Morgunblaðið - 15.10.2006, Page 59

Morgunblaðið - 15.10.2006, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 59 FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Höfum til sölu um 3.700 fm lóð á mjög eftirsóttum og grónum stað við Furugerði. Á lóðinni standa í dag einbýlishús auk tveggja gróðurhúsa. Tilvalið tækifæri fyrir byggingaverktaka að fá lóðina deiliskipulagða undir nýbyggingar. Nánari upplýsingar og lóðauppdráttur á skrifstofu. LÓÐ VIÐ FURUGERÐI BYGGINGAVERKTAKAR ATHUGIÐ !! OPIÐ HÚS Barðavogur 32, e. sérh. Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Falleg 6 herbergja efri sér- hæð í tvíbýli á eftirsóttum stað auk bílskúrs. Eignin skiptist í stigapall, hol, for- stofuherbergi, snyrtingu, baðherbergi, þrjú herbergi, stofu, borðstofu, eldhús og baðherbergi. Í kjallara eru tvær geymslur og sér- þvottahús. KRISTBJÖRG OG JÓN TAKA VEL Á MÓTI YKKUR Í DAG (SUNNUDAG) FRÁ KL. 13-15. V. 35,0 m. 6047 Húsakaup auglýsir eftir ákveðnum eignum fyrir trausta aðila. • 350-500 fm geymsluhúsnæði miðsvæðis í Reykjavík • 350 fm vandað skrifstofuhúsnæði miðsvæðis í Reykjavík • 2.500 fm verslunar- og lagerhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu • 2.000 - 2.500 fm lagerhúsnæði með góðri lofthæð og útisvæði á höfuðborgarsvæðinu. Starfsmenn Húsakaupa hafa áralanga reynslu í sölu á atvinnuhúsnæði. Því hafa traustir aðilar leitað eftir aðstoð okkar til að finna gott húsnæði sem hæfir starfsemi þeirra. Allar nánari upplýsingar veitir Jón Gretar Jónsson, framkvæmdastjóri Húsakaupa, í síma 840-4049. ATVINNUHÚSNÆÐI ÓSKAST FYRIR ÁKVEÐNA KAUPENDUR Jón Gretar Jónsson sölumaður, GSM 840 4049 Guðrún Árnadóttir lögg. fasteignasali FRAM yfir miðja síðustu öld kynntumst við landinu okkar á annan hátt en við gerum nú. Ferðalög milli landshluta fóru fram á sjó. Á landi var setið á hestbaki um sveitir og á milli byggða. At- vinnuhættir kröfðust árstíðabundinna ferðalaga milli lands- hluta. Á strandsigl- ingu í góðri tíð kynnt- ist fólk landinu mjög vel og ekki síður á hestbaki um sveitir og heiðar. Á skipsfjöl við komu til landsins og brottför var hrif- ingin oft mikil á með- an landið sökk eða reis. Þau sem sátu gæðing nutu engra forréttinda fram yfir þau er sátu heimilishestinn. Farþegar á þriðja farrými nutu landsýnar jafnt og farþegar fyrsta farrýmis. Almenningur lifði sig inn í náttúru landsins. Nú er öldin önnur. Fáir eiga þess kost að sjá strendur landsins af sjó. Sjá fjallahringinn frá miðjum Faxaflóa, sigla um firði og flóa, fara fyrir Svörtuloft, Látra- bjarg, Straumnes, Hælavíkur- og Hornbjarg. Hesturinn, þarfasti þjónninn, er ekki lengur almenn- ingseign. Hvati að því að ég skrifa þessa grein er ferð mín og konu minnar Hrefnu Magnúsdóttur yfir Arn- arvatnsheiði 6. september sl. Ferðin var farin í boði Magnúsar Magnússonar ritstjóra Skessu- horns, héraðsblaðsins okkar á Vesturlandi. Það voru átta manns í ferðinni á tveimur stórum og vel búnum jeppum. Magnús var eig- andi og bílstjóri annars jeppans en á hinum var bílstjóri og eigandi Snorri bóndi Jóhannesson á Auga- stöðum í Hvítársíðu. Snorri teng- ist Arnarvatnsheiðinni betur en flestir menn aðrir er þar veiði- vörður og þekkir svæðið allt mjög vel. Frá því er að segja að þetta ferðalag gekk mjög vel. Mér leið ótrúlega vel. Landið er svo fallegt og leiðsögnin var svo notaleg og góð hjá þeim Magnúsi og Snorra. Ég ætla ekki að reyna að lýsa um- hverfinu, vötnunum, veiðistöð- unum, landinu, fjallasýninni. Frá- sögn mín dygði skammt. Áningarstaðir voru vel valdir. Veðrið var mög gott. Ferðafélagarnir voru frábærir. Aldrei heyrðist kallað „jæja“ eða „eigum við ekki að halda áfram“ Ferðalagið leið áfram í í náttúrulegum ró- legheitum. Klukkan níu um morguninn tók Magn- ús okkur hjónin í bíl sinn í Borgarnesi og leiðir okkar skildu við Brú í Hrútafirði klukkan átta um kvöldið. Ellefu tíma lukkulegu ferðalagi yfir Arnarvatnsheiði, með meiru, var lokið. Við Hrefna héldum norður Strandir og ferða- félagarnir suður yfir Holtavörðu- heiði til sín heima. Í sumar hefur fjöldi fólks farið til að skoða landið sem á að fara undir Hálslón og virkjunina við Kárahnjúka. Mörg í fyrsta sinn. Af hverju hefur fólk ekki farið til að skoða þetta landsvæði fyrr en nú ? Svarið við þeirri spurningu er einfalt. Vegir færir farartækjum almennings voru ekki til staðar á svæðinu. Nú er búið að gera góða vegi þarna og auðvelt að komast þar um. Það eru þau sem standa að Kárahnjúkavirkjun sem hafa ann- ast vegagerðina. Ég naut þess vel að klúngrast í öflugum bíl og með frábærri leið- sögn norður yfir Arnarvatnsheiði. Við mættum ekki einum einasta bíl á heiðinni. Ekki þurfti að búast við mikilli umferð því að vegurinn er lengst af aðeins fær öflugum sérbúnum bílum. Það gat þó ekki hjá því farið að manni kæmi til hugar hvort að öll þau sem áhuga hefðu á hálendi Íslands og vildu njóta þess væru stödd á góðu veg- unum við Kárahnjúka. Þau ætluðu svo að bíða þess að Landsvirkjun léti gera stíflu í Norðlingafljót og safnaði vötnunum á Arnarvatns- heiði í eitt stórkostlegt lón með tilheyrandi vegagerð um heiðina. Þá yrði hægt að skoða landið – lónsbotninn. Þetta var ekki svona vont. Ástæða þess að við mættum engri umferð var óvegurinn á heiðinni og Norðlingafljót sem fara verður yfir á vaði. Þessi nátt- úruperla á hálendi Íslands er lok- uð almenningi. Um þetta land- svæði mega aðeins ferðast fyrsta farrýnis farþegar og þeir sem eiga gæðingana. Ég hefi ekki orðið var við það að þau sem eru kölluð nátt- úruverndarsinnar og taka þátt í umræðu um náttúruvernd hafi nokkuð fjallað um það hvernig auðvelda megi almenningi aðgang að hálendi Íslands. Þau eru alltof mörg sem eru úti- lokuð frá því að komast til áhuga- verðra staða á hálendinu á bílum sínum. Við það bætist að atvinnu- og samgönguhættir hafa breyst það mikið á síðustu áratugum að störf og ferðalög fólks veita því minni tengsl við landið en áður var. Þessi staða getur valdið því að stærri og stærri hluti þjóð- arinnar verði áhugalaus um vernd- un náttúru Íslands. Áhugi minn beinist að því að fá þessari stöðu breytt. Gera þarf stór átak í því að bæta hálend- isvegina. Gera þá vegi færa öllum bílum. Veita almenningi tækifæri til að njóta þess sem þar er að sjá. Vegirnir verði ofaníbornir slóðar sem lítið ber á í landslaginu sem síðar verði lagðir bundnu slitlagi. Til þessara vega nefni ég veg um Arnarvatnsheiði og brú á Norð- lingafljót, veg að Öskju og tilheyr- andi brýr á þeirri leið og margar leiðir aðrar. Arnarvatnsheiði og hálendisvegir Skúli Alexandersson segir frá hálendisferð » Gera þarf stór átak íþví að bæta hálend- isvegina. Skúli Alexandersson Höfundur er fv. alþingismaður og starfar við ferðaþjónustu. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.