki. Hann mun koma á fót friðarríki hins ákjósanlega heims á jörðu, án efa. Hafið því í huga að þið öll sem hér eruð stödd gegnið lykilhlutverki í því að koma á fót friðarríki hins ákjósanlega heims í þjónustu konungs og drottningar friðar, hinna sönnu foreldra. Undir flaggi hinna Abel-legu Sameinuðu þjóða skulum við sópa burtu fáránleika og illsku þessa heims með krafti sanns kærleika. Við skulum verða stolt lögregla friðarríkisins og friðarríkis-gæsluliðar hins Alþjóðlega friðarbanda- lags til þess að vernda hinar blessuðu fjölskyldur þessa heims. Við skulum uppfylla hlutverk okkar sem gæslumenn sem vakta þennan blessaða heim sem plánetan okkar er. Ég bið þess að blessun og náð Guðs verði með ykkur öllum, leiðtogum sem gegnið mismun- andi ábyrgðarhlutverkum og hafið með nærveru ykkar upphafið þetta augnablik í mannkyns- sögunni á hærra plan. Ég bið ykkur að gera ykkar besta sem sannir foreldrar gagnvart þróun og árangri Alþjóðlega friðarbandalagsins og til þess að skapa hina ákjósanlegu fjölskyldu Guðs, þjóð hans og friðarríki. Verðið sannir prinsar og prinsessur sem geta komið til og lifað með Guði, hinum eilífa Friðarkonungi, hinu sanna foreldri mannkyns. Við skulum öll standa okkur í hlutverki hins sanna sonar-og dótturlega barns, föðurlandsvin- ar, dýrlings og fjölskyldumeðlims sem guðdóm- legir synir og dætur Guðs, til þess að skapa friðarríki á jörðu að eilífu. Megi blessun Guðs vera með ykkur, fjölskyldum ykkar og þjóðum. Takk fyrir Fyrir frekari upplýsingar eða athugasemdir, vinsamlegast hafið samband við Heimsfriðarsamband Fjölskyldna og Sameiningar: ffwpu@mmedia.is Líkan hinnar ákjósanlegu fjölskyldu og þjóð Guðs, og Friðarríkið Séra Sun Myung Moon, Dr. Hak Ja Han Moon 28.apríl- 30.ágúst 2006, 120 þjóðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.