Morgunblaðið - 15.10.2006, Side 16
16 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Erlent | Hugo Chávez, forseti Venesúela, stefnir á Öryggisráðið og má búast við titringi nái hann sæti þar.
Svipmynd | Helen Mirren er ein fremsta leikkona samtímans og sannar það eftirminnilega í hlutverki Elísabetar
Bretadrottningar. Innlent | Bandaríska varnarliðið er horfið á braut. Hvaða augum líta menn stöðuna hjá Atlantshafsbandalaginu í Brussel?
VIKUSPEGILL»
’Þetta eru breytingar semtákna ekki skerðingu á öryggi
Íslands heldur fela þær í sér að
sameiginleg geta okkar til að
mæta hnattrænum ógnum sam-
tímans verður efld. ‘Condoleezza Rice, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, við undirritun nýs sam-
komulags um varnir Íslands.
’Við metum mikils sambandiðvið Íslendinga sem staðið hefur
yfir í 65 ár og erum mjög þakk-
látir fyrir það mikilvæga hlut-
verk sem Íslendingar léku á
dögum kalda stríðsins. ‘Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna.
’Menn þurfa ekki að fylgjastlengi með fréttum af starfi lög-
reglu til að átta sig á því að starf
hennar verður sífellt hættu-
legra. ‘Björn Bjarnason, dóms- og kirkju-
málaráðherra, sem leggur til að refsingar
fyrir ofbeldi gegn lögreglumönum og sam-
bærilegum stéttum verði hertar.
’Með þessum lækkunum verðurmatvælaverð á Íslandi orðið
sambærilegt við meðalverð á
Norðurlöndum miðað við þær
upplýsingar sem fyrir liggja um
matvælaverð frá evrópsku hag-
stofunni. ‘Geir H. Haarde forsætisráðherra er hann
gerði grein fyrir aðgerðum til að lækka
matvælaverð á Íslandi.
’Ég held að þetta sé eins langtgengið og mögulegt er. ‘Haraldur Benediktsson , formaður
Bændasamtaka Íslands, um aðgerðir rík-
isstjórnarinnar.
’Við teljum þetta vera miklaógnun við frið og stöðugleika í
heiminum. ‘Valgerður Sverrisdóttir utanríkis-
ráðherra um kjarnorkutilraun Norður-
Kóreumanna.
’Við þurfum að bregðast við afhörku og Norður-Kórea mun
bera ábyrgð á afleiðingunum. ‘Shinzo Abe , forsætisráðherra Japans,
um tilraunasprengingu stjórnvalda í
Norður-Kóreu.
’Þetta er einfaldlega baraspennandi fyrir svona kalla eins
og mig sem elska fótbolta. ‘Eggert Magnússon, formaður Knatt-
spyrnusambands Íslands, sem fer fyrir
hópi fjárfesta er íhugar að kaupa enska
knattspyrnuliðið West Ham.
Ummæli vikunnar
Eftir Ásgeir Sverrisson
asv@mbl.is
EFTIR að hafa náð athygli hinna
afskiptu og allslausu í ríkjum
Rómönsku-Ameríku stefnir Hugo
Chávez, forseti Venesúela, nú að
því að stækka áheyrendahóp sinn.
Og ekki verður hann vændur um
metnaðarleysi; Chávez hyggst láta
til sín taka á vettvangi Örygg-
isráðs Sameinuðu þjóðanna (SÞ)
og breiða þar út boðskap „bylt-
ingar“ sinnar sem hann kennir við
frelsishetjuna miklu Simón Bolív-
ar, El Libertador. Margir vilja
stöðva hann og þar fara Banda-
ríkjamenn fremstir í flokki. Það
kann að reynast erfitt.
Gert er ráð fyrir því að á morg-
un, mánudag, fari fram kosningar
á allsherjarþingi SÞ um hvaða ríki
skuli leysa Argentínu, Danmörku.
Grikkland, Japan og Tansaníu af
hólmi í Öryggisráðinu en öll hafa
ríkin við áramót lokið tveggja ára
dvöl sinni þar. Athyglin beinist
einkum að keppni ríkja Rómönsku-
Ameríku um að koma í stað Arg-
entínu. Venesúela og Guatemala
takast á um sætið en almennt er
litið svo á að hér ræði um baráttu
þeirra Hugo Chávez og George W.
Bush Bandaríkjaforseta.
Öll aðildarríki Sameinuðu þjóð-
anna, 192 að tölu, hafa atkvæð-
isrétt. Krafist er aukins meirihluta
þannig að 128 atkvæða er þörf til
að ná kjöri. Kosningu er haldið
áfram þar til tiltekið ríki hefur náð
þessum atkvæðafjölda en vaninn
er sá að eftir þrjár umferðir láti
menn fyrri fyrirheit um stuðning
lönd og leið og greiði atkvæði eins
og henta þykir. Slíkt er alsiða; at-
kvæði ganga kaupum og sölum á
þessum vettvangi og viðtekið er að
loforð um stuðning séu svikin.
Átökin um sætið í Öryggisráðinu
nú eru þau hörðustu í Rómönsku-
Ameríku um langt skeið, raunar
verður trúlega að fara aftur til árs-
ins 1979 þegar Fídel Kastró hugð-
ist tryggja Kúbu sæti á þessum
vettvangi. Bandaríkjastjórn barð-
ist gegn þeim áformum leiðtoga
sósíalismans í álfunni og studdi
Kólumbíu gegn Kúbu. Svo fór að
sátt náðist loks um að þriðja ríkið,
Mexikó, skyldi taka sætið. Vera
kann að með því að styðja Guate-
mala dyggilega hyggist Banda-
ríkjamenn freista þess að endur-
taka leikinn frá 1979 og þröngva
ríkjum álfunnar til að sameinast
um eitthvert þriðja ríki. Talsmenn
stjórnvalda í Guatemala eru kok-
hraustir og fullyrða að þeir hafi 90
atkvæði trygg að baki sér. Haldi
sá stuðningur getur hann nægt til
að koma í veg fyrir að Venesúela
nái að vinna sætið. Þá kunna sjónir
manna að beinast að Uruguay og
Dóminíska lýðveldinu, reynist
ráðamenn þar á annað borð til-
búnir til að ganga gegn vilja Chá-
vez. Líklegt er þó að þrýstingur í
þá veru skili árangri.
Forsetinn hefur á undanliðnum
mánuðum unnið ötullega að því að
tryggja stuðning við framboð
Venesúela. Hann hefur farið sem
logi um akur í Asíu og Afríku og
nýtt til fullnustu olíuauðinn til að
fá fram loforð um stuðning. Á
heimavelli er staða forsetans nokk-
uð sterk; Brasilía og Argentína
styðja framboðið og það gerir
Kúba að sjálfsögðu einnig enda
hefur Chávez myndað nýtt banda-
lag sósíalisma og byltingar með
þeim Fídel Castro og Evo Mor-
Hlutverk á stóra sviðinu
Hugo Chávez, forseti Venesúela, hyggst nú láta til sín taka á vettvangi Öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna við litla hrifningu George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, og undirsáta hans
REUTERS
Byltingarmaður Hugo Chávez, forseti Venesúela, kveðst vilja leiða baráttuna gegn ofurvaldi Bandaríkjanna en
ráðamenn í Washington segja hann nýta olíuauðinn í því skyni að grafa undan stöðugleika í Rómönsku-Ameríku.
ERLENT» Í HNOTSKURN»Á morgun fer fram at-kvæðagreiðsla á vett-
vangi allsherjarþings
Sameinuðu þjóðanna um
hvaða ríki Rómönsku-
Ameríku tekur sæti Arg-
entínu í Öryggisráðinu.
»Bandaríkjastjórn styð-ur dyggilega við bakið
á Guatemala en Hugo
Chávez, forseti Venesúela,
einn helsti fjandmaður
George Bush forseta, sæk-
ist einnig eftir sætinu.
Rannsóknamiðstöð Íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • Sími 515 5800 • Bréfsími 552 9814 • www.rannis.is
Fjárhagsreglur 7. rannsóknaáætlunarinnar
• Breytingar frá 6. rannsóknaáætluninni
• 75% styrkhlutfall háskóla og smærri fyrirtækja (SME)
• Útreikningar samreksturs (overhead)
• Kostnaður við fasta starfsmenn
• Viðurkenndur kostnaður
• Öndvegisnet (Networks of Excellence)
N Á M S K E I Ð
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Fjárhags- og uppgjörsreglur
í 7. rannsóknaáætlun ESB
Námskeiðið fer fram kl. 9.00-16.00 í stofu 131B í Háskólanum í Reykjavík að Ofanleiti 2. Þátttakendur skulu skrá
sig hjá Ásu Hreggviðsdóttur á netfanginu asa@rannis.is fyrir kl. 16.00 föstudaginn 20. október. Námskeiðsgjaldið er
kr. 25.000 en innifalin í því eru námskeiðsgögn, hádegisverður og kaffiveitingar. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður.
Innri skráning kostnaðar
• Tímaskýrslur
• Skráning annars kostnaðar
Uppgjörsreglur
• Verkefnaskýrslur
• Skýrslur verkefnisstjóra
• Endurskoðunarskýrslur
Efni námskeiðsins:
Þriðjudaginn 24. október mun RANNÍS í samvinnu við ráðgjafafyrirtækið EFPConsulting
standa fyrir námskeiði um fjárhags- og uppgjörsreglur í rannsóknaverkefnum
7. rannsóknaáætlunar ESB. Áætlunin gengur í gildi um áramótin og reglurnar munu taka
töluverðum breytingum frá því sem verið hefur í 6. rannsóknaáætluninni.