Morgunblaðið - 15.10.2006, Síða 25

Morgunblaðið - 15.10.2006, Síða 25
fjár fyrir badmintonæfingar þegar ég var lítil en þá sinnti ég því bæði seint og illa. Ætli ég hafi ekki átt fullt í fangi með að pissa í mig og bora í nefið á þeim tíma.“ Eftir að Ágústa sneri aftur heim til Íslands hreiðraði fjölskyldan um sig á Hvolsvelli þar sem hún rak gistiheimili eða réttara sagt heilt þorp sem kallað var Ásgarður – Viking Village. Þar tók Ágústa gleði sína á ný, enda miklu meira um að vera þar en í 12.000 manna „bæ“ í Noregi. „Á Hvolsvelli beið mín fyrsti kossinn, fyrsta fylliríið, fermingin, fyrsta sveitaballið auk þess sem fjöldinn allur af áhuga- verðu og skemmtilegu fólki varð á vegi mínum enda komu ferðamenn við hjá okkur á hverjum einasta degi. Frá Hvolsvelli tók ég því með mér sælar minningar og eign- aðist vini fyrir lífstíð. Þaðan flutt- um við familían til Hafnarfjarðar þar sem ég lauk 10. bekk. Að því loknu innritaði ég bæði í Mennta- skólann í Kópavogi og Söngskól- ann í Reykjavík en í frítímanum vann ég við að steikja hamborgara og baka pitsur.“ Ágústa var rótlaus unglingur og entist ekki lengi í skóla. Hún flutti til Edinborgar þar sem María, systir hennar, var þá í námi. „Ég fékk mér vinnu á mexíkóskum veitingastað sem var mjög skemmtilegt. Eftir hálfs árs dvöl í Edinborg brá ég mér heim og kynntist þá Leikfélagi Kópavogs. Síðar flutti ég til London og vann þar á bar í nokkra mánuði. Ég vissi ekkert hvað ég vildi á þessum tíma. Í raun og veru var ég bara að reyna að finna sjálfa mig. Mað- ur heldur að eitthvað leysist við að skipta um umhverfi og flytja til út- landa en ég varð aldrei fyrir neinni uppljómun þar. Það flýr enginn sjálfan sig svo auðveldlega. Mömmu var ekki mikið um það gefið að ég væri á þessu flakki og sendi mér reglulega myndir sem hún tók út um gluggann heima svo ég fengi heimþrá,“ segir Ágústa og brosir að minningunni. „Mamma vildi auðvitað að ég væri bara heima og lyki námi en þegar ég kom aftur réð ég mig í vinnu á leikskóla í staðinn. Litlu síðar skráði ég mig í hönnun í Iðnskól- anum en sat bara í skemmtileg- ustu tímunum og hætti síðan.“ Ekki leið á löngu þar til leiðir Ágústu og fyrrnefnds Gauks Úlf- arssonar lágu saman og þau fóru að semja saman tónlist en sneru sér síðan að sjónvarpsþættinum um Silvíu Nótt. Þrátt fyrir rótleysið hefði Ágústa ekki viljað breyta neinu í lífi sínu. „Þá væri ég ekki að gera það sem ég er að gera núna og það finnst mér æðislegt. Allt sem mað- ur gengur í gegnum hefur tilgang þótt maður geri sér ekki grein fyr- ir því einmitt á meðan á því stend- ur. Reynslan er til að læra af og deila með öðrum. Erfiðleikarnir minna mann líka á það hvað maður hefur það venjulega gott.“ Hvernig líður þér best? „Það er kannski svolítið hallær- islegt að segja það en ætli það sé ekki þegar ég hætti að hugsa bara um sjálfa mig. Þá varð lífið strax auðveldara,“ segir Ágústa Eva og af sannfæringunni í röddinni að dæma er ekki ástæða til neins annars en að trúa henni. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 25 Öll börn eiga rétt á að geta greint á milli þess hvað má og má ekki gera við líkama þeirra. Talaðu við barnið þitt og upplýstu það um staðreyndirnar – því fyrr því betra. Barn sem þekkir muninn á réttu og röngu er betur í stakk búið til að neita, segja frá og komast óskaddað frá óeðlilegum kringumstæðum sem það vill ekki taka þátt í. Rjúfðu þögnina og fræddu barnið þitt – það er á þína ábyrgð Þögnin er „Það má enginn fikta við tippið mitt“ Hvernig tölum við um þetta við börnin? Fáðu leiðbeiningar á www.blattafram.is. Ef velferð barns er í húfi hringdu í 112
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.