Morgunblaðið - 15.10.2006, Síða 33
kýrnar eru með tvær eða fjórar lappir,“ segir Gunnar Stefán
og er full alvara. „Það kom stúlka til að vinna í fiskverk-
uninni sem þekkti ekki í sundur ufsa, þorsk og ýsu. Þó er
þetta ekkert eins, langur vegur frá því!“
Fjárhús með svölum
Gunnar Stefán byggði útihúsin í Grímsey fyrir tuttugu ár-
um og hefur tvíbyggt við þau. „Mér leiddist að slátra og
geyma kjötið í fjárhúsunum; það var ekki nógu hreinlegt.
Þannig að ég byggði við þau aðstöðu til þess. Nú er ég að
ganga frá eftir sauðfjárslátrunina og er að fara að slátra
kálfunum. Sumir eru að þessu undir húsvegg í drullunni. En
fyrir mér eru þetta matvæli. Það fé sem slátrað er fer ofan í
kistu hjá mér og þeim sem eiga hjá mér. Það eru fjögur
heimili og þetta endist þeim allt árið; ekkert er selt.“
Gengið er eftir nokkurskonar verönd á annarri hæð úti-
húsanna. „Það er búið að hlæja mikið að mér fyrir að vera
með fjárhús með svölum,“ segir Gunnar Stefán kíminn. „En
það er þægilegra að moka undan þeim út af svölunum.“
Hann er með fjörutíu kindur, landnámshænur og þrjá
kálfa, sem eiga tvo daga ólifaða þegar blaðamann ber að
garði. Hann sækir brauð til þess að hægt sé að ná mynd af
honum með kálfunum, sem koma hlaupandi um leið og þeir
sjá hann. „Þetta eru brauðætur,“ segir hann og hlær.
Blaðamaður er með skrifblokkina og hripar niður í hana
athugasemdir.
„Hvern andskotann ert þú að skrifa,“ kallar Gunnar Stef-
án af svölunum.
– Það sem mér dettur í hug, svarar blaðamaður.
„Skrifarðu það allt,“ spyr hann.
– Það skynsamlegasta af því, svarar blaðamaður.
„Þá er nú ekki mikið birt,“ segir hann og hristir höfuðið.
Eftir það röltir hann upp í brekkuna. Kindurnar koma
hlaupandi á móti honum, hópast um hann og éta brauð úr
hendi hans. Fáeinar fara til blaðamanns, sem heldur á sam-
anvöðluðum blöðum með punktum á.
„Leyfðu þeim að éta þessa klausu,“ segir Gunnar Stef-
án. „Hún getur ekki verið það merkileg.“
Hann segist þekkja rollurnar allflestar með nöfnum og
að forystukindin sé flekkótt. Landið undir fótunum
Grímsey. „Mér þykir gott að búa hérna,“ segir hann.
„Einu sinni fór ég til Grindavíkur á vertíð og ég var hrika-
lega feginn að komast heim. Ég hefði ekki búið hér alla
mína hundstíð annars.“
– Ferðu reglulega til Akureyrar?
„Það eru fimm ár síðan ég fór á milli fjarða. Mig vantar
ekki neitt.“
Hann hugsar sig um og bætir við: „Mér finnst ekkert
verra að eiga skepnur en snjósleða eða bíl. Ég á engan bíl,
enda skaffar hann ekkert utan ánægju, en skepnur færa
manni bæði ánægju og mat.“
– Þarf bíl í Grímsey?
„Það hafa verið heimili með tvo bíla í hlaði og jafnvel
þrjá bíla, þar sem þrír eru með bílpróf. Þetta finnst hérna
líka,“ segir hann íbygginn, lítur stoltur yfir fjárhópinn og
bætir við: „Þetta er lífféð.“
– Yndisleg þessi útvera?
„Í júlí er fuglalífið ótrúlegt, lóa, hrossagaukur, kría,
verpir allt við nefið á manni,“ svarar hann.
– Ertu trúaður?
„Já,“ svarar hann og reisir við girðingarstaur. „Ég fer
ævinlega í messu. Enda er það ekki mikil fyrirhöfn. Prest-
urinn á að skila fjórum messum á ári, en ég held það verði
aðeins ein á þessu ári – jólamessan. Þannig að það er mikil
skömm ef ég mæti ekki í kirkju. Annars er Dalvíkurprest-
urinn Magnús [Gunnarsson] bara nokkuð góður.“
Að skilnaði við hliðið að útihúsunum segir blaðamaður:
– Ég verð hérna næstu daga svo við hittumst áreið-
anlega aftur.
„Já, þú getur hringt og sagt mér hvaða leið þú ferð, þá
fer ég ekki þá leið,“ svarar hann og rigsar í átt að heimili
sínu hinumegin götunnar.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 33
Staðalbúnaður:
• Hátt og lágt drif
• Álfelgur
• Stigbretti
• Vindskeið
• Skyggðar rúður
• ABS hemlalæsivörn
Pajero sport
Sjálfskiptur með V6 bensínvél, 177 hestöfl 3.395.000 kr.
Aflmeiri 136 hestafla dísilvél 3.595.000 kr.
3.395.000 kr.
Fullbúinn alvörujeppi
á einstöku verði
Umboðsmenn um land allt: Höldur hf., Akureyri, sími 461 6020 · HEKLA, Borgarnesi, sími 437 2100 · HEKLA, Ísafirði, sími 456 4666
HEKLA, Reyðarfirði, sími 470 5100 · HEKLA, Reykjanesbæ, sími 420 5000 · HEKLA, Selfossi, sími 482 1416
HEKLA, Laugavegi 174, sími 590 5000
www.hekla.is, hekla@hekla.is
35.539 kr. á mánuði
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Miðað við 30% útborgun og gengistryggðan bílasamning SP til 84 mánaða.
Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík, 27. og 28. október 2006
Guðfinna S. Bjarnadóttir
Valfrelsi og skapandi umhverfi
www.gudfinna.is
Allir eldri borgarar eru
velkomnir í skemmtilegt
kaffiboð sunnudaginn
15. október kl. 15:00
á kosningaskrifstofu
okkar í Landsímahúsinu
við Austurvöll.
Verið velkomin.
Stuðningsfólk,
Guðfinnu S. Bjarnadóttur.
Lifandi tónlist með
Ragga Bjarna og
Þorgeiri Ástvaldssyni
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn