Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 39 velta sér upp úr hugsunum sínum eða bæla þær niður sá að einbeita sér að því hvar í líkamanum neikvæða hugarástandið gerir vart við sig. Fyrstu tvær vikurnar á námskeiðinu eru notaðar í einskonar líkams- skönnun þar sem við einbeitum okk- ur bara að því að gaumgæfa líkam- ann frá toppi til táar, ekki til þess að breyta einhverju eða slaka á, heldur bara til þess að taka eftir því sem þar er. Margir tala um tilfinningu ein- hvers staðar í búknum, en hún getur gert vart við sig hvar sem er, jafnvel í andlitinu með því að vera þungur á brún. Einn af skjólstæðingum mín- um nefndi á námskeiði rétt áður en ég kom til Íslands að hún fyndi fyrir sársauka í hælunum. Ef hún einbeitti sér að honum hvarf hann en um leið og hún hugsaði um erfiðleika í lífi sínu kom hann aftur. Þannig getur maður byrjað að nota líkamann sem einskonar loftvog á veðrabrigði og skynjað hvar spenna gerir vart við sig, alveg eins og maður bankar í raunverulega loftvog til þess að gá að veðri. Það tilheyrir þróunarmynstri mannsins að þegar eitthvað fór úr- skeiðis var orsökin ávallt í ytri að- stæðum, annaðhvort vegna rándýrs eða hættu af einhverju tagi, og fyrstu líkamlegu viðbrögðin voru þau að frjósa þar til hættan var liðin hjá, eða ef hún leið ekki hjá að flýja eða berj- ast. Sérhvert þessara viðbragða felur í sér vöðvasamdrátt af einhverju tagi og sá hluti heilans sem stýrir honum þróaðist löngu áður en hugsunin þró- aðist. Nú hefur hugsunin þróast og eins dásamlegt tæki og hún er geta hugsunin og ímyndunaraflið nú séð okkur fyrir hættum sem knúnar eru áfram hið innra.“ Eins og viðbrögð við hættu Er hugsunin að snúast gegn okk- ur? „Hún getur gert það í þeim skiln- ingi að við getum upplifað minningar úr fortíðinni sem hrinda af stað samskonar líkamlegum viðbrögðum og við hættu eða við getum hugsað inn í framtíðina og haft áhyggjur sem kalla fram sömu viðbrögð og ef við hefðum rekist á ljón í frumskóg- inum. Vöðvasamdrátturinn er sams- konar, þó að við séum að hugsa fram á við og að ekkert hafi gerst eða muni gerast og við einhverju í fortíð- inni, við lifum framtíðina fyrirfram eða endurupplifum fortíðina og lík- amlegu afleiðingarnar eru hinar sömu og við fyrrgreindar aðstæður í frumskóginum. Það hefur alls kyns afleiðingar, meðal annars þær að maður á erfitt með að greina hvað er að gerast í núinu, annars vegar höf- um við það sem gerðist í fortíðinni og hins vegar það sem gæti gerst í framtíðinni. En hvað um núið?“ Við eigum talsvert erfitt með að dvelja í augnablikinu, virðist vera? „Já, alveg ótrúlega, því enginn hef- ur kennt okkur það. Í skóla er okkur kennd gagnrýnin hugsun enda eru allar stærstu framfarir mannsins byggðar á vísindalegri hugsun en vandamálið í þunglyndi er það að við hugsum of mikið og að hugsunin er of gagnrýnin. Við byrjum að reiða okkur um of á gagnrýna hugsun, eins og hún sé eina tækið sem við ráðum yfir. Á ensku er orðatiltæki sem seg- ir: ef eina verkfærið sem maður hef- ur við höndina er hamar byrjar allt að líta út eins og nagli. Ef hugsunin er eina tækið sem við höldum að við höfum teljum við okkur trú um að við getum hugsað okkur í gegnum allt og ef hugsunin um sum vandamál okkar byrjar að vinna gegn okkur verður útkoman alger óreiða.“ Þunglyndi að aukast Er tíðni þunglyndis að aukast í samfélaginu eða er það betur greint? „Ég held að þunglyndi sé að aukast. Ein ástæðan er sú að fólk verður þunglynt í fyrsta sinn mun yngra en áður. Við höfum fullt af vís- bendingum um það alls staðar að úr heiminum. Fyrir fimmtíu árum var tilhneigingin sú að þunglyndi gerði fyrst vart við sig upp úr fertugu, eða í kringum miðjan aldur og þunglyndi milli tvítugs og fertugs var mjög sjaldgæft. Núna er ljóst að á síðustu fimmtíu árum verður sífellt yngra fólk þunglynt í fyrsta sinn, sumir á unglingsárum eða upp úr tvítugu. Meðalaldur fólks sem fær þunglyndi í fyrsta sinn hefur því lækkað niður í miðjan þrítugsaldur. Fleiri verða því þunglyndir því yngra fólk er að verða þunglynt í fyrsta sinn. Hin ástæðan er sú að ef fyrsta þunglyndið gerir vart við sig á unga aldri eru meiri lík- ur á því að það komi fyrir aftur á lífs- leiðinni. Við vitum að þunglyndi er endurtekið vandamál hjá mörgum og þess vegna hefur fjöldi þeirra sem verða fyrir því í annað, þriðja eða fjórða sinn aukist.“ Þáttur velmegunar Hvað er það sem veldur auknu þunglyndi hjá yngra fólki? „Það er erfitt að segja. En ým- islegt bendir til þess að þegar sam- félag vinnur bug á stórfelldum sjúk- dómum og dauðsföllum byrja sjúkdómar að tengjast velmegun, til dæmis ef velmegunarástandinu er spillt eða það er hindrað eins og með vaxandi bili á milli ríkra og fátækra. Sjálfsvígstíðni fylgir sömu þróun. Í Bretlandi, til að mynda, og víðar í Evrópu, þar sem bilið milli þeirra 20% sem eru ríkust og þeirra 20% sem eru fátækust er mjög breitt er tilhneigingin sú að veikindi og vanlíð- an fari vaxandi. En ef munurinn er minni virðist almenn vellíðan meiri í samfélaginu. Á síðustu fimmtíu árum hefur bilið milli þeirra ríkustu og fá- tækustu vaxið enn meira, og vandinn er sá að það er erfitt að ráða við það.“ Hvað er það sem gerist þegar bilið milli þeirra ríkustu og fátækustu vex? „Fólk lifir lengur þar sem minni stéttamunur er, til dæmis í Japan og Skandinavíu. Ýmislegt bendir til þess að neysla á áfengi og vímuefn- um fari vaxandi þar sem stéttamun- ur eykst. Ástæðan virðist sú að mað- urinn hefur ekki sérstaklega góða hæfileika til þess að meta algildar stærðir. Ég gæti ekki svarað því hversu löng vegalengdin er frá þeim stað sem við sitjum á núna og út á bílastæði. En ég á auðvelt með að segja að sjónvarpið sem er hérna inni sé mun nær okkur en bílarnir úti og að þú sért nær mér en sjónvarpið, með öðrum orðum eigum við auð- veldara með að dæma afstæða fjar- lægð. Ef maður hugsar um þróun- arsöguna þurftum við bara að geta þekkt hlutfallslega fjarlægð að næstu trjágrein og hversu mikinn kraft þyrfti til að stökkva milli trjáa. Ef maður ber sig saman við ná- granna sinn og báðir eiga venjulegan bíl, er allt í lagi. Svo tekur nágrann- inn sig til allt í einu til og fær sér Porsche eða Audi, svo dæmi séu tek- in, þá staldrar hinn við þó að gamli bíllinn hans sé enn í fullkomlega góðu lagi. Margt bendir til þess að við þessar aðstæður finnist fólki það útundan, þannig að ef fólk einhvers staðar í samfélaginu byrjar að auðg- ast, þó að hinir séu ekki að verða fá- tækari, finnur það fyrir þessum hlut- fallslega mun og fer að finnast það fátækara, þó að það beri jafnmikið úr býtum og áður. Fólki finnst það vera að missa af einhverju og það leiðir til alls kyns viðbragða í ónæm- iskerfinu til að mynda, magn nýrna- hettuhormóna eykst lítillega í blóð- inu, hlutfall karlkynshormóna lækkar örlítið og það finnur fyrir meira vonleysi, eða niðurlægingu, þó að ekkert hafi gerst annað en að ein- hver varð ríkur eða ríkari. Ef maður kvefast, verður hann veikari en ella, og í samfélögum þar sem þetta bil er orðið verulega breitt er munur á ævilengd allt að sjö ár milli þeirra ríkustu og fátækustu, þó að hinir fá- Njar sendingar                  ! "  # $  # %     &   % ' ( )* (   +  , "   Gríðarlegar breytingar virðast nú eiga sér stað á búsetu og eignar- haldi jarða í dreifbýli. Landnotkun breytist ört og verð á jarðnæði hækkar víða mjög mikið. Bújörðum er núna víða skipt upp í smærri skika til annarra landnota en áður. Þessi þróun hefur áhrif á mögu- leika til áframhaldandi notkunar á landi til landbúnaðar og það vakna margar spurningar. Þar má nefna hvort ríkið eigi að láta sig varða hvort land sé tekið úr landbúnaðarnotum? Jafnframt hefur hagur margra landeigenda og seljenda batnað mikið á sama tíma og erfiðara er að festa kaup á jarðnæði til búskapar. Mikilvægt er að þjóðfélagið hafi yfirsýn yfir þessar breytingar og meti áhrif þeirra gildi fyrir búsetu í landinu til framtíðar. Ráðstefnunni er ætlað að beina athyglinni að þessum málaflokki þannig að staða hans skýrist. Dagskrá 13:00 Setning og stutt yfirlit um þróun. Ágúst Sigurðsson, rektor LbhÍ. 13:10 Kaup og sala landbúnaðareigna í Noregi. Sølve Bærug, Universitetet for miljø- og biovitenskap (UMB), Ási, Noregi. 13:40 Landbúnaður, byggðaþróun og jarðalög. Atli Már Ingólfs- son, lögfræðingur, landbúnaðarráðuneytinu. 14:00 Skipulagsáætlanir og breytingar á búsetu. Stefán Thors, skipulagsstjóri. 14:20 Kaffihlé 14:50 Byggðir Borgarfjarðar. Torfi Jóhannesson, formaður skipu- lags- og Byggingarnefndar. 15:10 Fasteignamarkaður í dreifbýli: Jákvæðar eða neikvæðar breytingar. Magnús Leópoldsson, fasteignasali. 15:30 Pallborðsumræður. Frummælendur og fleiri fulltrúar sitja fyrir svörum. 16:25 Ráðstefnuslit – samantekt. Ólafur Arnalds. Ráðstefnustjórar: Hafdís Hafliðadóttir (Skipulagsstofnun) og Margrét Hauksdóttir (Fasteignamati ríkisins). Ráðstefnuna halda Landbúnaðarháskóli Íslands, Skipulagsstofnun og Fasteignamat ríkisins í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, landbúnaðarráðuneytið o.fl. aðila. Þeir sem áhuga hafa geta keypt súpu og brauð í hádeginu á Hvanneyri. Vinsamlega látið vita fyrir kl. 13 þriðjudaginn 17. október til Margrétar Jónsdóttur á netfang margretj@lbhi.is ef óskað er eftir mat. Málþing: SKIPULAG OG BÚSETUÞRÓUN Í DREIFBÝLI • Er íslensku bújörðinni ógnað? • Jákvæð þróun eða ógnun? • Hver eru áhrif frístundabyggðar og annarrar búsetu í dreifbýli? Miðvikudagur 18. október kl. 13:00-16:30 Landbúnaðarháskóli Íslands, Ásgarði, Hvanneyri Einfalda, gagnsæja og lága skatta. www.sigridurandersen.is Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík, 27. og 28. október. Kosningaskrifstofa stuðningsmanna Sigríðar Andersen er í Landssímahúsinu við Austurvöll. Síminn er 561 4567. Alltaf heitt á könnunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.