Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MEÐ ÞVÍ að lýsa því yfir að Háskóli Íslands hygðist komast í hóp 100 bestu háskóla heimsins náði Kristín Ingólfsdóttir rektor að koma mennta- og vísindamálum í umræðuna og var það þarfaverk, óháð því hvort markmiðið getur talist raunhæft. En hver er staðan í þessum efnum? Það er vissulega rétt sem yfirvöld menntamála hafa bent á að fram- lög til háskólastigsins hafa aukist mjög á undanförnum árum samhliða fjölgun há- skóla. Hins vegar hef- ur skort mjög á stefnumótun mennta- málayfirvalda í þessum efnum. Ráðuneytið hefur ákveðið að fella framlög til skólanna undir reiknilí- kön og forðast þannig allar erfiðar ákvarðanir. Því miður hefur þró- unin orðið sú að ekki hefur tekist að láta fjárframlög fylgja fjölgun nemenda eins og ætlunin mun vera með reiknilíkaninu og því hafa skólar neyðst til að hafna nemendum og um leið hefur þróun þeirra og vexti verið hamlað. Að fækka nemendum er van- hugsað enda er vel menntað fólk besta fjárfesting hverrar þjóðar, hvort sem horft er til þess að það eykur mannauðinn eða til þess að það borgar hærri skatta af hærri tekjum. Því er það hagur stjórn- valda að tryggja öllum sem eiga þangað erindi vist í háskóla án skóla- gjalda. Annað sem hefur skort á er markviss stefnumótun í vísinda- rannsóknum hér á landi. Rannsóknir eru ein arðbærasta fjár- festing stjórnvalda á hverjum tíma. Því skiptir bæði miklu að styðja myndarlega við vísindarannsóknir og að því fé sé varið skynsamlega. Það vekur þannig athygli að þegar fjárframlög til grunnrannsókna eru skoðuð hér á landi er hlutfall samkeppnissjóða mjög lágt; reyndar koma meira en 90% fjár- ins frá opinberum rannsóknastofn- unum Tækifæri fyrir unga vís- indamenn Sjálfsagt er að tryggja öflugar opinberar rannsóknastofnanir en efla verður samkeppnissjóðina ef tryggja á nýliðun í íslensku rann- sóknasamfélagi. Framlag til þeirra var að vísu aukið nýlega en þar sem það var svo lítið fyrir dugir það engan veginn til. Þar má nefna að í Rannís sem er helsti rannsóknasjóður þjóðarinnar renna aðeins 590 milljónir sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi 2007. Þeir sem ljúka doktorsgráðu hvort sem er hérlendis eða erlendis þurfa núna að eyða nánast öllum sínum tíma í að bítast um þær ör- fáu milljónir sem eru í boði hjá Rannís og Rannsóknanámssjóði sem er mun minni sjóður. Alls ekki er unnt að styrkja öll fram- bærileg verkefni, þannig hafa að- eins u.þ.b. 20% umsókna fengið já- kvætt svar á undanförnum árum. Þá gera sjóðirnir oft kröfu um jafnhátt mótframlag frá stofnun þannig að sjálfstætt starfandi vís- indamönnum er gert mjög erfitt fyrir og má raunar velta því upp hvort mótframlag sé besta trygg- ingin fyrir góðri rannsókn. Það er sérlega slæmt í ljósi þess að margir af yngri kynslóð vísinda- manna reyna að stunda sjálf- stæðar rannsóknir enda ljóst að ekki eru stöður fyrir alla í skólum á háskólastigi. Þeir vísindamenn sem vinna á opinberum rann- sóknastofnunum og eru hvað dug- legastir verða svo jafnvel baggi á stofnunum sínum sem þurfa að greiða mótframlögin. Ekki á að gera kröfu um slík mótframlög, fremur ætti að verð- launa stofnanir sem laða til sín öfluga vísindamenn. Þá er sjálf- sagt að rannsóknaháskólum verði gert kleift að nýta vísindamenn sína eingöngu í rannsóknir á tíma- bili í stað þess að skipting milli kennslu, rannsókna og stjórnunar sé jafn niðurnjörvuð og hún er nú. Ljóst er að efling samkeppn- issjóða er lykilatriði ef við viljum að ungir vísindamenn hafi eitthvað að sækja hingað til lands. Þetta þarf að setja á oddinn á næstu ár- um og það er mikilvægt að stjórn- völd þori að bera ábyrgð og taka af kjarki ákvarðanir um eflingu rannsókna. Nú þarf að efla rannsóknasjóði Katrín Jakobsdóttir skrifar um eflingu samkeppnissjóða »Rannsóknir eru einarðbærasta fjárfest- ing stjórnvalda á hverj- um tíma. Því skiptir bæði miklu að styðja myndarlega við vísinda- rannsóknir og að því fé sé varið skynsamlega. Katrín Jakobsdóttir Höfundur er varaformaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs. FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. AKKURAT FASTEIGNASALA Leitar eftir 600 - 1.200 fm. atvinnuhúsnæði fyrir ákveðinn kaupanda fyrir húsgagna- verslun, þarf að vera í Lindunum Kópavogi, – Skeifunni/Fenin í Reykjavík eða á svipað áberandi stað. Eingöngu er verið að leita að eign til kaupa en ekki leigu. Hafið samband við sölufulltrúa Akkurat. Bjarni Pétursson 896 3875 eða Ingvar Ragnarsson 822 7300. ATVINNUHÚSNÆÐI ÓSKAST Glæsilegt einbýli ásamt bílskúr í grónu og vinsælu hverfi í v.bæ Kóp. Húsið er að innan mikið endurnýj- að á smekklegan hátt, bæði gólf- efni og innr. Einnig eru nýjar raf- magns- og vatnslagnir. Þetta er hús sem hefur fengið gott viðhald og er með fallegum og skjólsælum garði. Mjög áhugaverð eign sem vert er að skoða. Ásett verð 44,9 millj. Opið hús í dag frá kl. 14:00-15:00 Holtagerði 38, 200 Kópavogi Uppl. í síma 690-4045, Sigurður. Reykholt, Borgarfirði - Ný parhús Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Nýkomin í sölu tvö parhús á einni hæð. Um er að ræða annars vegar 116 fm parhús (4 herb.) og hins vegar 72 fm parhús (3 herb.). Hitalögn er í hluta af gólfum. Parhúsin eru afhent frágengin að utan og tilbúin til innréttingar. Hægt er að fá húsin fullfrágengin að innan. Verð frá 10,5 millj. 5925
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.