Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 36
bókarkafli 36 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Eftir millilendingu í London flaug Andrea til Mumbai á Indlandi. Áður en ferðasagan hefst eru helstu stað- reyndir um landið kynntar fyrir les- endum. INDLAND: Stærð: Rúmlega 3.200.000 km2 – Ísland er 103.000 km2 Íbúar: Rúmlega milljarður Höfuðborg: Nýja-Delhí Tungumál: Hindí og enska eru op- inber tungumál en einnig eru mörg hundruð staðbundin tungumál Trúarbrögð: Hindúismi (81%), ísl- amstrú (13%), kristni (2,4%), síkar (2%), búddismi (0,7%), annað (0,9%) Gjaldmiðill: Indversk rúpía Landamæri: Pakistan, Kína, Nep- al, Bútan, Bangladesh, Myanmar (Búrma) og er Srí Lanka eyja sem er sem lítill dropi í suðri – 50 km skilja hana frá meginlandinu Ég var ekki lengi að sveifla grun- samlega léttum pokanum á bakið áð- ur en haldið var út af flugstöðinni í Mumbai. Kunningjakona mín rekur fyrirtæki í Mumbai og ég hafði verið svo heppin að fá gistingu hjá henni í upphafi ferðar. Ég á dýrmætar minningar um hjálpsemi og þann stuðning sem hún og starfsfólk henn- ar veittu mér þessa daga. Í fyrstu var það „bara“ góð hugmynd að byrja í Mumbai. Síðar sá ég að það hafði ver- ið hárrétt ákvörðun. Ég hóf ferðalag- ið þreytt og lúin eftir mikinn und- irbúning, mörg kveðjupartí, lítinn svefn og langt ferðalag. Það var því lottóvinningur að byrja ferðalagið í þokkalegum friði til að ná að aðlagast ólíkum menningarheimi og ná áttum. Sem betur fer var fólk búið að vara mig við því sem nú tók við. Á undir- búningstímanum fyrir ferðina heima á Íslandi upplifði ég mig eins og í bíó- mynd þar sem mér fannst líf mitt hlaðið tilviljunum, ef þær eru þá til. Hvert sem ég fór hitti ég einhvern sem var að koma frá Asíu, var að fara til Asíu eða hafði dvalið þar í ein- hvern tíma. Þess vegna hafði ég feng- ið góð ráð héðan og þaðan. Ég komst síðar að því að slíkt kallast „Joriki“ eða einbeittur hugur, en nú var kom- ið að mér að upplifa andlegt áreiti og skít á eigin skinni. Frá og með þessum tímapunkti gat ég gleymt persónulegu rými. Ég hélt reyndar að ég væri að tryggja mér friðhelgi með því að greiða fyrir fyrirframgreiddan leigubíl á flug- stöðinni en raunin varð önnur. Full- orðnir karlar voru ekki lengi að koma auga á varnarlausa sjálflýsandi vík- inginn sem þarna var mættur á svæðið. Líkt og mý á mykjuskán hrúguðust þeir í kringum mig og það var annaðhvort að taka karatespark eða láta undan og gefa þeim það sem þeir sóttust eftir – dollara. Ég kom loksins auga á tannkremsblátt núm- erað farartæki sem samkvæmt greiðslukvittuninni kallaðist leigubíll. Á mælaborðinu voru lítil trúartákn og í gegnum þykkt lag af skít mátti greina lítið skilti: „No smoking!“ Að draga andann dag hvern í Mumbai er gjarnan líkt við að reykja sex sígar- ettur og var það því ágætt að þær yrðu ekki fleiri þann daginn. Ég var sólarmegin í lífinu í orðsins fyllstu merkingu og við það að bráðna. Það fór nú eitthvað lítið fyrir loftkælingunni sem ég hafði greitt formúu fyrir í steikjandi hitanum en það breytti engu. Ég sat í aftursæt- inu í fósturstellingunni þegar leigu- bílstjórinn ók eftir götunum sem upphaflega voru hannaðar fyrir tvær akreinar en þær voru nú fimm. Bíl- stjórinn hamaðist svo mikið á flaut- unni að mér fannst sanngjarnt að hún myndi fljótlega bræða úr sér. Ég sá strax að ég myndi frekar deyja í umferðarómenningunni en úr fugla- flensu í þessari ferð. „Nothing can fully prepare you for India …“ er ein af fyrstu línunum í ferðabiblíunni Lonely Planet. Aðeins síðar í sama kafla segir: „Expecting the unexpected – India rewards those who go with the flow.“ Sem sagt, maður verður að fylgja straumnum til að halda geðheilsu á Indlandi og það var nákvæmlega það sem ég ætlaði að gera. „Hello lady!“ Ég rankaði við mér og rak upp stór augu. „Ætlar þessi kynjaði djöfulsins doðrantur að elta mig hvar sem ég stíg niður fæti?“ spurði ég sjálfa mig þegar lítill strák- ur reyndi að selja mér bókina Konur eru frá Venus og karlar frá Mars í gegnum afturgluggann. Ein af mörg- um metsölubókum sem viðhalda stöðluðum hugmyndum og ganga út á að kynin tvö komi hvort frá sinni plánetu og eigi fátt sameiginlegt. Ég þakkaði pent fyrir mig og renndi augunum yfir bókaúrvalið sem litli snáðinn kjagaðist með í umferðinni sem dröslaðist áfram, líkt og jafn- réttið – á hraða snigilsins. Ég hef ekki ennþá fundið réttu orðin til að lýsa upplifuninni og því sem ég sá út um gluggann í fyrstu leigubílaferðinni í Mumbai. Ég hafði áður dvalist erlendis í nokkra mánuði en aldrei komið til Asíu fyrr. Við mér blasti nú ðgribrö og isyerh eða ör- birgð og hreysi skrifað aftur á bak. Orðin höndla nefnilega ekki að lýsa þessum tilfinningarússíbana, upplif- uninni og aðstæðum fólksins. Allsnægtir og allsleysi Eftir leigubílaferðina blöstu við andstæður allsnægta og allsleysis, einnig sannkölluð furðuveröld þar sem höfundur sá fíl bíða á rauðu ljósi svo dæmi sé tekið: Mér var sagt að stærstu fátækra- hverfi Asíu væru í Mumbai og að þau stækkuðu á hraða ljóssins. Straum- urinn lá til þessarar viðskipta- miðstöðvar og sjá mátti hóp karl- manna stíga frá borði á bát og ganga með-fram vegarkanti með aleiguna í snjáðum plastpoka og misstóra drauma um bjartari framtíð. Svo litl- ir, skítugir og varnarlausir að reyna að draga fram lífið fyrir minna en dollar á dag. Hádegismatinn mátti finna í ruslahrúgum við vegar- brúnina og heilagar kýr hámuðu í sig tómar plastumbúðir til að seðja hungrið. Tannlausar, ungar mæður gengu í skítugum sari með börn sín í fæðingargallanum á milli bíla og bönkuðu á rúðuna í von um ölmusu. Þær voru komnar hálfar inn um aft- urglugga leigubílsins, pikkuðu í mig og reyndu að benda mér með lát- bragði á hið augljósa. Þær voru svangar. Börnin grétu og það tók tíma fyrir hortauminn að slitna milli nefs barnsins og peysunnar minnar þegar móðirin hrökklaðist skyndi- lega í burtu. Háværasta flautan í hverfinu öskraði grimmilega á þær og undir stýri glæsikerrunnar, sem skaust fram hjá, var karlmaður skreyttur gulli. Hann virtist vera á hraðferð. Ég gat hreinlega teygt mig í andstæður Indlands beint fyrir framan nefið á mér. Kofaskrípi við hliðina á glæsihýsi, fólk liggjandi á götunni og fíll beið á rauðu ljósi. Ind- land er fjölmennasta lýðræðisríki heims, en lýðræðið er ekki trygging fyrir mannréttindum. Umhverfið er hægt að lesa á marga vegu. Þetta var mín upplifun. Þetta var of mikið. Fyrsta morguninn var flugriðan minni en ég bjóst við. Eftir kalda sturtu var ég svo fersk að það var líkt og ég hefði sofið í lofttæmdum umbúðum. Úti á götu þornaði hárið á örskotsstundu í sólinni sem virkaði betur en nokkur túrbóþurrka. Ég vissi í rauninni ekki á hverju ég átti að byrja og þjáðist af jákvæðum val- kvíða. Því meira sem ég las því minna vissi ég, þannig að aðlögunin fólst í að slæpast fyrst um sinn og ná áttum. Útkoman var frelsi, frábær fílingur og ég óttaðist ekki neitt. Orðlaus stóð ég ein úti á götu og gleypti við öllu sem fyrir augun bar. Eitt það eftirminnilegasta var að sjá hijra og ég fann að það var kominn tími á að skerpa aðeins á þekking- unni á þriðja kyninu sem ég las um í kynjafræðinni. Svartir og gulir pínu- bílar sem kallast Rickshaw fylltu göturnar. Þetta eru nokkurs konar yfirbyggðar vespur á þremur hjólum sem smjúga alls staðar í gegn. Svona tíugíra-spítthjólastóll fyrir tvo feita eða fjóra granna. Ég átti eftir að klístrast við aftursætið í nokkrum slíkum farartækjum í ferðinni. Það virtist alls staðar vera hægt að fara í hársnyrtingu í Mumbai. Víða mátti sjá rakarastofur sem minntu á Leif og Kára en einnig smærri útibú sem samanstóðu af ein- um stól, skærum, greiðu og spegli á miðri gangstétt. Vinnulagið og vinnumenningin var engu lík og störfin litu út fyrir að vera miskrefj- andi. Gott dæmi er saga sem mér var sögð af dauðaleit sem var gerð að fjarstýringu að sjónvarpi en þegar lítill snáði mætti á svæðið var hún fundin. Hann var fjarstýringin. Á flugvellinum hitti ég mann sem vann Lífið er ferða- lag en ekki áfangastaður Andrea Róbertsdóttir seldi íbúðina sína, losaði sig við bílinn, seldi dót og föt í Kolaportinu og kláraði BA-ritgerðina í kynja- og félagsfræði í Háskóla Íslands áður en hún lagði upp í bakpokaferðalag um Asíu. Ferðasagan er komin út í bókinni Spennið beltin – Til Asíu með Andreu Róberts. Í kaflanum sem hér fer á eftir lýsir höfundur fyrstu upplifun sinni af Indlandi. Ferðalangurinn Andrea á götu úti í Indlandi með bakpokann á bakinu. Þjónusta Her manns vinnur í búðum og oft afgreiða margir sama hlutinn. Farskjótinn Margvísleg farartæki eru notuð á Indlandi, jafnvel fílar. Heimsferðir bjóða glæsilega helgarferð til þessarar stórkostlegu borgar í hjarta Evrópu. Búdapest býður einstakt mannlíf, menningu og skemmtun að ógleymdri gestrisni Ungverja. Bjóðum nú takmarkað magn sæta á frábæru tilboði - þú bókar flugsæti og 2 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Helgarferð til Búdapest 20. október frá kr. 29.990 Örfá tilboðssæti! Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 29.990 Flug, skattar og gisting í 4 nætur með morgun- verði, m.v. stökktu tilboð 20. október. Netverð á mann. Ath. mjög takmarkaður sætafjöldi á þessu verði. SNYRTISETRIÐ h ú ð f e g r u n a r s t o f a sími 533 3100 – Domus Medica CELL RESTRUCTURE Eyðir línum og hrukkum Yngjandi meðhöndlun Árangur strax Betra en Botox!? 20% afsláttur af 10 tíma kortum Snyrtisetrið – líttu vel úti i lí l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.