Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 38
daglegt líf 38 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ skeiði fyrir allt að tólf einstaklinga sem hafa náð bata. Markmiðið er að kenna fólki að þekkja fyrstu merki endurtekins þunglyndis og að draga úr tilhneigingunni til þess að loka augunum fyrir þeim. Aðferðirnar fela meðal annars í sér hugleiðslu- tækni þar sem maður einbeitir sér að andardrætti sínum og jógateygjur, sem auka vitund um blæbrigði breyt- inga í líkama og huga á sérhverju augnabliki, fræðslu um þunglyndi og æfingar úr hugrænni atferlismeðferð sem sýna tengslin milli hugsana og tilfinninga. Fyrstu vísbendingar úr tveimur rannsóknum með slembiúr- taki og samanburðarhópi gefa til kynna að MBTC sé árangursrík að- ferð til þess að draga úr hættunni á niðursveiflu hjá fólki sem orðið hefur alvarlega þunglynt þrisvar eða oftar, segir Mark Williams. Þunglyndi skilur eftir sig ör Hvað er það sem veldur endur- tekningu eftir fyrsta þunglyndið? „Svo virðist sem erfðafræðilegir þættir séu ráðandi í sumum tilvikum. Hjá öðrum er ástæðan kannski óhamingja í æsku eða á unglings- árum, sem eykur líkurnar á þung- lyndi síðar meir, hvort sem erfða- fræðilegir þættir eru fyrir hendi eða ekki. Við vitum líka að fólk sem þetta á við getur samt lifað ánægjulegu lífi og því verðum við að komast til botns í því hvað það er sem fyrsta þung- lyndið skilur eftir sig. Þunglyndi skil- ur eftir sig ör. Það geta verið margar ástæður fyrir því hvers vegna það kom fram til þess að byrja með en af- leiðingarnar eru mjög mismunandi og í sumum tilvikum eru þær aukin viðbragðshæfni, þannig að þó að allt sé í lagi á yfirborðinu er viðkomandi mjög viðkvæmur fyrir minnstu breytingu á hugarástandi og litlar breytingar geta leitt til mikilla hvarfa í hugsanamynstri. Í því virðist varnarleysið liggja.“ Eru líkamlegar afleiðingar líka eða er það aðallega hugsanamynstrið sem breytist? „Um leið og hugsanirnar breytast fer ferlið af stað. Þá er átt við lík- amleg einkenni, kraftleysi, verki, uppnám, seinvirkni, að vilja ekki fara út, missa áhuga á hlutum og þess háttar. Þunglyndi er dálítið eins og stórt verkefni, en munurinn er sá að verkefninu lýkur ekki eftir viku eða innan fyrirséðs tímaramma. Þung- lyndi er verkefni sem snýst meðal annars um það að koma skikki á líf sitt og hugarástand og vinna í því sem maður þarf að laga í sjálfum sér. Það er meiriháttar viðfangsefni og vandinn er sá að aðferðin sem við beitum í þunglyndi er að hugsa um það og hugsa og fara í hringi. En það gerir bara illt verra. Ef það er raunin að auknar líkur á afturkipp eða end- urtekningu séu vegna aukinnar við- kvæmni fyrir minnstu neikvæðu geð- sveiflum má velta því fyrir sér hvort hægt sé að finna leið til þess að kenna fólki, sem glímt hefur við þunglyndi og jafnvel tekið þunglynd- islyf en líður betur í augnablikinu, að koma í veg fyrir næsta tilfelli með að- ferðum sem hjálpa því til að viðhalda heilbrigði sínu. Þar kemur hug- leiðslan til skjalanna. Rannsóknir sýna að maður getur ekki bælt niður tilfinningar sem gera vart við sig þegar þunglyndi verður eða falið þær og maður getur fest sig í endalausum vangaveltum um það, hvers vegna manni líður illa eða reynt að bæla það niður. Gjörhygli- þjálfun felst í því að reyna hvorki að bæla niður hugarástand sitt né hugsa um það. Galdurinn er að læra að kynnast augnablikinu og hugsa vinsamlegar hugsanir um sjálfan sig og hinar neikvæðu tilfinningar, þannig fá þær að koma og fara eins og hvert annað veðramynstur.“ Hugsanir koma fram og hjaðna og það eina sem maður gerir er að fylgj- ast með þeim? „Já, og maður lærir að fylgjast urtekningu á alvarlegu þunglyndi. Mark Williams segir miklar líkur á því að þeir sem glíma einu sinni við alvarlegt þunglyndi upplifi annað- hvort bakslag eða endurtekið þung- lyndi. „Við fáum sífellt fleiri vísbend- ingar um það, að líkurnar á endur- tekningu séu mestar hjá þeim sem eru það viðkvæmir fyrir jafnvel minnstu neikvæðu geðsveiflum að neikvætt hugsanamynstur frá fyrri þunglyndistilvikum framkallast þeg- ar í stað aftur,“ segir hann. Aðferðin sem hefur verið þróuð nefnist „mindfulness-based cognitive therapy“ (MBCT) á ensku og eru streituþjálfun, sem Jon Kabat-Zinn, sérfræðingur í læknisfræði hugar og líkama við læknadeild Massachu- setts-háskóla, hefur þróað og aðferð- ir hugrænnar atferlismeðferðar fléttaðar saman á átta vikna nám- Hugræn atferlismeðferðbyggð á aldagamalli hug-leiðslutækni er ný aðferðtil að fyrirbyggja end- urtekningu á alvarlegu þunglyndi sem tekin er að ryðja sér til rúms í Evrópu og Bandaríkjunum. Mark Williams, prófessor í klínískri sál- fræði við Oxford-háskóla og stjórn- andi rannsóknateymis við Miðstöð í sjálfsvígsrannsóknum við skólann, hefur kynnt þessa nýjung fyrir ís- lensku heilbrigðisstarfsfólki með vinnufundum og fyrirlestrum á Landspítalanum og hjá Landlækn- isembættinu. Hann hefur einbeitt sér að hugrænum úrræðum í með- ferð við þunglyndi og sjálfsvígshugs- unum um langt skeið og hefur þróað þessa aðferð upp á síðkastið ásamt fleirum með það fyrir augum að koma í veg fyrir afturkipp eða end- með þeim af áhuga, forvitni og sam- úð. Það er reyndar talsverð vinna því flest okkar eru upptekin af hugs- unum sínum. Hugsanir eru yfirleitt svo nytsamlegar og okkur hefur aldrei verið kennt að stíga skref til baka og velta fyrir okkur hvort þær séu gagnlegar eða ekki, við gerum ráð fyrir því að þær séu sannar, með góðu eða illu.“ Neikvæði verður sjálfvirkt Má segja að hjá þeim sem hafa glímt við þunglyndi sé neikvæði ósjálfrátt fyrstu viðbrögðin við öllu sem hendir? Af hverju kemur þetta alltaf fyrir mig? Ég er svo óheppinn og svo framvegis, tilhneigingin sé sú að koma alls staðar auga á vandamál. „Einmitt og það sem meira er, maður getur alltaf fundið vísbend- ingar sem styðja það sem manni finnst. Við vitum að depurð gerir minnið hlutdrægt og gerir gleðilegar upplifanir fremur óaðgengilegar. Ef maður glímir við vanlíðan og reynir að rifja upp eitthvað ánægjulegt úr fortíðinni finnur maður bara rifrildi, óhöpp, vonbrigði og vont veður. Það tilheyrir gamla hugsanamynstrinu og er ekki okkur að kenna. Þetta ger- ist bara. Hugleiðslan hjálpar okkur við að sjá það skýrar og æfa viðbrögð við hlutum sem eru ekki svo stór- vægilegir. Við einbeitum okkur að því að kenna fólki sem er í bata því það getur æft sig með svo margt þegar það hugleiðir. Við æfum það til að mynda að setjast niður og fylgjast með önduninni eða öðru í líkaman- um, eftir fáeinar sekúndur er hug- urinn farinn að reika, það er ekki endilega víst að við byrjum að hugsa eitthvað neikvætt, en kannski förum við að spá í hvað við eigum að hafa í matinn í kvöld, hugsa um bréfið sem við eigum eftir að skrifa einhverjum eða erindi sem við þurfum að sinna. Æfingin felst í því að taka eftir því að hugurinn sé byrjaður að reika og byrja aftur að einbeita sér að and- ardrættinum. Ef neikvæðar hugs- anir gera vart við sig eftir nokkrar vikur erum við búin að æfa okkur í því mörg þúsund sinnum í millitíð- inni að taka eftir því hversu skamm- vinnar hugsanir eru, fylgjast með þeim koma og hjaðna og síðan leys- ast upp. Þess vegna eru aðeins meiri líkur á því að maður geti búið til ör- litla fjarlægð á neikvæðar hugsanir sínar, tekið eftir hvernig þær nálg- ast, staldra við, eitra hugann og hverfa síðan aftur.“ Vísbendingar um afturkipp Hverjar eru fyrstu vísbending- arnar um afturkipp í þunglyndi? „Það er einstaklingsbundið. Sumir verða ergilegir í samskiptum, aðrir draga sig örlítið í hlé og vilja kannski ekki svara í símann, svo dæmi sé tek- ið. Ef síminn hringir finna þeir kannski fyrir spennu, „guð minn góð- ur, hver er þetta? Mig langar ekki til að svara“. Eftir viku svara þeir kannski alls ekki. Með gjörhygli- þjálfun getur maður við fyrsta merki um niðursveiflu hugsað með sér, gott og vel, kannski er að byrja nið- ursveifla, ég verð að fara vel með mig, hvað get ég gert til þess? Al- mennt talað eru yfirleitt einhver lík- amleg einkenni sem hægt er að vera á varðbergi gagnvart og í gjörhygli- þjálfun er valkosturinn við það að Hugleiðsla gegn þunglyndi Hugræn meðferð byggð á aldagamalli hugleiðslutækni er nú að ryðja sér til rúms í meðferð gegn þunglyndi, skrifar Helga Kristín Einarsdóttir. Mælt er með henni í viðmiðunar- reglum fyrir breska heilbrigðiskerfið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Þorkell Mark Williams Í HNOTSKURN »Mark Williams telur aðþunglyndi sé að aukast, m.a. vegna þess að fólk verður þunglynt í fyrsta sinn yngra en áður. »Hann vill kenna fólki semglímt hefur við þunglyndi og tekið lyf aðferðir til að við- halda heilbrigði sínu. »Með hugleiðslu er hægt aðkenna fólki búa til fjar- lægð á neikvæðar hugsanir og skilja hvernig þær eitra hug- ann. Mánudaginn 16. október heldur Kim Guldstrand Larsen, prófessor í tölvunarfræði við Álaborgarháskóla, námskeið um sannprófun líkana (“model checking”) fyrir rauntímakerfi. Námskeiðið fer fram í húsakynnum tækni- og verkfræðideildar HR, Kringlunni 1 (gamla Morgunblaðshúsinu), í stofu K22. Námskeiðið er haldið á vegum Þekkingaseturs í fræðilegri tölvunarfræði (ICE-TCS). Námskeiðið stendur frá kl. 8:30 til 12:00 og er þátttaka ókeypis. Skráning fer fram á netfanginu luca@ru.is Þriðjudaginn 17. október, frá kl. 9:00 til 10:00 verður námskeiðinu fylgt eftir á sama stað, með verkefnatíma, þar sem Alexandre David, lektor við Álaborgarháskóla, sýnir hvernig beita má ofangreindri aðferðafræði við lausn á hagnýtum verkefnum. Kim Guldstrand Larsen er með doktorspróf í tölvunarfræði frá Edinborgarháskóla í Skotlandi. Hann gegnir prófessorsstöðu við Álaborgarháskóla í Danmörku og er iðnaðarprófessor við háskólann í Twente í Hollandi. Hann er meðlimur í konung- legu dönsku vísindaakademíunni og í dönsku tæknivísindaakademíunni. Hann er sá tölvunar- fræðingur í Danmörku sem mest var vitnað í á árunum 1999-2004 og hlaut hann viðurkenningu fyrir það í fyrra. Námskeið um líkana fyrir rauntímakerfi sannprófun OFANLEITI 2 • KRINGLAN 1 • HÖFÐABAKKA 9 SÍMI: 599 6200 • www.hr.is TÖLVUNARFRÆÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.